Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Blaðsíða 16
NÁMSKEIÐ
Þá var lítið sofið
Freydís segir frá för sinni á Gillwell '99
Sem krakki man ég eftir því hvemig
maður horfði á skátana með brúnu klút-
ana með hrifningu. Það voru þeir skátar
sem höfðu lokið Gilwell þjálfun. En allt
virtist þetta Gilwell ævintýri vera fjar-
lægur draumur en sá draumur rættist nú
í sumar, ég fór á Gilwell. En hvað er
svo þetta margumtalaða og marglofaða
Gilwell?
í stuttu máli sagt er Gilwell æðsta
foringjanámskeið sem völ er á innan
skátahreyfingarinnar. Kennd eru hin
ýmsu skátafræði og haft gaman af því að
vera saman sem jafningjar. Þeim sem
hlotnast sá heiður að verða Gilwell skát-
ar ganga í alþjóðlega Gilwell-skátasveit
sem í eru fimm flokkar; Uglur, Gaukar,
Dúfur, Hrafnar og Spætur. A Islandi er
námskeiðið haldið á Úlfljótsvatni og
tekur tíu daga en þjálfunin sjálf er sex
mánaða dagskrá.
Það var fallegur dagur á Ulfljótsvatni
á fyrsta degi námskeiðsins. Við vorum
leidd inn í Gilwell skálann og fengum
smá innlegg inn í námskeiðið. Við
hlógum bara af því er okkur var sagt að
við fengjum nóg að gera, meir en 24
klukkustundir biðu upp á hvern dag. Eg
hugsaði bara til þess og hlakkaði til að
fá smá hvíld frá amstri dagsins og geta
komið úthvíld heim að námskeiðinu
loknu. Þessi tilgáta afsannaðist strax
fyrsta daginn.
Við fengum þau verkefni fyrir kvöld-
mat að vera búin að koma upp tjaldbúð
með öllu tilheyrandi (girðingu, hliði,
borði og ofl.), finna flokkshróp, söng,
hátíðarljóð og mottó auk þess að semja
skemmtiatriði fyrir kvöldvöku. Til þessa
höfðum við u.þ.b. 4 klst. Tíminn leið og
komið var að verkefnaskilum. Sumt
heppnaðist alveg ágætlega eins og
hátíðarljóðið okkar:
Dúfan
Á örlagastundu guð oss gaf
göfugan friðarboðbera
sem von og sættir færði að
svo allir skyldu vinir vera.
Og þegar hættan steðjar að
og óvinaherir berjast
Dúfan flytur friðarblað
svo vinatímar hefjast.
F.V.
Eftir kvöldvökuna góðu vöktum við
fram á nótt við að klára tjaldbúðina því
mikil barátta var um tjaldbúða-
verðlaunin hvern dag. Er klukkan var
langt gengin fjögur skrið þreyttir skátar
í háttinn hugsandi um hvernig
framhaldið yrði, hvort við fengjum
alltaf að sofa svona lítið og afhverju í
ósköpunum maður var að vesenast þetta
en var ekki bara heima að vinna.
Þessum spurningum var fljótt svarað.
Já, við fengum alltaf svona lítinn svefn
ef metnaður var til að klára öll
verkefnin. Og framhaldið var skemmti-
legt. Dagamir liðu hver öðrum
skemmtilegri með nýjum verkefnum og
nýjum áskorunum. Við sátum marga og
fjölbreytta fyrirlestra, allt frá útivist til
barnasálfræði.Við fengum marga góða
gesti sem bæði leiðbeindu á fyrirlestrum
eða bara kíktu í fjörið. Þar má nefna
Eddu Björvins, leikara, en hún kenndi
okkur framkomu og skýrt tal og fór með
okkur í marga skemmtilega leiki í því
sambandi. Við fengum líka lækni
nokkurn sem kenndi okkur skyndihjálp
en hann fékk viðurnefnið dr.Bing þar
sem allir sársaukar voru með bing hljóð
er þeir gerðust í hans huga. Mannsi
ofurskáti og Dúfa með meiru kom einn-
ig og gaf okkur nammi, þ.e.a.s.
Dúfunum, en það er dæmi þess að
nokkur sakleysislegur rígur ríkir milli
flokkanna. Okkur hlotnaðist einnig sá
heiður að fá að hitta Jónas B. en hann er
sá sem hóf landnám skáta á Ulfljóts-
vatni á sínum tíma. Þess má geta að
Jónas er heiðursdúfa.
Á ó.degi námskeiðsins var haldið af
stað í hike (göngu). Flokkamir fengu
hver sína leið en allir byrjuðu á því að
sigla á kanoe yfír Ulfljótsvatn og ganga
þaðan í átt að þeim sveitabæ sem gista
SKÁTABLAÐIÐ FAXI