Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Blaðsíða 10

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Blaðsíða 10
SKATABLAÐIÐ FAXI 10 Náttúru og útilífsmiðstöð skáta í Skátastykkinu! Herra byggingarstjóri Marínó Sigursteinsson bragðar á steypunni hans Atla. kiðstöddum fjölmörgum sk- átum og velunnurum. Hátt á þriðja hundrað manns mættu á svæðið þrátt fyrir kalsaveður. Aðdragandi þessa var, að fyrir rúmu ári síðan samþykkti Bæjarstjórn Vestmannaeyja að Skátafélagið Faxi fengi sitt eigið “Skátastykki”, sem er u.þ.b. 4 ha land suður á eyju, til útivistar. Þar mun sumar- og útivistarstarf félagsins fara fram á næstu árum. Svæði þetta er staðsett í landi Ofanleitis, austur af Eystra- Þorlaugargerði, í krikanum suðvestur af krossi flugvallarins. Svæðið er ákjósanlegt fyrir alla útilífsstarfsemi og binda skátar í Vestmannaeyjum miklar vonir við það. Framkvæmdir hófust í vor. Jarðvegi var ýtt til og svæðið jafnað, sáð í flagið og nýr vegur lagður um svæðið austanvert. Nú er svæðið vel gróið og ætti að verða nothæft næsta vor. Samkvæmt félagsins og þar verður hægt að halda meðalstór skátamót allt að 300 manns, þar sem skátar ofan af landi og erlendis frá geta heimsótt bygginguna hafa gengið mjög vel og skálinn er komin undir “græna torfu og fokheldur, eins og stefnt var að á framangreindum fundi. Þá eru frárennslislagnir lagðar og rotþró komin á sinn stað. Rafmagns- og vatnsheimtaugar eru komnar inn í vinnuskúr á svæðinu en eftir að tengja inn í skálann. Skálinn, sem er um 95 ferm. að stærð og byggður í stíl við gamla íslenska sveitabæi, með þremur burstum sem snúa í suður, verður með torfþaki. Þar verður salernisaðstaða fyrir útisvæðið jafnt sem skálagesti, um 50 ferm. Fjölnotasalur verður í húsinu tengdur eldhúsi, svefnloftum og geymsla. Byggingarstjóri hefur frá upphafi verið Marinó Sigursteinsson aðstoðarfélagsforingi Faxa, en yfirsmiður Borgþór Yngvason húsasmíðameistari. Þeim til aðstoðar hefur verið tjöldinn allur af skátum og foreldrum, sem unnið Sökkullinn steyptur upp undir stjórn yfirsmiðsins Bogga kúlusmiðs. Sá langþráði draumur skáta í Eyjum að eignast aftur útileguskála, í eigin landi er nú að rætast. Reisugildi var haldið þann 24. september 1995 og hófst kl. 15.00 með því að vígð var ný flaggstöng á svæðinu, að skipulagi svæðisins er áformað að þar verði tjaldsvæði, æfingasvæði, leiksvæði, gróðursetningasvæði, varðeldalautir og svæði fyrir skálabyggingar. A svæðinu verður hægt að hafa allt útivistarstarf okkur. Þann 15. júní s.l. boðaði stjórn skátafélagsins alla meðlimi sína, foreldra og aðra velunnara félagsins til kynningar á Skátastykkinu. Þar voru sýndar tvær tillögur að skálabyggingu og var önnur tillagan fyrir valinu. Framkvæmdir við skála-

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.