Skátablaðið Faxi - 01.12.1996, Blaðsíða 6
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
6
Vestmenn á Landsmóti ‘96
Mótseinkenninu velt fyrir sér
Strax og komnar voru fyrstu upplýs-
ingar um væntanlegt landsmót komu
sveitaforingjar í Faxa ásamt félags-
foringja saman til að ræða um mótið.
Fljótlega byrjuðu síðan sveitaforingjar
ásamt flokksforingjum að kynna vænt-
anlegt mót. Kom strax fram mikill áhugi
hjá skátum að fara. Guðfinnur Pálsson
og Guðmundur Pálsson komu í heim-
sókn til okkar og voru með fund þar sem
þeir kynntu mótið fyrir skátum í Faxa.
Verkefni fyrir landsmótið bárust
stöðugt til okkar og voru þau hin
skemmtilegustu til úrlausnar. Var þema
landsmótsins tengt víkingum og til að
leysa verkefni þurfti að lesa sig til um
þetta tímabil ásamt því að kynna sér
goðafræði.
Á fundum í Faxa hafði komið fram
hugmynd frá Rósu Sigurjónsdóttur að
landsmótsfarar fengju sér varðelda-
skikkjur fyrir ferðina.
Flutningaþjónusta Magnúsar sýndi
mikinn rausnarskap því hún bauð okkur
að flytja endurgjaldslaust allan útbúnað
á mótsstað og lét okkur hafa til þess
fjörutíu feta gám. Herjólfur h/f sá um að
koma skátum til og frá Þorlákshöfn
ásamt því að skátar fengu hressingu í
heimferðinni á góðum kjörum.
Sérleyfisbílar Selfoss sáu um að keyra
hópinn til og frá Þorlákshöfn. Á síðustu
stundu kom frá mótsstjórn nýtt verkefni.
Okkur var falið að kynna heimabyggð
okkar á mótinu. Var nú farið í að afla
gagna til að kynna Eyjarnar og voru allir
boðnir og búnir til að lána okkur allt
sem varðaði þetta mál. Þeir sem komu
að málinu voru: Herjólfur h/f, Ferða-
þjónusta Páls Helgasonar, Kerta-
verksmiðjan Heimaey og Upplýsinga-
miðstöðin.
Laugardagsmorguninn 20. júlí var
loksins runnin upp hin stóra stund.
Hópurinn safnaðist saman við af-
greiðslu Herjólfs og ferðin hefst. Á
meðan á sjóferðinni stóð yfir voru skát-
arnir til fyrirmyndar hvað varðaði alla
umgengni og það sama má segja um
rútuferðina á mótsstað. Á mótsstað tóku
á móti okkur skátarnir úr Fálkum, en
þeir höfðu farið frá Eyjum degi á undan
aðalhópnum þar sem þeir ætluðu að
hjóla á mótsstað, og voru þeir búnir að
afferma gáminn á staðnum ásamt
fararstjóra og félagsforingja. Nú þurfti
því að bera allan okkar búnað strax á
þann stað sem tjaldbúð okkar skyldi
standa. Gekk þetta allt mjög fljótt fyrir
sig því hópurinn var stór og allir tilbúnir
að leggja sitt að mörkum.
Var nú hafist handa við að reisa tjald-
búðirnar og gekk það nokkuð fljótt fyrir
sig. Að kvöldi þessa dags voru búðir
okkar að mestu tilbúnar.
Sunnudagurinn 21. júlí fór allur í að
fínpússa uppsetningu tjaldbúðanna og
þurfti að færa til nokkur tjöld svo að
svæðið nýttist sem best. Lokið var við
að koma upp hliði og hin þekkta flagg-
stöng var komin á sinn stað. Eldhústjald
var einnig komið í fullan gang undir
stjórn Mömmu Rósu þar sem hún var
búin að skipta eldhúsverkum niður á
flokkana. Einnig var aðstoðað við að
setja upp það sem átti að vera á torgi
svæðisins ásamt því að setja upp fána-
stengur við inngang að svæðinu. Þá um
kvöldið var farið fylktu lið á mótssetn-
inguna og fór allt torgið saman í
skrúðgöngu þar sem hver sveit fór fyrir
sínum félagsfána. Kom vel í ljós þar
hvað hugmynd Mömmu Rósu varðandi
varðeldaskikkjur var frábær.
Rann nú upp mánudagurinn 22. júlí
með hefðbundnu sniði skáta, ræs, tiltekt,
morgunmatur, tjaldbúðaskoðun og
fánaathöfn. Að þessu loknu fóru
flokkarnir af stað í verkefni þau sem
þeir höfðu valið sér.
Nú var komin þriðjudagur og hófst
hann með hefðbundnum störfum. Að
lokinni fánaathöfn var viðurkenning
veitt fyrir tjaldbúðaskoðun. Um kvöldið
héldu Vestmenn og Fossbúar saman
kvöldvöku niður við vatn og tókst hún
þokkalega.
Um kvöldið byrjaði að rigna og bætti
stöðugt í. Upp úr miðnætti fór að hvessa
og var komið slagveður um eitt leytið.
Var gengið í það af mönnum okkar að
tryggja allt sem þurfti á svæðinu okkar
og í nágrenninu, þurfti að fella bygg-
ingu hjá einni sveit. Ekki fór mikið fyrir
skipulagðri dagskrá vegna veðurs og var
því gripið til votviðrardagskrár sem
hafði verið undirbúin heima. Hélst
rigningin allan daginn en vind hafði
lægt um morguninn.
Það þurfti að bjarga því sem bjargað
varð við eldhústjaldið; þar fór allt í
svað. Brugðum við á það ráð að grafa
frárennslisskurði inni í tjaldinu og
umhverfis það og önnur eldhústjöld til
að veita vatninu í burt ásamt því að bera
kurl í svaðið. Vegna hinnar miklu
rigningar og þeirrar vosbúðar sem henni
fylgdi var tekin sú ákvörðun að fjárfesta
í öðrum gashitara til að kynda upp í eld-
hústjaldinu. Um eftirmiðdaginn kom
Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti í
heimsókn á mótssvæðið og skoðaði
allar tjaldbúðir á svæðinu. Voru nokkrir
af þingmönnum kjördæmisins í fylgdar-
liði hennar ásamt nokkrum framámönn-
um úr Reykjavík.