Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Blaðsíða 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.2002, Blaðsíða 4
Dögun á leið í dagsferð allir mjög spenntir, erum á leið í sund. Við viljum þakka Sundhöllinni fyrir að leyfa okkur að fara ofan í þegar hún var lokuð Sveitin Dögun Við sem stjórnum Dögun tókum við henni haustið 2001 og þá voru starfandi 20 ylfingar en nú haustið 2002 erum við orðin 30 ylfingar. Og teljum við að það sé nú góð aukning. En nóg um það, okkur langar að segja ykkur frá því sem sveitin hefur gert síðan við skrifuðum síðast sem er jú margt merkilegt og spennandi. Til dæmis þá héldum við poppfund en þar sem við foringjamir gleymdum okkur í skipulagi komumst við ekki út í búð. Við fórum einnig og héldum fund upp í Skátastykki og fengum okkur grilaðar pulsur sem við elduðum sjálf á opnum eldi og pepsí með og voru allir glaðir þótt þeir hafi þurft að henda pulsunni. En einnig fórum við í dagsferð, en þar sem álög em á foringjaráði okkar um dagsetn- ingar og vont veður þá breyttist planið pínulítið það sem átti að gera úti var gert inni, en við ákváðum á síðustu stundu að fara í sund, en komumst þá að því að þegar við fórum upp í sundhöll var sundlaugin lokuð, en starfsfólkið bjarg- aði þessari sundferð alveg og opnaði fyrir okkur (að hugsa sér við fengum sundlaugina útaf fyrir okkur og krakkana okkar.) En eftir vænan sund- sprett þá fengum við hana Tótu til að keyra okkur upp í skátastykki þar sem við fengum okkur kaffi og með því (kakó og kex). Heldum fína kvöldvöku og gáfum viðurkenningar fyrir veturinn og fóru því allir sáttir heim eftir skemmtilegt og viðburðaríkt skátastarf frá haust 2001- vors 2002. En færum okkur nú nær og förum í gegnum það sem sveitin hefur gert eftir september 2002 en það eru ekki svona viðburðir en við erum alltaf með fundi á sama tíma eða svona samfundarkerfí. En samfundarkerfi er svona þegar allir flokkamir í sveitinni eru á fundi á sama tíma það gerir mér kleift að fylgjast með því sem foringjarnir eru að gera með sínum flokkum sem þið fáið að lesa í þeirra greinum hér á eftir. En við sem sveit ætlum að halda jólafund þann 18 desember í salnum okkar í skátaheimil- inu við Faxastíg og mun hann hefjast klukkan 17 og enda klukkutíma síðar. Planið eftir áramót er að fara í eina sveitarútilegu upp í Skátastykki og dagsetning verður ákveðin síðar. En þetta er bara smá dæmi um framhaldið, við stefnum auðvitað öll á að fara á landsmótið 2005 12.-19. júlí (og um að gera að fara bara að safna) og svo er á planinu að halda Faxa mót hér í eyjum 10.-13. júlí 2003og ætlum við í Dögun að vera í farabroddi þá. Bíðið bara og sjáið hvað gerist!!!!! Fyrir hönd sveitarinnar Rósa Jónsdóttir sveitarforingi Örninn Við erum flokkurinn Örninn, í flokknum okkar eru Friðrik Már, Grétar, Gísli, Gísli Matthías, Hafþór, Kristinn og Guðjón. En foringjar okkar eru Alma og Jóhanna Kristín. Hrópið okkar er Ö-R-N-I-N-N flýgur Við erum búnir að fara í göngu, hella- ferð, útilegu og margt margt fleira. Svo erum við að fara að eignast vina flokk og munum skrifast á við hann eftir jól. Jólakveðja Örninn Halastjörnur Við erum flokkurinn Halastjörnur og við heitum: Agústa, Elín Ósk, Helga Rut, Kolfinna, Rakel, Sandra Sif og Sædís Birta. Foringjar okkar heita: Sandra Guðrún og Þóra Birgit. Við erum búnar að gera margt skemmtilegt í vetur, t.d. fara í sund, skreyta kerti, búa til hljóðfæri, lærðum söngva og gerðum SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.