Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Side 8

Skátablaðið Faxi - 01.03.1989, Side 8
0>i—dö>—i >;* cn Vopn eöa verkfæri i Ð F A X I 8 Nú um áramótin tóku gildi breytingartillögur við reglugerð varðandi skotvopn og skotfæri. Helstu breytingar eru í fyrsta lagi varðandi hálfsjálfvirkar haglabyssur, í öðru lagi varðandi handjárn, fótjárn og kylfur og í þriðja lagi varðandi hnífa og önnur vopn en skotvopn. Hnífaburður og notkun ýmissa eggvopna hefur löngum þótt eðlileg í skátastarfi. Því var það að blaðamanni Skátaforingjans brá nokkuð í brún við þessar fréttir og sá fyrir sér hnífalausa skáta það sem eftir væri. Ekki svo að skilja að hnífaburðurinn sem slíkur væri eitthvað til þess að sakna heldur hitt að sú fræðsla um meðhöndlun og meðferð hnífsins og hið mikla notagildi hans sem verkfæris er fyrir mörgum stór þáttur í þeirri viðleitni að gera skátann sjálf- bjarga í náttúrunni. Við öflun upplýsinga um málið kom þó fljótt í ljós að ótti þessi væri ástæðulaus og skátar ekki settir á sama bás og Pétur eða Páll úti í bæ. Skyldi maður ætla að þeir í dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu hafi allir verið í skátunum um lengri eða skemmri tíma því að í bréfi til allra lögreglustjóra, sem ráðu- neytið sendi frá sér varðandi mál þetta, kemur m.a. eftirfarandi fram: „1. mgr.: Skv. greininni er hnífaburður á almannafæri einungis leyfilegur í ákveðnum viðurkenndum tilgangi. Þannig er hnífaburður bannaður ef það er einungis til skrauts, eða hann skal ekki notaður til neins sér- staks tilefnis. Einnig felst í þessu að hnífa- burður á almannafæri í þeim tilgangi að nota til sjálfsvarnar er óheimill. Skal hnífurinn hins vegar notast sem verkfæri í lög- legum tilgangi svo sem við vinnu, eða útilífstilfellum svo sem við veiðar eða aðra íþrótta- starfsemi er heimilt að bera hann á almannafæri og þá einnig á leið til og frá viðkomandi stað. Tilfellin í greininni þar sem slíkur hnífaburður er leyfður er ekki tæmandi talinn sbr. orða- lagið í greininni, „... eðaönnur slík tilvik þar sem hnífaburður telst eðlilegur og sjálfeagður við.” Hér undir gæti t.d. fallið hnífa- burður skáta svo og flutningur á hníf frá verslun þar sem hann hefur verið keyptur. Með hnífaburði er átt hvort heldur er að bera hnífinn á sér að bera hann í tösku eða öðru slíku. Bannið nær ekki til venjulegra vasahnífa sem eru með mest 7 NAFN: Guðjón Emil Sveinsson. cm löngu blaði enda er stór hópur manna sem notar slíka hnífa til daglegra og friðsam- legra verka.” (Úr bréfi frá dóms- og kirkju- málaráðuneytisins til allra lögreglustjóra). Þrátt fyrir þetta „græna Ijós” sem við skátar fáum þarna á notkun hnífsins frá yfirvöldum er að ýmsu að hyggja. Undirstaða þess að við getum notað hnífinn í skátastarfinu er að við berum virðingu fyrir honum og meðferð hans. Hnífurinn er fyrst og fremst verkfæri en hvorki vopn né leikfang. GuðmPáls SVEIT/FLOKKUR: Gúndar/Ernir. HVERNIG LÍKAR ÞÉR AÐ VERAí SKÁTUNUM? Bara vel. ER EITTHVAÐ SEM ÞÉR FINNST AÐ MÆTTI BREYTA í STARFINU? Nei. AF HVERJU BYRJAÐIR ÞÚ í SKÁTUNUM? Langaði að prófa þetta. EITTHVAÐ AÐ LOKUM? Eg skora á fleiri krakka að koma og prófa að vera í skátunum. Sveitaforingja- fundur

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.