Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Blaðsíða 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Blaðsíða 9
landsmótið. Og endaði þessi dagur á stóri og skemmtilegri kvöldvöku, þar sem ein flokkurinn í félaginu fékk viðurkenningu fyrir Búkolu verkefnin sem eru verkefni sem flokkar á landinu fengu að taka þátt í. En þær sem fengu viðurkenningu fyrir þetta voru Kanínur!! Sunnudagur gekk vel fyrir sig nema að núna fóru allir í dagskrárliði sem ég er búinn að nefna áður. Mánu- dagur var heldur betur skrautlegur hjá flokkum en einn flokkur fór í sund og þrifu af sér viku skítinn en annar flokkur fór í svo kallaðan vatnsbardaga sem er mjög skemmtilegt, en hann virkar þann- ig að skátarnir fá vatnsbyssu sem er með vatni og blandað við matarlit sem setur mjög skemmtilegan svip á leikinn. En allt endar og það gerir landsmótið líka en þriðjudagur 23. júlí var ekki eins skemmtilegur og allir hinir dagarnir það þurfti að fara að rífa alla tjaldbúðina niður, en allir voru orðnir þreyttir og lúnir þegar upp í rútu var komið. En það sváfu held ég allir í rútunni, þangað til við stoppuðum. Stoppað var í Hyrnunni í Borganesi og fengið sér vænan ham- borgar. Sungið til Þorlákshafnar þar sem við þurftum að bíða eftir Herjólfi í ágæ- tan tíma. En svo lágu leiðir okkar út um allt skip, sumir fóru í koju, aðrir fóru að horfa á sjónvarpið en svo voru sumir sem ekki voru búnir að fá nóg af því að vera skátar, en þeir fóru upp á þilfar að sofa sváfu allir mjög vel. Rósa Jónsdóttir Þann 22.-24. febrúar, fórum við í Kanínum og Myrkfælnum draugum. Eins og vant er hjá skátunum að halda 22. febrúar hátíðlegan en þá á Baden Powell afmæli en líka svona til gamans er lrka haldið upp á afmælið hjá félag- inu. En félagið okkar varð 64 ára þenn- an dag. En líka eru vígðir nýir meðlimir í Félagið bæði skáta og ylfinga. Þegar við komum elduðum við kvöld mat í flýti og héldum svo kvöldvöku og vígðum nýju meðlimina, sem gekk vel. Eftir þetta fórum við fljótlega að sofa. Ræs, það er komin morgunn kallaði Rósa en búið var að taka úr af okkur, þannig að við vissum ekki hvað klukkan var og laug hún að okkur að klukkan væri átta en í raun og veru var hún ekki nema sex, en fórum við þá út í fána og fengum morgun mat og farið var þá út í göngu, en göngunni var haldið upp í Lyngfellisdal og tókum við stefnu með áttavita. En þegar við komum aftur heim þá áttum við að elda núðlur á prímus og heppnaðist það vel, súrruðum við þrífót sem var mjög gaman. Einnig súrruðum við okkur rólu, en þegar við ætluðu að prófa róluna þá hrundi hún alveg. Fórum við inn og fengum köku sem var mjög góð. Undirbúningur fyrir kvöld- mat því þar átti að vera skátaþing, þar sem allir fengu eitthvað hlutverk við matarborðið og var það mjög skemmti- leg máltíð. Haldin var kvöldvaka og farið að sofa á misjöfnum tíma, því margir voru orðnir lúnir eftir langan og skemmtilegan dag þá allra mest að vakna klukkan sex. En fengu prinsess- urnar að sofa út næsta dag, okkur minnir að klukkan hafi verið að ganga ellefu þegar við vöknuðum. Gengið var frá öllu sem við vorum að nota, svo fórum við niður í skátaheimili þar sem við elduðum okkur pizzu og svo var haldin aðalfundur, þar sem við vorum fræddar um stöðu félagsins. Erna, Elín og Rósa Sigrún, Ingibjörg, Elín, Jakobína, Margrét, Kristjana, Árný og Sara

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.