Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 17

Skátablaðið Faxi - 01.04.1999, Side 17
Viðtal við einn eldri skáta NAFN:Erla Baldvinsdóttir AF HVERJU GERÐISTÞÚ SKÁTI? Eg held ég hafi farið í skátana af því að Hafdís vinkona mín fór í skátana og ætli ég hafí ekki fylgt bara með! HVAÐ HÉT FLOKKURINN SEM ÞÚ VARSTÍ? Ég var í svo mörgum skátaflokkum og man ekki alveg nöfnin á þeim en þau voru misfrumleg og ég man eftir flokkum sem hétu Bleikar naríur og Monsur. HVERT VAR EFTIRMINNILEGASTA ATVIKIÐ? Það gerðist svo ótrúlega mikið skemmtilegt í skátunum. Ég svaf eigin- lega aldrei heima hjá mér um helgar því þá flutti maður í skátaheimilið eða golf- skálann. Einu sinni vorum við nokkur saman í útilegu í golfskálanum og á Sunnudeginum þegar við vorum að fara heirn þá var komið frekar vont veður.En við vorum svo miklir skátar að við þurf- tum auðvitað að labba í óveðrinu.Það endaði með því að einn skátinn fauk og slasaði sig.En það sem okkur fannst fyn- dnast var að í fréttunum um kvöldið var sagt frá því að ungur skáti hefði fokið við að reyna að berjast heim til sín úr útilegu. Ég gæti haldið endalaust áfram að segja sögur úr skátunum en sumt er eiginlega ekki prenthæft svo ég læt þetta duga. HVAÐ LÆRÐIRU í SKÁTUNUM? I skátunum lærði ég mjög mikið í mannlegum samskiptum og þar tók maður mikla ábyrgð á öðrum.í ská- tunum lærði ég líka að sitja á fundum og ég gleymi ekki hvað var rosalega gaman á „Pallafundum“ og ég dáist að honum Palla fyrir að sýna okkur svona mikla þolinmæði! Rólegustu menn hefðu farið yfir um en ekki Palli. SÉRÐU EFTIR ÞVÍAÐ HÆTTA? Þegar ég var ca.17-18 ára þá var orðið svo mikið að gera hjá mér í skólanum og ýmsu öðru þannig að ég hætti að vera eins mikið í skátunum.Og þannig var það líka með flesta vini mína. Ég sé kannski ekkert eftir þvr að hafa hætt það tók bara annað við. Innst inni dauðlangar mér aftur í skátastarf,maður gefur sér bara ekki tíma í það. HVAÐA SKÁTAR VORU MEST ÁBERANDI ÞEGAR ÞÚ VARST ÍSKÁTUNUM? ALDA ofurskáti ekki spurning! HVAfí VARSTU LENGI íSKÁTUNUM? Ég byrjaði 8-9 ára og er enn ekki hætt! (eitt sinn skáti-ávalt skáti!!) EITTHVAÐ AÐ LOKUM? ALLIR í SKÁTANA, ÞAÐ ER SVO ÆÐISLEGA GAMAN!!! SKÁTABLAÐI0 FAXI $

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.