Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Page 12

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Page 12
Kynning flokka og sveita SKÁTASVEITIN DÖGUN Skátasveitin Dögun samanstendur af sex flokkum.Flest allir voru vígðir 22. febrúar sl. sem var fæðingardagur Baden Powell. í sveitinni er líka starfandi sveitarráð og í því eru allir foringjar flokkanna. Nú í sumar verður haldið Landsmót skáta og stefna allir skátar 10 ára og eldri á að fara á það, þannig að á næst- unni mun verða mjög mikið að gera við undirbúning. DROPAR Við erum ÆÐISLEGI skátaflokkurinn Dropar. Við fórum í útilegu 19.-21. febrúar, það var æðislega gaman í úti- legunni, fórum í göngu o.fl. A fundum hjá okkur er margt gert s.s. sungið, kjaft- að saman, farið í leiki og margt fleira skemmtilegt. I flokknum eru: Hrafn- hildur, Jóna Heiða, Sara, Anna Eir og flokksforingi yfir dropum er HERDÍS!!!! Kveðja DROPAR LUBBAR Við erum Lubbar, við erum 10 í flokknum með foringjum, við heitum Birkir A, Birkir I, Hannes, Jónas, Bjössi, Hjölli, Sveinn Agúst og Svanur. Smári og Þór eru flokksforingjar. Við erum flestir nývígðir og erum að vinna hörðum höndum að undirbúningi fyrir Landsmótið. Bæ, Lubbar ERNIR Hallól!!! Við erum skátaflokkurinn Ernir. Við höfum verið starfandi í rúm þrjú ár og finnst okkur að starfið hafi bara gengið nokkuð vel. Skátaflokkinn skipa þeir: Arnór, Asgeir, Guðjón og Halli, en flokksforingi er Jóhann Friðriksson. Við höfum verið að vinna ýmis verkefni upp á síðkastið en strákarnir vígðust sem skátar þann 22. febrúar <E> þessa árs. Fyrrverandi skátaforingjar flokksins eru þeir Hafþór, Palli og Smári. Bless Bless Kveðja ERNIR FLUGUR Hæ! Við erum flokkurinn Flugur. Nú erum við flestar orðnar vígðir skátar, við vígðumst 22.feb. en það er dagurinn sem stofnandi skátahreyfingunnar Baden-Powell fæddist og skátafélagið Faxi var stofnað og er hann haldin hátíðlegur með blysför inni í Dal. Okkur finnst skemmtilegast að gera verkefni og læra eitthvað nýtt til dæmis höfum við fengið að síga og voru allar mjög duglegar. Við fórum í útilegu inn í Dal 22.-24. janúar, það var brjálað veður en þrátt fyrir það var mjög gaman!!!! A sunnudeginum komumst við loksins út að hreyfa okkur. Það er öfga gaman í skátunum og við hvetjum alla til að prófa vera með! SOLSTJORNUR í skátaflokknum Sólstjörnum eru 9 stelpur ásamt foringja. Við höfum farið í tvær innilegur í gamla gólfskálanum í vetur og héldum nýlega videófund. Við vígðumst 22. febrúar.Við fengum ný- lega flokkshúfur sem voru saumaðar af foringjanum. Markmið okkar í sumar er að fara á landsmót skáta 1999, leiktu þitt lag. Takk fyrir að lesa um okkur. Sólstjörnur eru: María Sif for., Elísa, Ágústa, Hlíf, Olga, Margrét Rut,Sara Ósk, Jóhanna Lind, Sigríður Sunna og Kolbrún Birna. Kanínur Hæ, við erum nokkrar stelpur í flokkinum Kanínur og höfum við gert mikið i vetur s.s. útilegur, unnið mörg skemmtileg verkefni, búið til flokksfána og lært nýja söngva. Við hlökkum mikið til að fara á Landsmótið í sumar sem verður örugglega skemmtilegt. Bæ, Kanínur Skátasveitin Fífill Hæ Við erum Fíflar og erum á aldrinum 12-16 ára. í sveitinni okkar eru 7 flokkar, Eskimóar, Refir, Vofur, Geimverur, Skoppandi skátaskór, Daldónar og Skítugar naríur. Við höl- dum fundi hvern miðvikudag þar sem foringjaráðið leiðir saman hesta sína en í foringjaráðinu sitja foringjar flokk- anna, sveitarforingi og aðstoðarsveitar- foringjar. Þar flytur sveitarforinginn foringjanum fréttir af stjórnarfundum félagsins og þannig komast ntálefni frá stjórn félagsins auðveldlega til grunn- einingar skátastarfsins/skátaflokksins. En að sitja á fundum er ekki það eina sem foringjaliðið aðhefst. Ásamt öðrum foringjum félagsins höfum við farið í útilegu með foringjum frá Selfossi, á námskeið á Úlfljótsvatni, í útilegur þar sem eru bara við í foringjaráðinu. Þetta eru einungis nokkur atriði af mörgum sem foringjaráðið hefur aðhafst í vetur. Annað starf sveitarinnar er mest fólgið í starfi skátaflokkanna sjálfra. Þeir hafa sinn eigin fundartíma, fara í úlilegur og ferðir og starfa eftir sinni eigin áætlun í átt að hverri vörðu en það eru viðurken- ningar fyrir að hafa lokið ákveðnum verkefnum. Öll sveitin fór saman í úti- legu hér fyrir stuttu og verður það vonandi endurtekið seinna í vor. Við stefnum öll á Landsmótið í sumar og er allt kapp lagt á að undirbúa sig sem best fyrir það. Hér á eftir segja flokkarnir ofurlítið frá hvað þeir hafa verið að gera og hvað skátum finnst skemmtilegt. Fyrir hönd Fífils; Freydís sveitarforingi Erna og Palli aðstoðarsveitaforingjar SKÁTABLAÐI0 FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.