Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Qupperneq 5

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Qupperneq 5
í þeirri sveit eru starfandi skátar á aldrinum 15-16 ára og hefur verið mikið að gera hjá henni framan af árinu, þar sem hún safnaði sér pening í rúmt ár og lagði upp í ferðalag núna í sumar. Það var bara gaman enda lá leið okkar til Danmerkur á skátamót sem þar fór fram. Við höfum gert meira okkur til skemmtunar, t.d fórum við í ferð upp í Bláfjöll, fengum Kópa í heimsókn, fórum í heimsókn til Kópa, fengum Skjöldunga í heimsókn, nokkrir fóru í páskaútilegu, ásamt fleiri útilegum og fundum og svo var toppurinn náttúru- lega þessi Danmerkurferð. Sveitarforingja- námskeið 29.-31. október Ég sem aðstoðarsveitaforingi í Fífli átti eftir að fara á sveitarforing- janámskeið. Mér stóð til boða að fara á Úsú, á sveitarforingjanámskeið hjá Kópum og ákvað að drifa mig á það. Ég lagði af stað með Herjólfi á fös- tudeginum með seinni ferð og þegar ég kom í Herjólf var ferðalaginu mínu sko langt frá því að vera búið. Ég þurfti að bíða í tvo tíma í Þorlákshöfn, sem var mjög fínt, vegna þess að ég fékk mér bara gott í svanginn. Svo komu Heiðar (Kópur), Rakel (Kópur) og Baldur (Segull) að ná í mig. Við keyrðum á Úsú þar sem námskeiðið var sett og okkur var skipt í tvo hópa, við kveiktum varðeld. Báðir hóparnir kveiktu sinnhvom varðeldinn. Sem við áttum að halda logandi alla helgina. Svo voru fyrirlestrar. Eftir þá fóm allir að sofa. Morguninn eftir var farið í morgunmat og svo má eiginlega segja að það hafi verið meira og minna fyrirlestrar og leikir yfir daginn auk þess að við unnum í því að halda eldinum á lífi... Um kvöldið fengum við svo PIZZU (Ala- Hreiðar) sem var mjög góð og besta pizza sem ég hef fengið á námskeiði. Svo komu Fíflar til okkar og héldu kvöldvöku en þau voru í félagsútilegu rétt hjá. Daginn eftir pökkuðum við svo niður. Ég kom svo heim með fyrri ferð á sunnudeginum. Jólakveðja, Sandra Heimsókn Kópa 30. janúar-1. febrúar Skátasveitin Dögun, er ylfingasveit þar sem um 20 krakkar em skráðir, þau eru á aldrinum 8-10 ára, þetta eru bæði stráka og stelpu flokkar, þar sem flestir krakkana byrjuðu í haust. Stelpurnar eru í kringum 10, flokkurinn þeirra heitir Grallarar, flokksforingar þeirra em Þóra og írena, Fundartími Grallara er fimmtudaga kl 14:30 til 15:30. Strákamir em einnig eitthvað í kringum 10, flokkurinn þeirra heitir svörtu Emimir, flokksforingar þeirra eru Jakobína og Margrét. Svörtu Emirnir em með fundi á fimmtudögum kl 16:05 til 17:05 Sveitarforingi er Jóhanna Kristín Reynisdóttir og vil ég hvetja alla krakka sem hafa áhuga á að prófa skátana og em á þessum aldri að koma á fundi á fimmtudögum. Sjáumst hress, Kveðja, Jóhanna Kópar er skátafélagi í Kópavogi nokkrir þeirra komu í heimsókn til okkar í Skátastykkið. Þá þekktumst við ekki neitt, við byrjuðum á að bíða eftir þeim upp í skála og sungum lifið er yndislegt inn í eldhúsi þangað til að þeir komu úr Herjólfi. Það var mikil feimni í gangi hjá báðum hópum: við flúðum upp á loft en ákváðum svo að blanda geði við þessa stráka og komumst þá að því að þeir vom feimnari en við. Svo fóm foringjamir okkar með okkur í leiki sem átti að styrkja hópinn. En leikurinn var þannig að strákur, stelpa, strákur... og strákamir áttu að liggja á fjómm fótum og stelpumar liggja á bakinu og svo áttum við stelpumar að troða okkur á milli, þetta var þokkalegt fjör. Svo var farið í nokkra kynningarleiki sem var bara gaman. Farið var í spilaleikinn og eplaleikinn sem var bara stuð. Haldið var á svefnloftið og farið að sofa. Á lau- gardeginum var farið í sund og niður í skátaheimili, og borðað á Pizza 67. Eftir þetta allt saman var farið í Hellaferð, sem var gaman. Því næst var haldið upp í skála þar sem “chillað” var og svo farið að sofa. Vaknað daginn eftir og gengið frá. Kveðja Bakkabræður SKÁTABLAÐI0 FAXI 5

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.