Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Side 8
DS Weztmenn
Weztmenn að ritstörfum Anna Jóna og Herdís á leið á Jet-skíði
Hæ,hæ. Við erum 13 krakkar á
aldrinum 15-18 ára í dróttskátasveitinni
Westmönnum. Við höfurn sko alls ekki
setið auðum höndurn í sumar og haust.
Við fórum að sjálfsögðu eins og allir
aðrir á Landsmót dagana 13.-20. júlí í
sumar. Við fengum Skátaheinrilið okkar
aftur l.sept. og helgina 10.-12. sept.
mættum við öll ásamt fleirum og vorum
að flytja inn og vinna í Skátaheimilinu.
Þá unnum við í flotta dróttskátaher-
berginu okkar uppi á háalofti. Síðan þá
höfum við haldið áfram með það eins og
við getum. Það verður öfga flott og
vonum við að við getum klárað það sem
fyrst. Helgina 24.-26.sept. fórum við í
ferðalag þar sem við gistum í frábærum
skála á Esjusvæðinu. Annars staðar í
blaðinu er vægast sagt glæsileg grein
um ferðina og hvet ég alla til að lesa
hana. Helgina 8.-9. október fóru svo
tvær stelpur (Anna Jóna og Stína) á
Sveitarforingjanámskeið,-nánar um það
annars staðar í blaðinu. Sunnudaginn
24.október fórum við svo í tuðruferð
með Mannsa. Þetta var mjög skemmti-
leg ferð og fengum við nt.a. að hoppa út
í sjó (það var reyndar ekkert verið að
hleypa manni upp í tuðruna aftur). Við
viljum þakka Mannsa æðislega vel fyrir.
Nokkrir dróttskátar fóru á dróttská-
tanámskeið helgina 29.-31. október. Svo
var að sjálfsögðu farið í hina árlegu
Dalakotsferð helgina 5.-7. nóv. Eins og
venja er þá var mjög gaman í Dalakoti.
Það er svo snilldarlega vel skrifuð grein
um Dalakotsferðina annars staðar í
blaðinu. Helgina 19.-21.nóv. ætluðum
við að fá gesti í heimsókn en þeir komu
ekki þannig að við notuðum tímann t.d.
til þess að smíða í dróttskátaherberginu
okkar, fara að síga, gera tilraun til að
baka rúgbrauð og kíkja í heimsókn í úti-
legu. Svo núna síðustu daga erum við
búin að vera á hundrað að undirbúa
blaðið. Svo framundan eru jólafundur,
nýársútilega og margt, margt fleira.
Bless, bless og GLEÐILEG JÓL
Anna Jóna súperdróttskáti !!!
Sendum öllum bæjarbúum
bestu óskír um
gleðileg fól
og farsælt komandi ár
Þökkum ykkur góö viðskipti
á árinu sem er að líða
BÆJARVEITUR VESTMANNAEYJA
Gíeóileg jol
Farsæld á
komandi öld
Bl, {aerð a»t í jóta-
pakkann í Apótekinu
& Apctek Vesttnsnnseyjð
0
SKÁTABLAÐIÐ FAXI