Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 12

Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 12
12 SKÁTABLAÐIÐ FAXI Páll Georgsson skrifar: Gilwell Þátttakendur á námskeiðinu. Páll er annar frá hcegri í miðröd. ■ ■ m. L,' t "Þá er stóra stundin runnin upp” sagði ég við bílstjórann minn þegar við renndum í hlað hjá Gilwell skálanum. Langþráður draumur var að rælast hjá mér, ég var að byrja á Gilwell námskeiði. Fyrir framan skálann var santan komin stór hópur af skátunt sem voru eins og ég að fara á þetta námskeið. Aður en ég lagði af stað frá Eyjum hafði sú hugsun læðst að mér að kannski væri ég nú full gamall til að fara í þetta, en þegar ég virti fyrir mér hópinn sem þama var santan komin breytti ég um skoðun þvi aldursskiptinginn var mjög dreifð og ég var ekki sá elsti en það er nú annað mál. „Uglur, Gaukar, Dúfur, Hrafnar og Spætur“ Nú kom skólastjórinn Björgvin Úlfvaz Magnússon fram á pall og bað okkur um að fara í flokkaraðir. Bauð hann okkur velkomin, síðan sagði hann okkur hverjar væru um- gengnireglur þær sem giltu fyrir skálann og var síðan gengið í sal. Þegar í sal var komið lýsti hann yftr ánægju sinni með það hve hópurinn væri stór núna og sagói hann okkur frá því að þetta væri í fyrsta skipti síðan 1964 að það væru ftmm flokkar á námskeiðinu þ.e. Uglur, Gaukar, Dúfur, Hrafnar og Spætur. En þetta eru þau flokkanöfn sem notuð em af Gilwell skátum um allan heim og engin önnur nöfn eru notuð á flokkana. Nú var farið í að ath. dagskrána eins og hún yrði næstu viku. Benti Björgvin okkur á að nú væri í fyrsta skipti gert ráð fyrir tíma fyrir "smiðjuna" en í henni væri hægt að fá hugntyndir að ýmsunt föndurverkefnum. Einnig yrði sú breyting frá fyrri árum að nú væri sameiginlegur ntorgun- matur og kvöldmatur sveitarinnar. en við myndum sjálf sjá um hádegismat og kaffi- tíma. Þegar þessu var lokið vom skipaðir flokks- foringjar og kont þaó í hlut aldursforseta hvers flokks að taka við þessu starfi í fyrstu. Og fékk nú hver flokksforingi einkennismerki sín. I skólanum er það haft þannig að þú ert flokksforingi í einn dag í einu og aóstoðar- flokksforingi í einn dag. Síðan tekur sá næsti við, þannig að allir fá að axla ábyrgðina á starfi flokksins og að rifja upp hvemig það var héma áður þegar við vomnt flokksforingjar, (svo langt var um liðið hjá sumuni að þeir vom búnir að steingleyma hvemig þaó var). „Hvað, heldur hún eiginlega AÐ VIÐ SÉUM ÁTTA ÁRA“ Nú tók fyrsti leióbeinandi okkar við og var það hún ÍBÍ (Ingibjörg Eiríksdóttir). Hennar fag var súrringar og hnútar ásamt fmmbyggja- störfum. Fór hún fyrst í það með okkur að gera þáttahring og að músa fyrir enda. "Hvaó heldur hún eiginlega að við séum átta ára” hugsaði ég með mér, við lærðum þetta þegar við vomm Ijósálfar og yrðlingar, en viti menn ég varð að biðja hana um að sýna mér hvemig þetta væri gert því ég var búinn að gleyma því. Eftir að við höfðunt lokið þessum verk- efnunt fómm við út þar sent við áttum að vinna verkefni þ.e. byggja svokallaðan tíu- mínútna tum og tókst öllum flokkum að Ijúka þessu verkefni með ágætum. Þegar þessu verkefni var lokið fómm við í DSÚ skálann þar sem við ntundum gista til að ganga frá farangri okkar og gera annað það sent tilheyrði því að koma sér fyrir . Nú kom að því að við fengum tæki og tól sem við áttum að nota við tjaldbúðir þær sem við myndum reisa á meðan námskeiðið væri. Var síðan haldið sem leið lá þangað sem okkur hafði verið úthlutað tjaldstæói og hafist handa vió uppsetningu á tjaldbúðum okkar flokks. Þversláin að utan Fyrsla verk okkar var aó skoða blöð þau sem IBI hafði látið okkur hafa þar sem komu fram margar hugmyndir að tjaldbúðum og velja það sem við ætluðum að nota í okkar búðir. Þegar þessu var lokið var hafist handa við að reisa tjöldin og vomm við ekki alveg sammála hvemig hinir ýmsu hlutar þeirra skildu notaðir, því þessi tjöld vom af gamla skólanum þ.e. með lausum botni og þverslá. Reistum við nú tjöldin og höfðum við þver- slána að utan og átti þetta tiltæki okkar eftir að vekja ntikla athygli annarra þátttakenda auk leióbeinenda, en það er nú önnur saga. I flokknum sem ég var í þ.e. Gaukum vomm við fimm, þar af tvær stelpur. Nú þegar við vomm búin að reisa tjöldin var skipt upp í

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.