Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Blaðsíða 12

Skátablaðið Faxi - 01.04.1996, Blaðsíða 12
12 SKÁTABLAÐIÐ FAXI Brot úr hugmyndum Baden-Powells Skátalögin eru markmið sem skátar setja sér. Þar eru engar greinar sem tilgreina boð eða bönn. Þar segir einvörðungu, skáti er... Baden-Powell lagði einmitt mesta áherslu á að skátaforingjar leiðbeindu og gœfu góð ráð, og hvettu skátana til dáða. Skátaforingi stjórnar ekki með tilskipunum og þvingunum Meginmarkmið flokkakerfisins sem er grundvöllur skátahreyfingarinnae er er tvíþætt. Þjálfa skátana í samábyrgð og fá hverjum og einum flokksmanni ábyrgðarstarf. I skátaflokki eru skátar- nir á mismunandi aldri, þeir yngri læra af hinum eldri og leysa þá seinna af hólmi. Þeir læra að taka tillit til félaga sinna og átta sig á því hvernig þeir geta haft áhrif á ákvarð-anir hópsins. Skátahreyfingin ber í nafni sínu vissu þess að við eigum ekki að fást við það sem “ við höfum alltaf gert heldur þurfum við jafnan að laga viðfangs-efnin í skátastarfinu að skátunum og samfélaginu sem við búum í. Þannig eru nokkur grundvallaratriði í skátastarfi óbreytt eins og flokkakerfið, en önnur eru sífellt sköpunarverk áhugasamra skáta. Vertu virkur, sinntu áhugamálum þínum, fáðu þeim tómstundargaman sagði Baden-Powell. Sjálfur teiknaði hann, málaði, ritaði bækur, orti kvæði, sðilaði á píanó,stundaði veiðar,safnaði fiðrildum, og lék í leikritum. Skáti er ráðagóður, hann finnur lausnir á sérhverjum vanda og erfiðleikum. Gakktu mót viðfangsefnunum með bros á vör, var heilræði Baden-Powells. Eitt einkenni skáta er skátabúningur-inn. Hann hefur sama gildi og búningur íþróttamanna, en þó eilítið meira. Skátabúningurinn er ætlaður til nota á fundum og samkomum skáta og í útilegum. Skátabúningurinn er sömuleiðis tákn fyrir einingu samtakanna og jafnrétti skáta. Skátabúninginn má því kalla vinnuföt skátans sem lærir um leið að fara vel með föt og halda þeim hreinum. Allir skátar í BÍS bera ljósbláa skyrtu eða dökkbláa peysu ásamt skátaklút á fundum og ferðum. Gildir sérstök reglugerð gefin út af stjórn Bandalags íslenskra skáta um gerð hans og merki sem eru borin á honum. Tekið úr skátahandbókinni. Skátafélagið FAXI verður með kaffisölu í skátaheimilinu við Faxastíg

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.