Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 2

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Blaðsíða 2
pjr Hugvekja á aðventu Aðventan er að hefjast og heilög jólahátíð framundan. Margir finna fyrir eflirvœntingu ogfiðringi í mag- anum. Það er merkilegt hvaða til- finningar vakna í kringum helgar hátíðir jóla. Jólin eru alltaf á sérstakan máta tengd börnum og fjölskyldum. En þá gefum við gjarnan börnunum og fjölskyldunni tíma til samveru á nótum kœrleika ogfriðar, og allt sem skiptir minna máli í lífi okkarfœr að sitja á hakanum. Það að gefa hvert öðru tíma skiptir miklu máli um heilög jól, sem og á öðrum tímum. Sælla er að gefa en að þiggja segir á góðum stað og er einnig dýrmœtt að gefa hvert öðru gjafir. Gott er hins vegar að muna að allar gjafir jólanna vísa til þeirrar gjafar sem Jesús Kristur er okkur öllum. Vitringarnir frá Austurlöndum, sem sagt er frá í helgu jólaguðspjalli, færðu litla Jesú barninu gull, reyk- elsi og myrru. Þær gjafir eru tákn- rœnar fyrir stöðu Jesú hér í heimi. Gullið hefur verið málmur konunga um aldir. Reykelsið minnir okkur á bænina og tengslin við himininn. Smyrslið, myrran, er viðarkvoða og vísar til dauða Jesú og upprisu. Jesús sjálfur er hins vegar dýrmœt- asta gjöfin og mikilvœgt er að taka á móti honum í huga og hjarta, með- taka þá náð sem heilög jól færa okkur. Hátíðin minnir okkur einnig á þá ábyrgð að huga að öllum helgum heitum sem við höfum strengt, í lífi, leik og starfi, svo sem vina- heitum, hjónaheitum og skátaheit- um. Hin helga hátíð, okkur láti minnast hinna dýru heita. Eitt sinn skáti, ávallt skáti inn til bæja og út til sveita. Megi komandi aðventa vera öllum skátum, og öðrum bæjarbúum góður undirbúningur fyrir komandi hátíð jóla. Með vina- og jólakveðju, Sr. Þorvaldur Víðisson Óskum öllum bæjarbúum jjlMp /ó/a með þökk fyrir viðskiptin á árinu Staáfólk o$ eipkt Óskum öllum bæjarbúum «SPARISJÓÐUR VESTMANNAEYJA Oskum öllum bæjarbúum ISLANDSBANKI 2 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.