Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Síða 9

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Síða 9
ja bývaka til að sofa undir síðustu nótt- ina því við vorum búin að skila tjöld- unum. Þetta var alveg svaka stórt svæði enda voru allir sem voru á mótinu að sofa undir svona. Um kvöldið voru síðan slitin á mótinu sem voru þau leiðinlegustu í heimi. Það voru einhverj- ir strákar að dansa með kústa sem var reyndar flott í byrjun en eftir meira en klukkutíma af því atriði var það orðið frekar leiðinlegt. Alma fór með mömmu sinni og pabba því þau ætluðu að vera lengur úti þannig að við kvöddum hana áður en við fórum að sofa. Það var mjög erfitt enda búin að vera saman í 11 daga. Við vöknuðum klukkan 5 til að pakka niður og labba þangað sem rútan átti að sækja okkur. Rútan kom á réttum tíma klukkan 7 og var þá lagt af stað í næsta bæ. Þar sem við tókum lestina til Kaupmannahafnar. Við þurftum að bíða í einn og hálfan tíma eftir lestinni þann- ig að allir fóru að skipta um föt svo við lyktuðum nú ekki illa í lestinni og á Strikinu í Kaupmannahöfn. Þegar allir voru orðnir vel lyktandi var bara byrjað að spila, á brautarpallinum, eins og við vorum búin að gera alla ferðina. Loksins kom lestin og var bara spilað í rólegheit- um og sumir lásu því það voru allir mjög þreyttir. Seglarnir voru samferða okkur hálfa leiðina og var mjög erfitt að kveðja þau enda ekki mikil tími sem gafst í það. Við héldum áfram til Kaupmannahafnar þar sem við kíktum á Strikið þar sem síðustu peningum var eytt. Síðan var farið á lestarstöðina og tekin lest á Kastrup. Við vorum ekkert voðalega klár á þetta lestarkerfi en við fundum loksins lestina okkar. En þegar við vorum búin að koma okkur fyrir kom lestarstjórinn og sagði að það væri Hér er verið að elda svínin á langeldi og er þetta bara hluti af honum. tíma að fá matinn og svo einn og hálfan að elda þannig að það þurfti að byrja snemma svo maður gæti borðað á meðan bjart var. Daginn eftir, þann 23. júlí, voru jólin. Við dönsuðum í kringum jólatré og sungum dönsk jólalög og svo voru pakkaskipti og var ýmislegt sniðugt í pökkunum. Daginn eftir var þetta hefðbundna fáni og morgunleik- fimi. Þennan dag var 12 tíma póstaleikur. Við foringjamir lögðum af stað um hálf 10 því við áttum að hjálpa til á póstunum. Krakkarnir lögðu af stað um 10 og var þeim skipt í 5 manna hópa. Það var svaka stuð og fengu þau að prófa ýmislegt nýtt. Síðan áttu allir að hittast á einum stað og elda kvöldmat. Við fórum bara til baka í tjaldbúðina okkar eftir að hafa verið í klukkutí- maröð eftir matnum okkar. Um kvöldið hurfu svo Faxa strákarnir en það var allt í lagi því þeir voru bara með krökkum sem þeir höfðu kynnst á mótinu. Á sunnudeginum var fjölskyldudagur þannig að útlendingunum á mótinu var boðið að fara í allskonar ferðir. Faxa krakkamir fóru í Legoland sem var svaka stuð en það var reyndar rigning en við létum það ekki skemma fyrir okkur. Daginn eftir sem var mánudagur fórum við í 24 klukkustunda póstaleik sem dönsku félögin sáu um, þar var ýmislegt í boði. Danir em mjög hugmyndaríkir og sniðugir að búa til leiktæki og all- skonar þrautir úr spímm. Það var líka elduð svín sem voru í kvöldmatinn og höfum við aldrei séð svona langan lang- eld áður, enda var verið að elda fyrir 25.000 manns. Um kvöldið var svo bara haldið áfram að skoða svæðið og allar byggingarnar. Þar var ýmislegt í boði t.d. elda pizzu á opnum eldi, fara í heita Matarborðið okkar, svaka hreint. sturtu síga, torfæru kappakstur með fjarstýrða bíla og í allskonar þrautir. Seinna um kvöldið var svo næturbíó á stórum skjá hjá stóra sviðinu. Þetta var skemmtileg upplifun því allir klæddu sig vel og sumir voru með svefnpokann sinn og svo var bara lagst í grasið og horft á risastóran skjá. Þegar allir íslendingarnir voru að sofna var ákveðið að fara á svæðið okkar og inn í tjald að sofa. Ekki voru allir sammála því að fara að sofa þegar þeir voru komnir að á svæðið okkar þannig að Erna, Leifa og Alma fóru að baka pizzu sem var mjög skemmtilegt. Hún heppn- aðist ágætlega, var smá bmnnin en samt góð. Á þriðjudeginum var síða öllu pakkað saman og nokkrir fóm að bygg- SKÁTABLAÐIÐ FAXI 9

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.