Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Side 17

Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Side 17
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 17 Kristín, Ósk og Katrín í Fingraforum. Kristín, Ósk og Katrín: Viljum endilega að fleiri byrji í skátunum Kristín, Ósk og Katrín eru allar í Fingraförum. Þeim finnst skemmtilegast í útilegum en leiðinlegast í göngum í vondu veðri. Þær hlakkaði til jólanna en ekki Kristínu. Ósk sagði að Stekkjastaur kæmi fyrst- ur jólasveina til byggða, þann 12 des. Þær sögðu þetta að lokum: Ósk: Við erum bestar. Krístín:Ég vil endilega að fleiri byrji í skátunum því það er svo gaman. Katrín: u-u-u bara gleðileg jól. SKÁTA- handbókin -jólabókin í ár Bandalag íslenskra skáta hefur ráðist í það stórvirki að þýða og staðfæra dönsku bókina Spejderlex sem kom út í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum síðan. Bókin er um 300 síður að lengd á A5 broti, geysilega skemmtilega myndskreytt með teikningum og Ijósmyndum og að langmestu í lit. Bókin verður með mjúkri plastlagðri kápu svo auðvelt verður að taka bókina með sér hver sem er. Ef einhver er í minnsta vafa hvað eigi að gefa skáta í jólagjöf í ár, þá er Skátahandbókin einfalt svar við þeim vangaveltum. Bókin verður seld hér í Eyjum hjá skátafélaginu Faxa, og er hægt að kaupa hana á opnunartíma jóla- kveðjanna. Einnig er txikin seld í skáta- búðinni í Reykjavík og í einhverjum bóka- búðum en einnig er hægt að fá hana í póstkröfu. Upplýsingar eru gefnar í skáta- heimilinu, ersíminnþar 12915. Hafiðþenaí huga þegar þið veljið jólagjöfina handa skát- anum. Gleðilegjól. Ursögu ÞEIRRA VÖLSUNGA Handrit þessarar frásagnar fannst í kjallara í gömlu húsi í vesturbænum. I þaó vantar á tveimur stöðum og er þar því eyða. Höfundur er enn ókunnugur og fræóimenn hafa enn ekki ákvaróaó aldur bók- fellsins. “Þat var í þann tíma er Ásgeir réð fyrir Is- landi, en Æsinhár fyrir Vínlandi vestra. Víkingar þeir, er hér frá greinir, eðr Völsungar, váru allir miklir hermenn ok ber- serkir. Þeir bjuggu vestr í bæ þeim er heitir í Reykjavík. Eitt sinn er tíu vikur váru af vetri grípur þá félaga útþrá svá mikil að þeir mega hvergi eira. Búa þeir því leiðangur mikinn og leggja upp sex saman. Einn var Páll, en hann getr hvártveggi rekið ættir sínar til danskra sem íslenzkra, en forfaðir hans mun Ketill flatnefur, Bjamar sonr bunu, Gríms sonr hersins ór Sogni. Annar Bent, Bjama sonr beykis. Þriði Bjöm ór Ardal. Hann hefir brækur stórar, er gæddar era jjeirri náttúra, að sé þeim í vatn bragóið varða þær ei votar að heldur. Fjórði Jóhann inn mikli. Hannhefir brækur stórar, er gæddar era þeirri náttútu, að sé þeim í vatn bragðið verða þær ei votar að heldur. Fjórði Jóhann inn mikli. Hann hefir reiðskjóta ágætan. Sá er fjórfættr ok á lit rauðr. Hann er þ<) kennjóttr á stundum en gengr þ<) jafnt fram sem aftr sé við hann höfð blíðmæli. Jóhann er hneigóur til kvenna. Fimmti er Brandr, sem kenndr er við Guðalmáttkann ok má af því marka hversu maðurinn er ágætr. Sétti er Ingólfr. Hann er þjóðverskr at hálfu. Hann klæóist skinnfeldi er engin vápn fá bitit. Hann var fyrirliðinu. Segir nú af ferðum þeira. Dag þenna var rauðr Jóhanns erfiðr viðreignar ok vildi ekki ganga. Þeir félagar föluðu því jó graskjóttan ok var sá svá mikill að þeir sátu hann allir. Er þeir kvámu at Lögbergi inu syðra slepptu þeir reið- skjótanum góóa, en griputil skíða sinna ok skriðu at bæ Guðmundar ins gamla. Þar dvöldust menn við leika um daginn en höfðu síðan náttverð ok hvíldust. Um morgninn var lagt upp að nýju. Var þat bratt að þeir handsiimuóu fararskjóta annan ok var sá enn ferlegri en inn fyrri. Hann bar þá alla ok þeirra herklæði. Hann hafði vígtönn eina ógurlega en raddi með henni braut fé- lögum sínum. At Jaðri áðu menn en bjuggu síðan bagga sína ok stigu á skíði. Var gengið þann dag allan meðan sól var á lofti. Var nú slegit tjaldbúðum í gili nökkru. Þá kvað Bjöm vísu þessa: “Skrióu langt á skíóum sex í úlpum síðum. Brekkurei buga náðu brattar né miskunnar báðu. Tjaldað vér búð várri höfum Völsungar komnir af jöfum. Látum oss matar til taka. Tregt er mér tungu at blaka.” Fyrir því var gcngit at helli þeim er Vala- ból nefnist. Tungl var á lofti ok stjömur allar. í hellinum höfðu menn matseld. Páll hafði egg af skepnu þeirri er hæna nefnist. Jóhann hafði ost ok svið. Átu þeir fylli sína, en snúa síðan til búóa sinna ok ganga til rekkna. Sofa þeir um nóttina. Um daginn eftir váru Jjeir félagar árrisulir enda kallt um nóttina. Er þeir vildu binda skóa sína vára freðnir sem gaddur ok illir viðureignar. Varð af mikill atgangr ok almennr. Þá kvaó Bent: “Vítt höfum um farit flest meiniöof borit. Héldu kuldi oss hamlar. Húkum sem kerlingargamlar. Skylt væri Surti at taka skyldulið Frosta ok maka, hlekkja við ankerishaka á heljar eilífðarklaka.” Um síðimáðu þó baggar at bindast ok gengu þeir þar til sól var í hádegisstað. Var þá komit til mannabyggða at bæ þeim er heitir at Vífilsstöðum. Þar var veittur beini svá góður at rómat var. Er heimamenn höfðu verið kvaddir var haldið heim á leið eftir fremdarför.” Nokkrar orðskýringar: II. vika vetrar = vikan milli jóla og nýárs reiðskjóti Jóhanns = R-4883 gráskjótlur jór = ákveðinn sendiferðabíU _ skríða á skiðum = j'ara á skíðum reiðskjóti með vígtunn ógurlega = snjóplógur jöfur = konungur

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.