Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Page 11

Skátablaðið Faxi - 01.12.1995, Page 11
SKÁTABLAÐIÐ FAXI 11 hafa í sjálfboðavinnu. Stjórn félagsins vill þakka öllum sem lagt hafa okkur lið, því án þerra hefðum við aldrei náð þessum áfanga. Þá vill hún færa bæjaryfirvöldum og starfsmönnum Ahaldahússins þakkir fyrir drjúga aðstoð við alla Reisugildi haldið 24. septemher. jarðvinnuna og alla ræk- tun. Þeim Einari og Guðjóni, sem tóku þátt í efnisflutningum í veg og bílastæði ásamt Þórði á Skansinum eru færðar þakkir. Allt efni í húsið var boðið út og hagstæðasta tilboðið var frá Húsey h/f, sem hefur þjónað okkur vel. Steypustöðin hefur séð okkur fyrir steypu og tengjum. Veiturnar hafa lagt okkur lið með efni, en við höfum sjálf séð um að grafa skurði með aðstoð Áhaldahússins. Reynt hefur verið að skrá alla vinnudaga inn í dagbók, gera grein fyrir viðfangsefnum og þar eru nöfn flestra sem unnið hafa við framkvæmdirnar. I hana hafa 70 einstaklingar ritað nöfn sín og margir þeirra mörgum sinnum. Félagið vill þakka öllum fyrir veitta aðstoð og vonast til að áframhald verði á. Haldið verður áfram, húsið klætt og gluggar glerjaðir. Til þess þurfum við áfram að leita á náðir félaga, foreldra og annarra velunnara. Menn mæta bara til vinnu eftir aðstæðum og Marinó sér um að ekki skorti verkefni. Allir eru velkomnir til starfa. I vinnuskúrnum á svæðinu er ágætis aðstaða og heitt skátakakó. Eins og áður hefur komið fram er það markmið skátahreyfingarinnar að þroska böm og ungt fólk til að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þessum markmiðum hyggst hún m.a. ná með: •Útilífi til að efla líkamsþrek og vekja áhuga á náttúrunni og löngun til að vemda hana •Viðfangsefni af ýmsu tagi til að kenna skátunum ýmis nytsöm störf, sjálfum þeim og öðrum til heilla Til þess að geta haldið úti öflugu útivistar- og þjálfunarstarfi þurfa skátar að hafa aðgang að landi og skálum, þar sem þeir geta dvalið óáreittir við störf sín. Flest öll skátafélög landsins eiga slíka aðstöðu og sum þeirra mjög Yfirsmiðurinn og hans kátu sveinar. myndarlega aðstöðu. Með auknum áhuga almennings á útilífi og náttúruskoðun hefur þörf fyrir skipulagða fræðslu og tómstundaiðkun á þessu sviði aukist. Aðstaðan í skátastykkinu verður kjörin til þess að mæta þessum þörfum. helstu markmið með náttúru- og útilífsmiðstöð í Skátastykkinu em: •Að fræða skáta, skólanema og almenning um náttúrufar og útilíf. •Að kynna útilíf og skátastarf fyrir almenningi. •Að efla skógrækt og aðra ræktun í Vestmannaeyjum. •Að auka útivistarsvæði fyrir fjölskyldur. Fyrir gos hafði Skátafélagið eigið svæði vestur í hrauni þar sem útivistarstarf félagsins fór fram. Svæði þetta var fyrst kaffært í vikri og síðar voru byggð hús á svæðinu. Tekist hefur að framkvæma það sem til stóð á þessu ári, áætlunin hefur staðist. I vor verður jarðvegur undirbúinn fyrir plöntur, aðallega þar sem skjólbelti verða ræktuð og haldið áfram að snyrta svæðið. Sáð verður í vegkanta og nokkur minni moldarflög. Plantað verður nokkuð mörgum mismunandi trjátegundum sem talið er að geti þrifist í Eyjum. Gert er ráð fyrir að planta um 2.000 plöntum árlega næst 5 árin í samráði við sérfræðinga á sviði trjáræktar. Jafnóðum og gróðursetning fer fram verða plönturnar merktar, til hægðarauka í framtíðinni. I haust var húsið gert fokhelt og því komið undir “græna torfu”, búið að tyrfa þakið. Næstu skrefin eru að klæða það að utan og hlaða upp að því og einangra það að innan og klæða, koma fyrir vatns og hitalögnum, raflögnum og innréttingum, þannig að það verði fullbúið til notkunnar næsta sumar eða næsta haust. Páll Zophóníasson, félagsforingi.

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.