Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Blaðsíða 8

Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Blaðsíða 8
Landsmót skáta að Hömrum 15-23 júlí 2002 Fríður hópur Faxa fóru á Landsmótið eða við vorum 34, og telst það mjög gott. Landsmót skáta er mjög einken- nandi því að skátar eru þekktir fyrir að nota ekki nagla í trönubyggingum og er það alveg sérstakt að fara í viku tíma og dvelja þar sem skátar og sjá hvað er búið til fallegt bæjarfélag á svona litlum tíma. Landsmótið er líka einkennandi að það eru allir svo ánægðir með allt. En svo ég haldi mig við okkur, við lögðum á stað í Herjólf þann 15 júlí klukkan 8 og voru allir mjög hressir og spen- ningurinn að drepa mann. Þegar í Þorlákshöfn var komið þurftum við að bíða eftir rútunni sem hafði víst gleymt okkur eða misskilið pöntunina. En seint koma sumir en koma þó, er hægt að segja um rútufélag norðurlands. En þar sem við vorum búin að ákveða að keyra yfir Kjöl sem er mjög skemmtileg leið norður, en það reyndist ekki vera eins gaman því það var þoka og rigning alla leiðina. Ekkert útsýni yfir náttúru íslands því verr og miður! En við stopp- uðum á nokkrum stöðum á leiðinni t.d Gullfoss og Geysir, en við vorum hep- pinn að fá að sjá Geysi gjósa. En langt var liðið á kvöld þegar við náðum þeim áfanga stað sem við ætluðum okkur að dvelja á í viku, og eiga góðar stundir saman. En áður en við fórum ofan í svefnpoka tjölduðum við öllum tjöl- dunum og þar á meðal stóra matartjald- inu. Þriðjudagurinn ló.júlí, þar sem við vorum fyrsta félagið á svæðið þá byr- juðum við að setja upp okkar flotta hlið sem var eftirlíking af Ystakletti, geggjað flott. En á meðan við vorum að gera það voru önnur félög að tínast á svæðið. Þessi dagur var mjög góður, þó svo að spenningurinn magnaðist meira og Bakkabræður á leið í Sólarhringshike. Hér er Ystiklettur og á myndinni er Fanndís. meira sem leið á daginn. En setningin var mjög löng og skemmtileg að minni sögn, því við fengum að ganga allan Kjamaskóg, en margir voru nú orðnir pirraðir á því, spenningurinn var svo mikill að þau mátu ekki vera að því að horfa á fallegar verur, sem sagt fólk sem var búið að stilla sér upp sem álfar, tröll og huldufólk á milli trjánna. En setn- ingin var bara hinn ágæta þegar við komumst að staðnum sem mótið átti að vera sett. Eftir setninguna fórum við í okkar tjaldbúð, og að sofa. Næsti dagur gekk bara nokkuð vel fyrir sig en þetta var dagurinn sem hliðið var reyst alveg og gekk það mjög vel. En þetta mun víst vera miðvikudagur 17. júlí. Alvaran byrjaði ekki fyrr en 18. júlí þegar flokkamir fóru á stað í dagskrá sem að þeirra sögn heppnaðist mjög vel, komið var samt vel þreytt heim eftir skemmti- legan og viðburðaríkan dag. En svona til að nefna dæmi um það sem krakkarnir tóku sér fyrir hendur sem er allt mjög krefjandi og gefandi, t.d. flekagerð sem skátarnir búa til sinn eigin fleka og líka fóm þau að kafa í drullu eða öðrum orðum vatnasafari sem er alveg mergj- að. Tveir flokkar fóm í svo kallaða sólarhringshike sem gekk svona ágæt- lega nema það að þau voru í símasam- bandi við okkur allan tíman, þau fundu ekki þá staði sem þau áttu að fara á. En komust þó á áfangastað sem er skáli sem skátafélagið Klakkur á, hann heitir Fálkafell og er á mjög fallegum stað. Þetta var mjög viðburðaríkur dagur, og held ég að allir geti verið sammála mér í því. Nú er komið að 19.júlí sem ská- tamir gleyma seint, ein flokkurinn fór í BMX-þrautabraut sem gengur út á það að skátarnir taka BMX hjól í sundur og setja það aftur saman og þurfa svo að hjóla á því einhverja vegalengd sem er bara drullusvað, geggjað gaman. Og einn flokkur fór í heim Harry Potter sem var auðvitað mjög gaman það þekkja nú allir ævintýri hans og þetta var svipað ævintýri. Haldin var skemmtileg kvöld- vaka eins og alla hina daganna, sungið og sungið. Laugadagurinn 20. júlí er alltaf eitthvað spes, þar reyna félöginn að kynna sína heimabyggð eins vel og unnt er, þetta er svona talin aðaldagur- inn. Því þennan dag koma flestir og eru flestir þennan dag sem koma í heimsókn SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.