Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Blaðsíða 3

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Blaðsíða 3
Við foringjaíTflin í skátasveitinni Fífli fórum í útilegu okkur til skemmtunar helgina 5.-7. febrúar úti í skátastykki. Nokkrir duglegir skátar mættu kl.17 til að taka til í skálanum svo að allt væri hreint og fínt þegar hinir kæmu. Komu hin eitthvað seinna. Við pöntuðum okkur pizzur í kvöldmat. Rétt áður en pizzan kom klæddi Palli eldri sig í buxur úr álpappír og notaði ónýta einan- grunardýnu fyrir peysu. Svo hengdum við á hann jólaseríu og settum sjálflýsandi hjálm fyrir andlitið á honum. Svo settist hann á stól fyrir frainan dyrnar og þegar pizzusendillinn kom sagði Elva Dögg við hann að strákurinn á stólnum væri þroskaheftur bróðir hennar. Pizzusendillinn varð svo hissa í framan að við máttum til með að taka myndir af honum. Seinna um kvöldið komu svo Freydís og þrír Selfyssingar í heimsókn. Þau mönuðu nokkur okkar til að fara upp á Eldfell og setja niður rúgbrauðsdeig kl. 02:30. Við létum til leiðast með því skylirði að Freydís myndi hitta okkur rétt hjá flugvellinum og keyra okkur að Eld- felli. Við vorum næstum komin upp á Eldfell þegar við sáum loksins bílinn. Við veifuðum bflnum sem blikkaði okkur á móti.Við fórum alveg upp og grófum rúgbrauðið. Svo hlupum við niður aftur og hittum Freydísi. Hún fór með okkur í bfltúr af því að við vorum svo dugleg. Eftir langan bíltúr skutlaði hún okkur aftur út í skátastykki. Svo fórum við að sofa. Við vöknuðum svo seint og um síðir á Laugardeginum. Þegar Freydís kom rétt eftir hádegi fórum við öll nema nokkrir ónefndir letihaugar í göngu. Við byrjuðum á því Á leið ofan í Eldfell að fara heim til Freydísar til að ná í kakó og svoleiðis til að hafa með rúgbrauðinu og meira rúgbrauðsdeig. Þar stoppuðum við í smátfma en fórum svo upp á Eldfell. Við grófum upp rúgbrauðið sem við höfðum sett niður um nóttina. Það reyndist enn þá bara vera deig. Við gróf- um þá niður bæði deigin aftur. Þar fengum við okkur eitthvað ógeðslegt danskt kakó. Einhverjir gáfust svo upp uppi á Eldfelli vegna þreytu og kulda og fóru þau heim í skála. Þá voru bara ég (Anna Jóna), Elva Dögg, Palli eldri og Freydís eftir. Við renndum okkur svo niður sandinn bak við fjallið og fórum þannig mjög vel með skóna okkar! Svo fórum við og fundum Haugahelli. Við vorum sammála um að hann væri með flottustu hellum sem við höfðum séð. Eftir stutta viðdvöl í Haugahelli fórum við aftur heim til Freydísar. Svo fórum við í bíltúr og af því að við vorum svona dugleg verðlaunaði Freydís okkur með því að gefa okkur ís. Við fengum okkur öll stóra bragðarefi og fórum svo út í stykki til þess að glenna ísinn framan í hina sem nenntu ekki með. Við pönt- uðum okkur svo pizzur í kvöldmat. Strákamir höfðu alveg einstakan áhuga á að busa stelpurnar. Þeir tóku upp á því að hrinda mér í gólfið, teipa saman á mér hendur og fætur og krota framan í mig. Eg var svo tekin og teipuð föst við stól svo ég gat ekkert hreyft mig.Svo fóru þeir með mig út á mitt túnið og skildu mig þar eftir. Svo var farið með mig inn aftur. Eg var föst svona í tvo og hálfan klukkutíma. Svo seinna um kvöldið fórum við út í “næturleik“. Þreytt og köld fórum við svo inn aftur. En þó voru einhverjir ekki nógu þreyttir og kaldir því að Sigurjón, Palli eldri og Freydís hlupu upp á Eldfell og náðu í rúgbrauðin. Þau komu ekki aftur fyrr en um miðja nótt. Annað rúgbrauðið varð að kolamola en hitt var alveg ætt. Einhverjum tókst að vakna við lyktina af kolamolanum, svo ógeðsleg var hún. Á Sunnudaginn vorum við svo bara að taka til í skálanum. Það tókst að lokum og þá fórum við bara heim. Fyrir hönd foringjafíflanna: Anna Jóna Kristjánsdóttir. SKÁTABLAÐIÐ FAXI o

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.