Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Page 7
Bakkabræður
Á MORGUN FER AÐ RIGNA FROSKUM!!!!!...
..(nei,djók)-bara að athuga hvort þið
mynduð ekki alveg örugglega taka eftir,
því að allir þurfa að vita um frábæru
sveitina okkar, þ.e.a.s.
BAKKABRÆÐUR.Við erum nefni-
lega tvímælalaust flottasta sveitin í
félaginu! Svo eigum við auðvitað flott-
asta sveitarherbergið sem allir geta tekið
eftir og skoðað því það er eina herbergið
þar sem á eftir að hengja upp gardínur!
Þess vegna geta allir fylgst með því sem
er að ske í sveitinni svo að ef þið hafið
áhuga þá kíkið bara í gluggana! Þetta
sýnir einmitt hvað þessi frábæra sveit er
ófeimin! Það á vonandi eftir að koma
eitthvað enn meira spennandi um okkur
í næsta blaði þannig að auðvitað bíða
allir spenntir eftir því blaði! I sveitinni
eru skemmtilegir krakkar á aldrinum
13-14 ára og eru það glæsilegu
flokkarnir Skítugar naríur, Refir og
Myglusveppir. Við erum að spá í að
hætta að steypa þetta en flokkamir koma
svo með greinar hér á eftir þar sem þeir
segja frá hvað þeir eru frábærir!
Takk fyrir:
Anna Jóna og Erna
sveitarforingjar
Refír
HÆ !
Flokkurinn okkar heitir Refir og erum
við 4 í honum og við heitum
Ásgeir , Bjarni , Hallur og Flóvent. í ár
fórum við á Landsmót skáta (Jamboree)
sem stóð í viku og var það ROSA
gaman. Við mættum á staðinn og vorum
fyrstir að tjalda af öllu Skátafélaginu og
vorum með flottasta tjaldið (það fannst
okkur allaveganna). Og svo þegar
dagarnir liðu gerðum við fleka sem var
geðveikt flottur en hann sökk samt og ég
(Ásgeir) setti upp sólbaðsstofu hjá
Keikó kvínni (Sólbað ala Ásgeir) sem
kostaði fimmtíukall klukkutíminn en
græddum samt bara 150 kall á þessu.
Svo fórum við líka í Ljósafosslaugina
sem er 2 km frá mótssvæðinu (úff) og
við löbbuðum það og skoðuðum stífluna
í leiðinni svo vorum við í sundi í svona
klst. Eftir það var tími til að labba á
mótssvæðið og við löbbuðum einmitt 1
km þá kom strætó og skutlaði okkur
restina af leiðinni heim á mótssvæðið.
Svo fórum við í rosa labb næstum því í
kringum Úlfljótssvatn (svona 1\4) og
tókum svo bát til baka, rosa gaman. Við
vorum líka á Bylgjunni (FM 100,7) og
spjölluðum við Bylgjufólkið í beinni,
geðveikt stuð. Svo þegar það var tími til
að segja bless pökkuðum við saman og
fórum heim eftir fjöruga og vel heppn-
aða ferð.
Bæ!
Refir
Myglusveppir
Hæ, hæ við erum frábæri flokkurinn
Myglusveppir. Við erum 13 og 15 ára og
heitum Anna Jóna, Sóley , Lísa, Tinna ,
Halldóra og Hafdís. Flokkurinn hét áður
Eskimóar en við erum nýbúnar að
breyta því og svo eru komnir nýjir
meðlimir í flokkinn. Við erum búnar að
fara í eina útilegu í haust og ætlum
okkur að gera mikið meira eftir áramót.
Það á eftir að heyrast mikið meira um
okkur í næsta blaði. Þangað til þá:
Bless í bili:
Myglusveppir
Sóley, Guðrún og Lísa á Landsmóti
SKÁTABLAÐIÐ FAXI
0