Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.1993, Blaðsíða 5
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 5 Ferð YNGRISKÁTA UPP Á MEGINLANDIÐ. Misstu af Herjólfi Við mættum niður á bryggju um klukkan 15:00 á föstudeginum 12.júní 1993. Haldió var til Þorlákshafnar, Þar beið okkar rúta sem flutti okkur á Lækjarbotna. Þegar við komum þangað var skálinn læstur og þá þurftum við síma. Leitað var hjálpar í sumarbústöðum í kring og eftir nokkra stund fannst sími og við fengum lykil eftir mikla leit. En okkur blöskraði þegar við komum inn því skálinn var mjög illa farinn, t.d.vantaði klósett. Við byrjuðum á því að koma okkur fyrir og fá okkur í svanginn. Síóan var litió á svæðió í kring, þar á eftir var haldin kvöldvaka, Val- geróur og Bergey sungu krakkana í svefn meó hjálp eins fararstjórans og gekk það mjög erfiðlega. Krakkamir vöknuðu snemma daginn eftir. Þennan dag var byrjað á morgunmat sem gekk alveg ágætlega. Seinna var farið aó skoöa lækinn og endaði það með vatnsstríði. Akváðum við þennan dag aó fara til Hvera- gerðis að skoða tívolíió. Allir skemmtu sér þar mjög vel. Eftir tívolíferðina var keyrt uppeftir. Þar var byrjað á því að kveikja í kol- unum. Meðan kolin voru að hitna varð smá rifrildi milli flokksforingjanna, en það redd- aðist. Eftir að foringjamir vom orðnir sáttir var öllum gefið að borða. Þegar allir vom búnir að fá fylli sína fóm skátamir í leiki. Að leikjunum loknum var haldinn smá varðeldur og var mikið sungið. Fólkið í sumarbús- tiiðunum í kring kom forvitió að athuga hvaó væri eiginlega að gerast. Síðan skriðu skát- amir í svefnpokana sína, sumir þreyttir en aðrir vom ekki til á að fara að sofa. Allt í einu rann svo bíll í hlaðió og Gunna Eyjólfs- son steig út úr bílnum. Leit hann inn til okkar, en hann hafði frétt hvað við vomm óánægð með skálann. A sunnudeginum vöknuðum við snemma til aó taka til, en gekk það hálfbrösulega. Það lagaðist þó þegar Kjartan og Jóhann fóm út með feróaklósettið og hreinsuóu það mjög vel. Eftir allan þrifnaðinn var beóió eftir rútunni en hún kom bara ekki, þannig að við misstum af Herjólfi. Eftir langa bið hringdum við í rútukallinn. Hafði hann gleymt okkur, en sagðist hann ætla að koma um leið og hann gæti. Urðum við þá að taka seinni ferð Herjólfs. Fómm vió á Sprengisand og fengum okkur í svanginn áður en haldið var heim á leið. Vom allir ánægóir aó koma heim á endanum og vom allir með bros á vör. Vió vonumst til að sjá sem flesta í næstu ferð. Gleðileg jól. Bergey Edda og Valgerður. Erna gjaldkeri við störf Hún er áhyggjufull á svip - en vonandi skilar jólapósturinn vinsœli smá aur í kassann. Oskum Vestmannaeyingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Snyrtistofa Agústu Guðnadóttur

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.