Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Qupperneq 7
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
7
Á degi hverjum verða ýmsir
spennandi dagskrárliðir í boði og velja
skátarnir sér hvaða liði þeir kjósa að taka
þátt í daginn eftir meðan pláss er. Flestir
dagskrárliðirnir verða í boði alla daga
nema þriðjudag og miðvikudag, en á
þriðjudag fer fram undirbúningur fyrir
sérstakan alþjóðadag sem verðu á
miðvikudeginum.
Undirbúningur og framkvæmdin
er í höndum eldri skáta eftir
leiðbeiningum frá dagskrárstjórn, en
þátttakendur í alþjóðadeginum verða
yngri skátarnir og fjölskyldurnar. Erlendu
skátarnir munu ekki kynna sitt heimaland
sérstaklega, heldur fá allir eldri skátarnir í
Útgarði (búðir eldri skáta) ákveðið land
sem þeir eiga að kynna og verður
blandaður hópur um hverja kynningu.
Hver dagskrárkafli tekur að jafnaði um
tvær og hálfa klukkustund, þ.e. einn
kaflinn verður fyrir hádegi og annar eftir
hádegi. Þó eru nokkrir liðir sem taka
lengri tíma og má þar nefna
víkingaleiðangrana. Þessir leiðangrar
verða með ýmsu formi. Mismunandi
langar hækferðir með verkefnum,
dagskrárferðir í næstu bæjarfélög þar sem
tekin verða fyrir ákveðin ögrandi
verkefni, sjóferðir og hestaferðir.
verður skipt niður í smærri svæði sem
nefnast lönd og mun hvert svæði bera
nafn úr sögu goðanna og mun jafnframt
æðsti maður á hverju svæði fyrir sig vera
kallaður Landsstjóri. Til dæmis má nefna
að aðal skátabúðirnar verða kallaðar
“Þrymheimar” en Mótstjórnarbúðirnar
verða að sjálfsögðu kallaðar “Ásgarður”.
Á landsmótinu verður margt um manninn
og má nefna að skátar koma alla leið frá
Ástralíu til þess að vera viðstaddir þetta
stórmerkilega mót.
Eins og kemur fram hér að framan munu
skátarnir þurfa að kljást við krefjandi og
þroskandi verkefni sem að fylgir því að
vera í tjaldi í heila viku og búa þeir við
þá lífsreynslu alla sína ævi.
Landsmót er sannkallaður toppur
skátastarfsins og vil ég hvetja alla skáta
og foreldra þeirra að bretta upp ermar og
drífa sig. Landsmót eru ekki á hverju ári.
Fararstjórar.
Svæðinu sem skátarnir verða á
Bæjarveitur
Vestmannaeyja
óska skátum
og bæjarbúum
öllum
gleðilegs
sumars
y
BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA
EaMaEMB^iiiiBMaBsnMa
A sumardaginn 1. verður skemmtun í
íþróttamiðstöðinni fyrir börn og
fullorðna í boði Þroskahjálpar.
Samkvæmt hefð verður skrúðganga
frá Stakkagerðistúni