Skátablaðið Faxi - 01.12.1999, Qupperneq 14
Við, eitthvað fólk í Faxa fórum sömu
helgi og Peyjamótið var upp á land með
seinniferð með Herjólfi. Svo þegar við
vorum búin að drattast upp í rútuna og
út úr henni aftur kom í ljós að við vorum
komin í höfuðborg Islands: Reykja-
vfk!!!! Svo fórum við inn í stórt hús
sem hét og heitir líklega enn B.S.I. sem
sagt Bifreiðastöð íslands og svo kom
Mummi á kagganum og mamma hennar
Kristínar og Freydís og ferjuðu okkur
niður í Viðeyjarferju. Þar hlóðum við
farangrinum okkar og þyngdist geyið
ferjan um svona 4 tonn þegar kæliboxið
hennar Leifu var sett í hana. Þess má nú
kannski geta svo að Leifa fari ekki í
fýlu, að allt nestið sem Skítugar naríur
áttu var ofan í þessu kæliboxi.
Þegar við stigum á land biðu okkar
brosandi andlit með bleikar og fjólu-
bláar prjónahúfur á hausnum. Það má nú
líka kannski segja frá því að annar þess-
ara hallærisgæja var þáverandi kærasti
Sjafnar, og ekki var nú Sjöfn mikið
hrifin af þessari sjón. Svo fórum við í
Skítugum naríum og tjölduðum við
hliðina á hallærisgæjunum, á meðan
klíkan hennar Freydísar kom sér mak-
indalega fyrir í topptjaldi Fossbúanna.
Um kvöldið var svo bara setning. En við
í Skítugum naríum og hallærisgæjarnir
vorum ekki dauð í öllum æðum. Við
stálumst í göngutúr niður í fjöru og svo
Súperskátanörd á McDonalds.
Og dansinn dunaði við harmonikkutóniist á bryggjuballi.
aftur upp í Skítugu naríu tjaldið í partí.
Um morguninn vorum við svo vakinn í
tjaldbúðaskoðun sem var alveg glæsi-
lega framkvæmd hjá oss. Alveg til
fyrirmyndar eða hitt og. Svo fengum við
okkur morgunmat. En þá gerðust undur
og stórmerki. Kristín Halldórsdóttir
varð fyrir alvarlegu sjokki. Einn
yndislegasti og myndarlegasti karl-
maður sem ungfrú Kristín hafði séð lab-
baði fram hjá henni og horfði í augu
hennar. Þá byrjaði Kristín að finna fyrir
dofa í tánum, skjálfta í hnjánum og
fiðring í maganum, aðeins þessar þrjár
sekúndur sem þessi töfrastund í lífi
Kristínar varði. Og þá kom þessi setning
sem svo margir kannast við :
“Im in love with Viking” (framb.
Væking). og þar með byrjaði okkar
endalausa „Viðeyjarsápa.” Um daginn
fórum við á hestaleigu og þar ætlaði
Palli Magnús að fá að leika álfakóng í
fínu rauðu Faxaskikkjunni sinni. En
hestaleiguvörðurinn tók nú algerlega
fyrir það og sagðist ekki nenna að reyna
koma honum með sjúkraþyrlu upp á
borgarspítala. Þegar við vorum búin að
skoppast á hestbaki í hálftíma fórum við
í flokkakeppni. Þar var m.a. látið okkur
telja hrísgrjón í krumpuðum álpappír og
reynt að neyða í okkur nokkrum lítrum
af mysu ofan í skoltinn á okkur, en það
reyndist verulega erfitt því engin af
okkur fékkst einu sinni til í að smakka í
byrjun en svo tóku Elva Dögg, Leifa og
Berglind á sig rögg og tók einn
ínípínílítinn sopa hver af þessum
yndislega og mjög svo viðbjóðslega
þjóðardrykk Landnema. A laugar-
dagskvöldið þurfti svo Elva Dögg grey-
ið að hringja í Matta þáverandi kærasta
Kristínar, og segja honum upp en eins
og í hin síðustu fimm skiptin sem
Kristín hafði sagt honum upp var hann
ekkert nógu sáttur við þetta þannig að
aumingja Elva Dögg þurfti að standa í
klukkutíma og rökræða við Matta í gegn
uni síman að Kristín nennti ekki að
hanga með honum lengur. Svo náði hún
loksins að skella á.
Svo fórum við á dansiball og þar voru
40.000 ára gamlir harmonikkukallar að
spila gamlar lummur. Og við skemmtum
okkur konunglega í hringdönsum og
fleiru.
En svo kom eitt annað vandamál upp,
Sjöfn hafði komist að því að hún þurfti
að fara að létta á hjarta sínu við einhvern
og fyrir valinu varð Elva Dögg og Leifa.
Þar var þeim sagt að Sjöfn væri ekki
lengur hrifin af Braga og reyndi að
forðast hann eins og hún gat enda sá
maður nú líka bara á Braga að hann var
búinn að vera eithhvað sorgmæddur.
Svo þurfti Elva Dögg að rjúka og bjarga
SKÁTABLAÐIÐ FAXI