Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Blaðsíða 12

Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Blaðsíða 12
brjálað veður að við stóðum varla í lapp- irnar og þó að við værum í mjög góðum regnfatnaði þurftum við samt að vinda naríurnar!! Svo fórum við inn og lágum í leti restina af deginum. Um kvöldið fengum við heimsókn frá tveim stelpum í Kópum sem gistu og svo komu nokkrir Vera-Hverg-ingar. Næturleikurinn!!! Mummi kom snemma um kvöldið en þurfti að fara strax aftur til að fara í sturtu! Hann ætlaði að koma eftir að hann væri búinn og fara með okkur í geðveikan næturleik. Sumir voru svo forsjálir að þeir ákváðu að vera ekkert að fara að sofa því það væri svo mikið vesen að fara að vakna og klæða sig þegar næturleikurinn myndi byrja. Við spjölluðum saman, sungum og reyndum að dunda okkur eitthvað til að halda okkur vakandi, og tíminn leið og ekki kom Mummi. Margir voru farnir að halda að hann hefði bara farið að „dunda sér“ eitthvað í Hveragerði eftir sturtuna svo að við vorum ekkert að stressa okkur. En tíminn leið og okkur tók að syfja og á endanum gáfumst við upp og fórum bara að sofa. Svo vöknuðum við morguninn eftir og Mummi ekki enn kominn. Hann birtist þó á endanum og sagðist þá bara hafa „sofnað óvart“.Við trúðum því nú bara rétt mátulega. Það varð því alveg rosale- ga „mikið“ úr þessum glæsilega næturleik. Bíltúrinn og tiltcktin! Matti og Gísli kópur höfðu þá labbað til Hveragerðis! Mummi fór því strax og sótti þá. Þeir komu til baka en héldust ekki lengi inni því Matti stal bíllykl- unum hans Mumma og hann og fleiri eltu og enduðu svo í löngum bfltúr þar sem Mummi var m.a. næstum því búinn að velta jeppanum sínum. Svo komu þau til baka og voru sumir hálf svekktir að hafa ekki líka fengið bfltúr! Svo var bara farið að taka til og svoleiðis og allir hjálpuðust að, sérstaklega söngfuglarnir sem voru í kojunum að syngja með Fossbúunum sem höfðu komið í heim- sókn. Svo þegar búið var að taka til keyrði Armann okkur í Herjólf og við fórum heim þreytt og lúin eftir viðburðaníka helgi!!!! Takk fyrir lesninguna, Kveðja: Anna Jóna súperskáti! S Herdís tollir í skátatískunni Spicegirls fara iíka í útilegu Utilega rassálfa Helgina 19-21. nóvember. fórum við í útilegu í Gamla golfskálanum. Við mættum kl. 19, en skátaforinginn lét ekki sjá sig (vegna veðurs), fyrr en klukkan 22 vegna þess að hún var upp á landi en á meðan undirbjuggu Rass- álfar skemmtiatriði, kvöldvöku og komu sér fyrir. Það var brjálað veður allan tíman en þar sem að við erurn svo dug- leg fórum við í göngu á laugardaginn þegar að allir voru vaknaðir, við fórum í könnunarferð um Dalinn og fundum þessi svakalega flottu leiktæki og varð þess vegna gangan ekki lengri.Við héld- um tvær kvöldvökur, fóru í leiki og horfðum á skemmtiatriði (sumir treystu sér ekki til að sitja kyrrir og fóru að finna upp á eigin skemmtiatriðum), í útileg-una komu eftirtaldir í heimsókn: Anna Jóna, Erna, Helga, Júlía, Palli, Stína, Steinunn og Sigga. Það fylgja nokkrar myndir með frá útilegunni sem eru alveg þess virði að skoða! Við vorum öll samála um að þetta hefði verið ágætis útilega og að við yrðum að gera þetta aftur. Bless, bless. Það koma líka gestir í útilegurnar 0 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.