Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Síða 6
Dögun
í skátasveitinni DÖGUN eru þrír
flokkar og nefnast þeir, Kanínur, Tweety
og Sólstjörnur. Eina helgina ætluðum
við í útilegu en þá kom svolítið uppá og
hætt var við hana. I desember ætlum við
að halda jólafund og verður mikil kátína
og jólastemming þar á bæ!!!!!!!!!!!
Haldnir eru foringjafundir aðra hverja
viku og hafa þeir gengið ágætlega.
Jólakveðja
Anna Brynja og Guðrún Lilja
sveitaforingjar yfir DÖGUN.
Sólstjörnur
Hæ allir!
Við erum skátaflokkurinn Sólstjörnur
og við erum 10 stelpur með foringja.
Við heitum Hlíf, Olga, Jóhanna,
Margrét, Kolbrún, Elísa, Sara, Sunna og
Alma og foringinn heitir María Sif. Við
erum ekki búnar að gera mikið í vetur en
við fórum í eina útiinnilegu í byrjun
vetrarins og við ætluðum að heimsækja
vinaflokinn okkar núna í desember en
fengum ekki leyfi þannig að það frestast
bara um tfma. Vinaflokkurinn okkar
heitir Pelikanar og er í skátafélaginu
Kópum í Kópavogi.
Takk kærlega fyrir að lesa um
flokkinn okkar.
Kveðja;
Sólstjörnur
Kanínur
Við erum flokkurinn Kanínur við
erum Andrea, Sólrún, Erna, Sandra,
Þóra, Kristný, Elín og Anna. Foringi
okkar er Rósa, við höfum gert margt í
vetur til dæmis útilegu við fórum í sund
og sem var rosa gaman, og líka í ísbúð-
ina.
Við héldum upp á afmælið hennar
Rósu í Skátastykkinu þar komu allir
með góðgæti og við fengum gamlan
skátaforingja í heimsókn.
Við fórum líka í dagsferð sem
misheppnaðist vegna slæms skyggnis
og ekki var hægt að vera úti, við gerðum
þetta bara skemmtilegt og héldum góða
kvöldvöku.
En svo er það pizzukvöldið þar sem
við vorum í Skátaheimilinu og pönt-
uðum við pizzu, heldum kvöldvöku og
margt fleira skemmtilegt. Og við erum
núna að undirbúa útilegu sem við ætlum
að hafa hana rosa skemmtilega.
Bless,
Kanínur
o
Segja SÍS! Verið að mynda Sólstjörnur á Landsmóti
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
„Þeir kunna stellingarnar fyrir myndatökurnar!"
Sveitaforingjarnir Anna og Guðrún
Tweety
í flokknum Tweety eru meðlimirnir:
Jónas, Bjössi, Birkir I, Birkir A, Hjölli,
Svanur,og Ingvar. Foringjar þeirra eru
Páll Magnús og aðstoðarflokksforingi er
Flóvent Máni. Við erum búnir að fara í
nokkrar göngur og er það búið að vera
mjög gaman. Núna á næstunni ætlum
við að fara í útilegu milli jóla og nýárs.
Gleðileg jól
Tweety
Brosmildar kanínur