Morgunblaðið - 20.05.2017, Síða 1
!
!
" #
"
!
L A U G A R D A G U R 2 0. M A Í 2 0 1 7
Stofnað 1913 123. tölublað 105. árgangur
RAGNAR
RÆKTAR
DÚFUR STÓRTÓNLEIKAR Í KÓRNUM
RAMMSTEIN 54ALLTAF Á VAKTINNI 12
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Reykjavíkur, segir borgarlínuna
munu geta tengt Vatnsmýrina við
nýjan flugvöll, til dæmis í Hvassa-
hrauni, þegar Reykjavíkurflugvöllur
hafi vikið fyrir nýrri byggð.
Borgarlínan er áformað kerfi al-
menningssamgangna á höfuðborgar-
svæðinu og er áætlað að 1. áfangi
kosti 30-40 milljarða 2019-2022.
Dagur segir borgarlínuna munu
skapa tækifæri til að þétta byggð í
Reykjavík enn frekar en nú sé
áformað. Fyrirhugað íbúðarhverfi í
Keldnaholti verði ekki byggt nema
með tengingu við borgarlínuna. Þar
geti búið fimm þúsund manns.
Dagur segir þungann í uppbygg-
ingu Reykjavíkur á næsta áratug
verða meðfram borgarlínu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá borgar-
stjóra gætu 10-20 þúsund manns bú-
ið í Keldnaholti, Höfðahverfi, Skeif-
unni og á fleiri borgarlínureitum.
Lagt verður innviðagjald á þessar
íbúðir sem gæti numið milljónum.
Dagur segir tíma mislægra gatna-
móta liðinn í Reykjavík. Greining
borgarinnar sýni að borgarlínan sé
„besti og ódýrasti fjárfestingar-
kosturinn“. Spurður hvort verkefnið
muni kosta 50-150 milljarða segir
Dagur 1. áfanga verða mun ódýrari.
Hann segir borgarlínuna verða
tengda við fyrirhugaða fluglest frá
Keflavíkurflugvelli að BSÍ. Tugpró-
senta vöxtur í ferðaþjónustu á ári
kalli á nýja innviði. Til dæmis sé því
spáð að hótelherbergjum í borginni
fjölgi úr 5.200 í ár í 7.400 árið 2020.
Flugvöllurinn á útleið
Borgarstjóri boðar tengingu borgarlínunnar við nýjan flugvöll utan Reykjavíkur
Fluglest muni tengja Keflavíkurflugvöll við nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýri
MReykjavíkurflugvöllur »6
Umferðin muni aukast
» Ólöf Kristjánsdóttir, verk-
fræðingur hjá Mannviti og ráð-
gjafi vegna borgarlínunnar,
ræddi umferðarmál á ráð-
stefnu í Ráðhúsinu í gær.
» Hún sagði gert ráð fyrir að
umferð myndi aukast með til-
komu sjálfkeyrandi bíla. Hins
vegar kynni bílunum að fækka.
Vegagerðin lítur svo á að Reykja-
víkurborg beri að fjármagna aukinn
kostnað af lagningu Sundabrautar,
verði ódýrasta lausnin ekki valin.
Hér getur verið um tíu milljarða
króna kostnað að ræða. Þetta álit
Vegagerðarinnar kemur fram í bréfi
sem Hreinn Haraldsson vega-
málastjóri hefur sent umhverfis -og
skipulagssviði borgarinnar.
Mismunandi áherslur hafa verið
hjá Vegagerðinni og Reykjavíkur-
borg um það hvaða leið skuli valin
frá Reykjavík yfir í Gufunes.
Vegagerðin vill fara svokallaða
innri leið (eyjalausn), sem myndi
liggja frá Geldinganesi yfir í Gufu-
nes. Reykjavíkurborg hefur hins
vegar ákveðið að Sundabrautin verði
á svokallaðri ytri leið, þ.e. úr
Kleppsbakka yfir í Gufunes.
Borgin hefur skipulagt íbúðar-
byggð í Geldinganesi. »14
Borgin
greiði
mismun
Sundabraut Eyjalausnin er ódýrari.
Vegagerðin vill
ódýrari Sundabraut
Í ljós hefur komið að framkvæmdir Íslenskra aðal-
verktaka, við gatnagerð ofan Iðavalla í Reykjanesbæ,
eru á svæði gamals ruslahaugs frá bandaríska hernum.
Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur því stöðvað allar
framkvæmdir á svæðinu. Óttaðist eftirlitið að þrávirk
efni á borð við PCB kynnu að vera þar í jörð, en það
efni getur haft ýmiss konar eituráhrif og áhrif á efna-
skipti líkamans. »4
Grafið niður á gamlan ruslahaug
Morgunblaðið/Ófeigur
„Gylfi Þór Sig-
urðsson ekki fót-
boltamaður“,
„Ellen Kristjáns-
dóttir ekki söng-
konan“ og
„Sturla Birgisson
ekki kokkurinn“
eru dæmi um
skráningar Ís-
lendinga í síma-
skrá, en þar eru
tugir manna merktir sem „ekki-
eitthvað“. Það er að segja síma-
skrána á netinu, en í fyrsta skipti í
112 ár er ný símaskrá ekki á leið úr
prentsmiðju. Nánar má lesa í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Ekki-fólk í símaskrá
Breytt Í símaskrá
eru sex strumpar.
Læknar og hjúkrunarfræðingar eru
með hærri laun hér á landi en koll-
egar þeirra annars staðar á
Norðurlöndum. Samkvæmt grein-
ingu Samtaka atvinnulífsins eru ís-
lenskir hjúkrunarfræðingar með
25% hærri regluleg laun, sem eru
án yfirvinnugreiðslna, en kollegar
þeirra eru að meðaltali með á Norð-
urlöndum. Þá eru hjúkrunarfræð-
ingar með 50% hærri regluleg
heildarlaun, þ.e. yfirvinnugreiðslur
meðtaldar, samanborið við regluleg
laun kollega þeirra annars staðar á
Norðurlöndum.
Læknar á Íslandi eru með 30%
hærri regluleg laun og 70% hærri
heildarlaun en regluleg laun kollega
þeirra í hinum Norðurlandaríkj-
unum.
Að sögn Hannesar G. Sigurðs-
sonar, aðstoðarframkvæmdastjóra
Samtaka atvinnulífsins, eru niður-
stöðurnar byggðar á upplýsingum
frá hagstofum Norðurlandanna um
laun lækna og hjúkrunarfræðinga
árið 2016 en miðað er við gengi
krónunnar 18. maí á þessu ári.
Miðað var við laun lækna í
Læknafélagi Íslands en ekki Skurð-
læknafélagi Íslands. »10
Bestu
launin hér
á landi
Læknar með 70%
hærri laun á Íslandi