Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Page 13

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Page 13
Sóley, Lísa og Anna Jóna fl.foringi. ESKIMÓAR Við erum fimm stelpur í skátaflokknum Eskimóar. Við heitum Anna Jóna, Dorthy Lísa, Steinunn, Sóley Dögg og Guðrún Marta. Við höldum fundi á fimmtudögum kl. 20. Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt, við skreyttum t.d. piparkökuhúsið sent var í glugganum á Vöruval yfir jólin. Svo skrifuðum við grein um Keikó í danskt skátablað. Dagana 12.-14 febrúar fórum við í úti- legu sem má lesa um annars staðar í blaðinu. Eins og margir aðrir flokkar höfum við okkar eigin sérkenni sem við höfum búið til. Við bjuggum t.d til mokkasíur og klúthnúta úr leðri. Við bjuggum til merki sem við festum á búninginn.Við eigum líka flokksfána og má þess til gamans geta að í göngunni á 22.febrúar vorum við með langflottasta flokksfánann. Svo erum við að fara að búa okkur til flokkshúfur úr flísefni. Fyrir hönd Eskimóa: Anna Jóna flokksforingi Hafdís, Halldóra Björk og Tinna Geimverur Hæ hæ! Við erum Geimverur og ætlum að segja frá okkur en við höfum nú lítið að segja vegna þess að við erum bara búnar að vera í skátunum í 1 mánuð. Við erum 4 stelpur með 3 foringja. Á fyrsta skáta- fundinum fundum við nafn á skátaflokkinn. Okkur gekk alveg ágætlega og loksins fundum við nafn á flokkinn sem var Fljúgandi tannburstar. En þegar við sögðum Freydísi sveitar- foringja frá nafninu föttuðum við að það var ekki nógu skátalegt og þurftum því að fínna annað nafn og fundum upp á Geimverum. Síðan helgina 13.-14. mars fórum við í sveitarútilegu og okkur fannst mjög gaman. Vonandi höfum við frá einhverju fleiru að segja í næsta blaði en þangað til, bæ bæ. Bestu kveðjur: Geimverur Skítugar naríur Hæ! Við erum Skítugar naríur og við ætlum að segja ykkur svolítið frá okkar skátstarfi núna í vetur. Núna nýlega fórum við á flokksforingjanámskeið 2 á Úlfljótsvatni og það var mjög gaman. Þar kynntumst við fullt af skemmti- legum krökkum svo eru tvær af okkur búnar að fara í nokkrar útilegur og þær segja að það hafi verið svakalegt stuð. Við höfum líka tekið við tveimur flokkum sem heita Geimverur og Vöfur og við fórum með flokkana okkar í sveitarútilegu sem var rosalega skemmtileg. Svo er stefna okkar að fara á Landsmótið í sumar. Takk fyrir okkur: Berglind Ósk, Elva Dögg, Kristín, Leifa og Sjöfn. DALDÓNAR Flokkurinn var stofnaður árið 1991 af Baldvini Elíasarsyni (Ruslakalli í Rvk)... Þess má geta að Baldvin heldur með Chelsea og þess vegna átti hann mjög auðvelt að fá starf í Sorpu.. Hann þurfti bara að tala við yfirruslakarlinn hann Vialli (Framkvæmdarstjóri Chelsea).... Eins og er erum við bara 5 í flokknum.... Það eru: Andri & Sigurjón (Flokksforingjar), Sindri (VaraVaraVara Foringi) en svo kemur hann Doddi hann er Sendill flokksins ásamt Snorra. Við höldum fundi á Föstudögum á Ircinu á rásinni #Fundur. Og ef að hún er upptekinn af eitthverju öðru þá Rústum við bara rásinni og náum henni aftur.. Sneðugt? Síðan höldum við fundi í skátastykki klukkan 19:30 og ef að eitthverjir eru þar þá verða þeir bara barnir... Sneðugt? (smá grín). Við erum að meika Faxa síðuna og ef að þú vilt láta standa eitthvað slæmt um þig þá skaltu bögga okkur. Ps. María Sif (Arnar) er komin með sér síðu um sig... Linkurinn heitir Ljóska Vikunnar C ya Ástarkveðja Daldónar (Coolaðasti flokkurinn) Þetta eru Vofur, úúhhh... VOFUR Við í Vöfum höfum ekki gert margt um dagana. Ástæðan er sú að við vorum að hefja starf fyrir rnánuði síðan. Við höfum nú fundið nafn á flokkinn og heitir hann Vofur. Við völdum þetta nafn ekkert af neinni sérstakri ástæðu en okkur fannst þetta nafn best af þeim nöfnum sem komu til greina. Einnig erum við búnar að föndra flokksfána og er hann ferkanntaður með stórri vofu á. Okkar starf verður von- andi áfram svona skemmtilegt og við hvetjum alla til þess að taka þátt í starfinu með okkur og öllum hinum í skátafélaginu Faxa. Kærar kveðjur; Anna Margrét, Eva Brá, Guðbjörg Erla og Kristín Ósk. Kristín Halldórsdóttir og Elva Dögg Valsdóttir, ttokksforingjar. Nokkrir af Refum: Páll Magnús fl. for., Hallur og Bjarni Refir Við í Refum höfum verið starfandi í nokkur ár en nú í vor tók nýr flokks- foringi við það er Páll M. en hann tók við af Matta. í Refunt eru, Ásgeir Helgi, Bjarni Geir, Hallur, Jónatan, Flóvent og flokksforinginn Páll Magnús Ef einhver hefur áhuga á að koma í þennan flokk þá endilega þá að komi á fundi hjá okkur á ntánudögum kl. 18:00. Ekki var það fleira, en nokkur ljósku próf: I) Ef hani stendur uppi á þaki í norðan 12 vindstigum og er að verpa eggjum ----------------- 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.