Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Page 5

Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Page 5
Hugvekja Enn nálgast páskahátíðin, hin elsta og mikilvægasta hátíð kristninnar. En það vill stundum gleymast, þar sem aðrar hátíðir og frítími hefur tekið af mönnum völdin og leitt hugann að öðrum áhersluatriðum í lífinu. Eípprisa Jesú Krists frá dauðum breytti skilningi lærisveina Hans á lífshlutverki sínu. Þeir höfðu verið hræddir, lítillækkaðir og í felum, þegar Jesús var hand- tekinn, dæmdur og loks kross- festur. Þegar Hann dó á kross- inum fannst lærisveinunum það marka endi alls, sem þeir höfðu trúað á. Vonir þeirra höfðu brugðist. Draumar þeirra höfðu snúist upp í martröð. Þeir skildu þetta ekki. Nokkrum dögum áður höfðu þeir sé mann- fjöldann fagna Jesú og segja: „Blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drottins”. En það var stutt á milli fagnaðarhrópanna og út- skúfunarinnar. Frammi fyrir Pontíusi Pílatusi hrópaði mann- fjöldinn: „Krossfestu Hann”. Og svo varð. Páskadagurinn breytti öllu þessu. Þeir fyrstu, sem komu að gröfinni við sólarupprás á páskadag, skildu ekki hvað hefði átt sér stað. En ekki leið á löngu þar til Jesús birtist þeim. Og þá varð þeim ljóst hvað hafði gerst. Og þessiróttaslegnu, von- lausu einstaklingar, sem höfðu orðið vitni að þessum atburðum, urðu óttalausir boðberar Fagnaðarerindisins. Þeir ótt- uðust ekki dauðann lengur og margir þeirra liðu píslarvættis- dauða og þeir voru sannfærðir um, að þeir fengju hlutdeild í sigri Jesú yfir dauðanum. Við tilheyrum þeirri kirkju, sem ber upprisu Jesú vitni. Sigur Jesú er sigur okkar. Drottinn er upprisinn. Hann er sannarlega upprisinn. Gleðilega upprisuhátíð. Sr. Bragi Skúlason. Gamli , ... golfskalmn Gamli golfskálinn var byggður árið 1938 af Golfklúbbi Vest- mannaeyja. Klúbburinn hafði aðsetur sitt þar, allt til ársins 1973, en þá byggði klúbburinn nýjan skála. Bæjarsjóður eignaðist skálann og lánaði Skátafélaginu Faxa, með því skilyrði að það annaðist viðhald hans. Skálinn var fyrst notaður fyrir ferðamenn og til sjúkragæslu á Þjóðhátíðum. Það var ekki fyrr en félagið flutti í nýtt skáta- heimili, að flokkar fóru að notfæra sér skálann, til þess að fara í skátaútilegur þangað. í Gamla golfskálanum er góður andi og líður fólki yfirleitt mjög vel þar. Skálinn hefur líka verið notaður til námskeiðshalda og hefur skátafélagið haldið tvö námskeið þar, og Hjálparsveitin mjög mörg námskeið. Skálanum hefur verið mjög vel viðhaldið, sérstaklega að innan. Á síðasta ári var skálinn málaður og parkett lagt á gólfið. Fyrirhugað er að mála hann að utan í sumar og að setja í hann kojur. Það er öruggt mál, að Gamli golf- skálinn gegnir stóru hlutverki í starfi skátafélagsins. Viktor Ragnarsson S K Á T A B L A Ð I Ð F A X I 5

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.