Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Blaðsíða 7

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Blaðsíða 7
Eskimóar í útilegu Við mættum út í gamla golfskála kl. 16 á föstudeginum. Byrjuðum á að fara í nokkra leiki. Við pöntuðum okkur pizzu í kvöldmat. Um kvöldið vorum við bara eitthvað að fíflast og dunda okkur. Á laugardeginum vöknuðum við um kl.10. Rétt eftir hádegi náðum við í pollagall- ana og drifum okkur út. Við gengum að drullupolli sem var rétt hjá Kaplagjótu. Við urðum öfga drullugar og þóttust sumir hafa séð dauða sverðfiska þegar við vorum að vaða!! Eftir smá drullu- mall fórum við svo út í fjöru. Þar voru líka þessar svakalegu öldur! Við fórum í eltingaleik við öldurnar og fengum við þá að blotna aðeins í fæturna. Þaðan fórum við svo fótablautar rakleiðis að tjörninni. Það var klaki ofan á tjörninni og freistuðumst við til að athuga hvort klakinn myndi halda okkur uppi. Hann gerði það ekki! Klakinn brotnaði þegar við stigum á hann og við duttum ofan í tjörnina. Það var ÖFGA kalt! Svo skakklöppuðumst við einhvem veginn upp í skála. Þegar þangað var komið helltum við pollunum úr stígvélunum okkar og hengdum upp pollagallana. Svo fóru Guðrún Marta, Lísa og Sóley í heita sturtu á meðan Anna Jóna bakaði vöfflur og hitaði kakó. Þegar það var ioksins tilbúið fengum við okkur vöfflur og heitt kakó. Þegar okkur var orðið sæmilega heitt tókum við til í skálanum. Svo fórum við að læra táknmálsstafrófið og nú erum við öfga klárar að tala með puttunum. Svo fórum við að sýna hver annarri skemmtiatriði og leikrit. Þá var mikið hlegið. Næst fórum við að gera draugahús fyrir hver aðra. Við vorum að skíta í okkur af hræðslu. Rétt seinna heyrði Anna Jóna einhvern umgang úti og þegar hún leit út sá hún tvo bíla. Hún kallaði í okkur hinar og þegar við litum út sáum við einhverja veru hlaupa fram hjá hurðinni. Við hlupum gargandi inn aftur. Við gátum varla sofnað um kvöldið vegna hræðslu. En það tókst samt á endanum. Á Sunnudeginum vöknuðum við um hádegi og fengum okkur að borða. Svo tókum við til í skálanum. Eftir það fórum við í leiki og svo fórum við heim kl. 16:30. Með kveðju: ESKIMÓAR Dróttskátar í ævintýrum Laugardaginn 20. febrúar fórum við sem erum í dróttskátasveitinni Wezt- mönnum í dagsferð. Við mættum uppúr kl. 10 um morguninn heima hjá Freydísi, vöktum hana og biðum eftir að hún gerði sig tilbúna og lögðum svo af stað. Fyrsti áfangastaður okkar var Haugahellir. Þegar þangað var komið sáum við að það hafði skafið ofan í hellinn og þurf- tum við því að grafa okkur ofan í hann sem tók u.þ.b. klukkustund. Þegar allir voru komnir inn komumst við að því að ekkert okkar var með vasaljós né kveik- jara SEM VIRKAÐI, en við náðum þó að kveikja á kertum inni í hellinum. Þegar út úr hellinum var komið lá leið okkar út í Stórhöfða þar sem við ætluðum að kíkja í Höfðahelli. Á leið- inni út í Höfða komum við við í klaufinni. Þegar við komum upp í Höfða fundum við ekki hellinn og ákváðum því að skoða hann seinna og fara niður í Skátastykki og fá okkur heitt kakó en allt kakóið var búið í Skátastykkinu. Svo fórum við heim um fjögurleytið. Duglegu skátarnir sem í dagsferðinni voru: Freydís, Palli, Sigga, Steinunn, Anna Jóna, Erna og María Sif. Smá pása á áhorfenda- pöllunum í Klaufinni Útgefið í apríl 1999 Útgefandi: Skátafélagið Faxi Ábyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson Ritstjóri: Freydís Vigfúsdóttir Auglýsingar: Sigríður Prófarkalestur: Júlía Ólafsdóttir Prentvinna: Prentsm. Eyrún ehf. Ritnefnd: Júlía Ólafsdóttir Páll ívar Rafnsson Freydís Vigfúsdóttir Anna Jóna Kristjánsdóttir D.S Weztmenn SKÁTABLAÐIÐ FAXI o

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.