Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Qupperneq 4
Faxar í sínu árlega skíðaferða-
lagi í 12. s
Föstudagin 19. mars fóru eldri skatar
Faxa í skíðaferðalag. Allir hlökkuðu til
þess að því það var svo gott veður um
morguninn þegar við fórum og við héld-
um að við gætum skíðað allan daginn.
Þegar við komum upp í Bláfjöll þá var
rosa gott veður en þegar við töluðum við
starfsmennina var búið að senda flesta
heim þannig að við urðum við að sætta
okkur við barnabrekkuna allan föstu-
daginn en það var fínt að byrja þar til að
fá smá æfingu fyrir helgina. Svo var
bara verið að dúlla sér fram að kvöld-
vöku, og það varð þessi fína kvöldvaka.
Eftir kvöldvökuna komu nokkrir
Selfyssingar,
M u m m i
o g
Brettatöffararnir Mummi og
Palli á leið í göngu
»Anna Jóna og Steinunn á leið upp
eldri skátar frá Reykjavík, þær Heiðrún,
Björk og Margrét. Freydís og Steinunn
komu líka en þær höfðu farið í leiðangur
á Slysadeildina í Reykjavík. Svo var
farið að sofa í fyrra laginu miðað við
ferðir hjá okkur. A laugardeginum
vöknuðu allir snemma, en þegar við
vöknuðum þá var svo mikið rok að
það var allt lokað þann dag. En við
sátum ekki aðgerðarlaus þótt við
kæmumst ekki á skíði. Við skipt-
um okkur niður í hópa og fórum
í snjóhúsakeppni. Úr þeirri kepp-
ni komu geðveik snjóhús. Svo
fóru sumir labbandi með skíðin
sín uppí skíðabrekkurnar, en
aðrir létu sér næja brekkurnar hjá
skálanum. Um kvöldið héldu
Björk, Heiðrún, Magga og Freydís
öfga flotta og skemmtilega kvöld-
vöku. Selfysingar áttu að vera með á
kvöldvökunni en komu svo seint að
þeir misstu af henni (aumingja þeir).
Þegar kvöldvökunni lauk var spilað á
gítar og sungið en sumir nentu því ekki
og fóru inn í
eldhús að tala
saman. Svo var
farið að sofa
heldur seint.
Um morguninn
var þessi rjóma
blíða og allir
voru öfga
ánægðir að nú
gætu þeir lok-
sins farið að
skíða. Við skíð-
uðum frá kl:IO
til 15 og það var
geðveikt stuð.
En þetta var
f r á b æ r t
f e r ð a 1 a g .
Þegar í
Þorlákshöfn
var komið
var farið á
Dugguna að
borða eins og
alltaf. í Her-
jólfi voru fle-
stir svo þreyttir
að þeir lögðu sig
hvar sem er úti,
undir bekkjum og ofaná.
Við höldum að öll hafi verið öfga ánægð
með þetta ferðalag.
Við í Faxa þökkum öllum þeim sem
stóðu að baki þessu ferðalagi.
Anna og Guðrún.
Þetta var valið
flottasta snjóhúsið
0
SKATABLAÐIÐ FAXI