Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 12
Skátalíf er útilíf Útivist Útivist er einn mikilvægasti þáttur skátastarfsins, svo það er um að gera að ferðast sem oftast. Utan dyra finna menn til sólar og hita, regns og kulda og hvemig vindurinn tekur í hárið. Maðurinn er hluti af náttúrunni. I útivist nota menn allan líkamann, reyna sig til hins ýtrasta og lenda í ævintýrum. Að ferðast þýðir að heimilið er sett á bakið, hver og einn hreyfir sig frjálst, fer þangað sem hann langar til og er óháður stund og stað. Menn sjá sér sjálfir fyrir nesti og ráða sjálfir hraðanum. Það er ekki aðalatriðið að fara sem lengst á sem stystum tíma. Til eru margir aðrir kostir: í næsta nágrenni flestra þéttbýlisstaða leynast víða fáförulir staðir, dalir, fell nes og heiðar, sem fáir hafa ferðast um. Leiðin getur legið með víkum og vogum í aftureldingu þegar fuglar eru að vakna af nætursvefni, eða yfir hjarn á tunglskinskveldi. Nú fást orðið reiðhjól sem hægt er að hjóla á um slóða og troðninga á heiðum uppi eða fram um dali. Hægt er að skipuleggja torfærukeppni á hjólum um fáfarnar slóðir, sé þess aðeins gætt að skemma ekki landið. Möguleikarnir eru fjölmargir. Mikil- vægt er að skipuleggja ferð þannig að allir þátttakendur geti haft gaman af. Góð ferð gerir kröfur um skipu- lagningu, góðan útbúnað og löngun til að skynja náttúruna. Menn geta ferðast einir síns liðs, tveir saman eða fleiri. Ferðin verður oft viðburðaríkari ef fáir eru saman, en hins vegar eru fleiri möguleikar á spennandi viðfangefnum ef til dæmis heil sveit fer saman í ferðalag. í sátt við náttúruna. Ferðahættir skáta verða að vera í sátt við náttúruna. Náttúran á sinn þátt í að uppfylla ævintýraþrá skátans og því er nikilvægt að muna að náttúran er viðkvæm. Aldrei má fara yfir ræktað land án leyfis. Áður en bál er kveikt verður að fá leyfi landeiganda, og það verður að fara eins lítið fyrir bálinu og hægt er. Uppgrafið torf skal setja á sama stað og SKÁTABLAÐIÐ FAXI allt rusl fjarlægt. í bátsferðum ( og gönguferðum ) skal gæta þess að halda sig frá sefi þar sem endur og aðrir fuglar eiga sér hreiður, og einnig skal forðast að róa inn í hylji þar sem fiskur hrygnir. Forðist að menga umhverfið með því að dreifa rusli, með óþarfa hávaða eða með því að traðka á viðkvæmum gróðri. í útilegum getur verið gaman að setja upp stórar trönubyggingar, útbúa mynd- arlegt tjaldsvæði og tendra stóran varðeld. En hafa verðu í huga, að þá er verið að sóa gögnum og gæðum nátt- úrunnar. Á ferðalagi á fyrst og fremst að lifa í og með náttúrunni þannig að engin ummerki sjáist eftir. Þannig veitir ferðin mesta ánægju. Tekið úr skátahandbókinni. ISLANDSFLUG f Daglega flogið frá Eyjum kl. 12.45 Sunnudaga kl. 18.45 OsAu/n ÍSLANDSFLUG (hs Aar rS'Aafu/a ocj ^l/estmann aeiji/uju/it ö/liun □PÍSFÉLAG stofnau HH,, \ VESTMANNAEYJA HF.

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.