Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Blaðsíða 2

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Blaðsíða 2
SKATABLAÐIÐ FAXI 2 Séra Jóna Hrönn Bolladóttir: “Ávallt viðbúin” Það má segja að upphafsorð þessarar hugleiðingar séu einkunnarorð aðventunnar. Aðventan þýðir “koma” og við erum að búa okkur undir komu frelsarans á jólum og þá þurfum við að vera ávallt viðbúin. í ritningunni erum við líka margsinnis minnt á það að Drottinn muni koma aftur í mætti og mikilli dýrð, og því megum við aldrei sofna á verðinum. Öll viljum við vera reiðubúin að mæta Jesú, honum sem við vorum helguð í heilagri skírn. í Biblíunni stendur þessi dæmisaga “Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar, sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar, en fimm hyggnar Þær fávísu tóku lampa sína en höfðu ekki olíu með sér, en hinar hyggnu tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum. Nú dvaldist brúðgumanum, og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu. Um miðnætti kvað við hróp: “Sjá brúðguminn kemur, farið til móts við hann.” Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku lampa sína. En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: “Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum.” Þær hyggnu svöruðu “Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður.” Meðan þær voru að kaupa, kom brúðguminn, og þær sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til brúðkaupsins, og dyrum var lokað. Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: “Herra, herra, ljúk upp fyrir oss.” Jóna Hrönn Bolladóttir. En hann svaraði: “Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.” Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.” Skátar eiga sér einkunnarorðin “skáti er ávallt viðbúinn”. Við vitum öll að skátar eru burðarásinn í einhverju mikilvægasta félagsstarfi landsins, sem eru björgunarsveitimar. Þar er fólk sem eignast hefur hugsjón sína í skátahreyfingunni og býður sig fram til að vera ávallt viðbúið að mæta neyð náungans. Þannig er það einmitt sem Guð vill að við séum, ávallt viðbúin að mæta fólki í kærleika og Guði í trú. Megi skátastarfið eflast á öllum stigum fólki til blessunar og Guði til dýrðar. Guð gefi okkur öllum gleðileg jól. Jóna Hrönn Bolladóttir, safnaðarprestur. Leiðari: Jólakveðjur Ágæti lesandi, jólin nálgast nú sem óð fluga, með tilheyrandi stressi, hreingerningum og bakstri. Einn órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningnum er að skrifa á jólakortin. Hver kannast ekki við það að búa til lista yfir alla sem sendu kort í fyrra og sinaskeiðabólguna sem fylgir því að senda þeim öllum kort í ár. Síðastliðin ár þá hefur skátafélagið Faxi haft það meðal annarra fjáraflana að bera út jólakort fyrir bæjarbúa gegn vægu gjaldi. Og þannig verður það einnig í ár. I kringum þessa vinnu hefur ætíð skapast mikil stemning innan skátanna og margir sem segja að það séu ekki jól nema að vinna í jólakveðjunum. Á Þorláksmessu er síðasti afgreiðsludagur jólakveðjanna og hefur þá yfirleitt verið lokað um kl. 22.00. Þá eru krakkar úr Faxa búnir að vera að vinna allt kvöldið við að flokka kveðjurnar eftir götum og götur eftir húsnúmerum. Stundum verða þó slys og berast kveðjurnar í vitlaust hús. Ef svo verður þetta árið biðjumst við velvirðingar á því. Kveðjurnar eru svo bornar út á aðfangadagsmorgun. Hérna á síðunni á móti gefur að líta móttökutíma á jólakveðjanna. Móttaka á kveðjum verður í Skátaheimilinu. Viljum við minna ykkur á að skrifa rétt nöfn og heimilsföng svo auðveldara reynist að flokka kveðjurnar. Gleðileg jól Skátafélagið Faxi 369.405 Ská 1995 13(2) Átthagi Skátablaðið Faxl. Átthagadeild 14205122 Bókasafn Vestmannaeyja Útgefið í desember 1995. Utgefendur: Skátafélagið Faxi. Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson. Ritstjóri: Einar Örn Amarsson. Auglýsingar: Einar Örn Amarsson. Prófarkarlestur: Halla Júlía Andersen. Ritnefnd: Ármann Höskuldsson, formaður, Einar Öm Amarsson, Freydís Vigfúsdóttir, Heiðrún Björk Sigmarsdóttir, Páll Zophóníasson og Rósa Guðmundsdóttir (Rósa mamma). Setning og umbrot: Skátafélagið Faxi Prentun: Eyjaprent/Fréttir hf.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.