Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Síða 8

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Síða 8
• Danmerkurferð • Hérna má sjá hluta af bívaknum sem við gistum í síðustu nóttina á Danmörku Lagt var af stað með Herjólfi kl 8:15 til Þorlákshafnar og farið með rútu til Reykjavíkur og beint í skátaheimili Seguls þar sem við gistum. Frjáls tími var fram að kvöldmat og fórum við þá öll saman að fá okkur að borða. Um kvöldið komu tveir strákar úr Segli sem gistu hjá okkur í þessa fáu klukkutíma sem við sváfum. í ferðina fóru dróttskát- ar úr Faxa og hópur frá Segli. Við vorum búin að ákveða að vakna kl. 3 að nóttu til því foreldrar krakkanna í Segli ætluðu að keyra okkur niður á BSÍ til að taka rútuna í Leifsstöð. Þegar þangað var komið var byrjað að merkja farangurinn með appelsínugulum borðum og nafnspjöldum. Síðan var bara verslað nammi fyrir ferðina og chillað þangað til að flugvélin átti að fara. Þrem tímum seinna vorum við lent í Kaupmannahöfn og byrjuðum við á því að taka vitlausan strætó en það var bara stuð en okkur fannst það ekki lengur þegar að við vissum að við þurft- um að labba dálítið langt með allan farangurinn á bakinu. Þegar við komum á farfuglaheimilið sem var rétt hjá Kristianíu skiptum við okkur niður í herbergin og fórum í sumarfötin og beint á Strikið að eyða peningum. Um kvöldmatarleytið fóru að allir að finna einhverja matsölustaði til að borða kvöldmatinn eftir áreynslumikinn dag. Akveðið var að reyna að finna þrívíd- darbíó og var hlaupið úr einu bíói í annað og loksins þegar við fundum það rétta var síðasta sýning að klárast þannig að við fórum bara til baka á farfuglaheimilið að spila. Um nóttina vöknuðum við, við það að Erna flaug fram úr efri kojunni og varð hún öll bólgin og blá. Þegar búið var að hjúkra henni fóru allir aftur að sofa. Morguninn eftir fóru Sonja, Rósa og Erna á „skadestuen" í skoðun á meðan fóru hinir á strikið og héldu áfram að spreða. Um 3 leytið hittust svo allir á Ráðhústorginu og fórum við öll saman í Tívolíið. í tívolíinu var svaka stuð. Öll tækin voru þrædd og í sum voru famar margar ferðir. Við borðuðum á Hard Rock í tívolíinu og svo var haldið af stað í síðustu ferðirnar með fullan maga. í einu tækinu var Rósa svo hrædd að hún kallaði allan tímann „Leifa stopp- aðu tækið" og það sem eftir var voru flestir farnir að kalla þetta í öllum tækjunum sem eftir voru. Svo var haldið heim á leið eftir skemmtilegan dag. Þegar við komum heim á farfuglaheim- ilið virkaði ekki lykillinn svo við vorum læst úti en einhver hafði gleymt að loka glugga þannig að einn strákur úr Segli fór inn um gluggann og opnaði fyrir okkur en þá fór þjófavarnarkerfið í gang og vorum við mjög lengi að slökkva á því. Morguninn eftir pökkuðum við saman og tókum strætó niður á lestarstöð. Þaðan lá svo leiðin til Kliplev og var mikið sungið og spilað á leiðinni þangað. Þegar við vomm komin til Kliplev löbbuðum við á svæði þar sem farangurinn okkar var settur í stóra ruslagáma sem síðan var keyrt á mótssvæðið. Mótssvæðið var mjög stórt og voru allskonar leikir á leiðinni þang- að. Þegar við loksins fundum farang- urinn okkar fórum við að leita að svæðinu okkar. Síðan var bara byrjað á því að sækja tjöldin og tjalda þeim. Þegar allir sáu hvernig tjöldin voru geislaði gleðin af sumum og munaði litlu að þeir neituðu að sofa í tjöldunum en sem betur fer sváfu allir í tjöldunum því það var svo kalt um nóttina. Mótssetningin fyrir torgið okkar var um kvöldið sem var mjög áhugaverð þar sem bara var töluð danska og við skild- um voðalega lítið en brostum út að eyrum þegar við skildum eitthvað. Rósa og Erna lögðu aðeins seinna af stað og fundu ekki hvar setningin var og misstu því af henni. Um kvöldið vorum við svo bara að spjalla og fórum snemma að sofa. Morguninn eftir var svo mótssetn- ingin fyrir allt mótið og höfum við aldrei séð svona marga á einum stað enda voru um 25.000 manns sem er þre- falt stærra heldur en landsmót skáta hérna á Islandi. Setningin var ágæt en hún var líka á dönsku og hluti á ensku en það voru mörg skemmtileg söngatriði þar. Eftir það var haldið heim í tjald- búðina þar sem búið var til eldstæði svo við gætum eldað matinn okkar, búið til hlið og matarborð svo við gætum setið einhversstaðar þegar við borðuðum og undirbúið matinn. Við skoðuðum svæðið og kíktum líka í miðbæinn þar sem skátabúðin, bakaríið og pósthúsið voru og flest allar upplýsingamiðstöð- vamar. Það gekk bara ágætlega að kveikja eld til að elda kvöldmatinn sem heppnaðist mjög vel. Eftir kvöldmat var síðan kvöldvaka sem við misstum af þannig að við héldum bara okkar ís- lensku kvöldvöku þegar allir Danirnir voru farnir. Morguninn eftir var glam- pandi sól og fórum við ásamt foringjunum úr Segli í foringjadagskrá og krakkarnir í dagskrá sem átti að vera matreiðsluþáttur en þegar þau mættu komust þau að því að hann átti ekki að vera fyrir hádegi þannig að þau fóru bara heim á svæðið okkar í sólbað. Eftir hádegi fóru þau á „ströndina" en þar var búið að búa til stóra rennibraut, setja sand eins og er á ströndinni sem var voðalegt stuð. En þar sólbrunnu mjög margir. Sturturnar sem voru á svæðinu voru ískaldar og mjög sérstakar en samt mjög skátalegar. Skelltu sér allir í þær eftir skemmtilegan dag á ströndinni. Síðan var kíkt á supermarket, þar sem ýmislegt var til, og á netkaffi til að senda fréttir heim að það væri voðalega gaman og allt í lagi með alla. Svo var haldið heim á leið til að byrja að elda kvöldmatinn. það tók yfirleitt klukku- 8 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.