Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Qupperneq 14
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
Kimsleikir
Rudyard Kipling segir í bók sinni frá
Kim, eða Kimball O'Hara, eins og hann
hét fullu nafni, dreng er bjó á Indlandi.
Hann var sonur írsks liðsforingja, en
foreldrar hans voru látnir og móðursyst-
ur drengsins var falin umsjá hans.
Leiksystkini Kims voru böm þarlendra
manna og því lærði hann að tala má
þeirra og kynntist venjum þeirra.
Kim var duglegur strákur og dag einn
komst hann í kynni við mann einn, er
Lurgan hét, er verslaði með gamla skart-
gripi og aðra sjaldséða muni. Lurgan
þessi, sem var þaulkunnugur þarlendum
mönnum, var líka í njósnadeild stjórnar-
innar. Þegar hann komst að raun um að -
Kim var gagnkunnur venjum og háttum
Indverja, sá hann að hann gat orðið
leyniþjónustunni til mikils gagns. Því
fór hann að þjálfa athyglis- og minnis-
gáfu piltsins, sem var fljótur að læra og
notaði augun vel. Aðferðin var leikur sá,
sem við í dag nefnum „Kimsleik”.
Lurgan hafði indverskan þjón, er Ali
hét. Lurgan lét Ali keppa við Kim. Hann
sýndi þeim fullt trog af dýrmætum
steinum ýmissa tegunda; leyfði þeim að
Gamli góði
Kimsleikurinn
Flokksleikur, inni.
Efni/áhöld: Nokkrir ólíkir hlutir, dúkur,
blað og skriffæri.
Nokkrir hlutir eru settir á borð og dúkur
breiddur yfir. Skátamir fá síðan að
skoða hlutina í 30 sekúndur. Síðan er
breitt yfir hlutina á ný. Skátarnir fá nú 3-
5 mínútur til þess að skrifa niður hvaða
hluti þeir sáu. Leikinn má einnig setja
upp sem keppni milli flokka.
horfa á þá og handleika í eina mínútu,
breiddi svo dúk yfir og lét drengina
segja frá þeim. I fyrstu gat Kim aðeins
munað fáar tegundir og gat hann ekki
lýst þeim vel, en þegar hann heyrði Ali
segja frá varð hann steinhissa. Ali lýsti
steinunum nákvæmlega og gat meira að
segja sagt til um þyngd þeirra og hvort
þeir væru rispaðir. Kim sagði að Ali
hefði lært þetta fyrirfram, en þegar þeir
Hvern
Sveitarleikur, inni.
Efni/áhöld: Teppi eða lak(þó ekki
nauðsynlegt) og klútar fyrir augun.
Skátarnir standa í hring með bundið
fyrir augun. Foringinn tekur einn skát-
anna úr hópnum og setur hann inn í
miðjan hringinn og hylur hann með
teppi eða fer með hann út úr herberginu.
Að svo búnu færir foringinn skátana í
hringnum til að rugla þá í ríminu og
gefur svo hinum merki um að þeir megi
taka klútana frá augunum. Hver sá sem
verður fyrstur til að uppgötva hvern
reyndu aftur, þá með aðra hluti,
endurtók sagan sig. Ali gat meira að
segja unnið Kim með bundið fyrir
augun, einungis með því að þreifa á hlu-
tunum. “Hvemig er þetta hægt?” spurði
Kim. “ Með því að æfa sig aftur og
aftur”, svaraði Lurgan.
Eftir aðeins hálfs mánaðar æfingu
hafði Kim komist fram úr Ali. Seinna
varð hann mikill afreksmaður innan
leyniþjónustunnar.
Eitt sinn sagði Baden Powell eitthvað
á þá leið að skáti teldi sér það jafnan
mikla smán ef viðkomandi maður væri á
undan honum að taka eftir einhverju.
Þessi orð skulum við hafa í huga þegar
við þjálfum okkur í Kimsleikjum.
vantar?
vantar verður að láta það vera að hrópa;
allir verða að fá tækifæri til að finna út
úr þessu. Hins vegar eiga þeir sem sjá
hvern vantar að rétta upp hönd. Þegar
leikurinn hefur verið leikinn oft getur
verið skemmtilegt að rabba saman um
það hvernig skátarnir fundu út hvern
vantaði, því útkomumar geta verið
ákaflega mismunandi og skemmtilegar.
Einnig getur foringinn sett einn undir
teppið og annan fram á gang- eða tvo
fram á gang- og athugað hvort tekið
verði eftir því.
Úr bókinni
ÍBÍ & KIM