Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Side 4

Skátablaðið Faxi - 01.12.2004, Side 4
„Vatnasafarf’ Flokksfor ingj anámskeið 17.-19. september Fórum í Herjólf klukkan hálf 4 og þeir sem hafa farið í Herjólf vita hvemig það er. Þegar við komum í Þorlákshöfn, þurftum við að bíða í sjoppunni geðveikt lengi. Þegar rútan okkar kom loksins fómm við upp á Ulfljótsvatn og þá var okkur sagt í hvaða hópum við væmm, fyrirlestur var haldin um hvernig maður eigi að vera foringi, eftir það fengum við kakó. Það fóm svo allir inn í herbergin sín að bíða eftir að þeir sem sáu um námskeiðið fæm að sofa svo að við gætum spjallað. Sumir fóm að tala saman en sumir að sofa, en verkefnið sem við fengum var það að við áttum að halda lífi í eldi alla helgina. Við vomm vakin með geðveikum látum klukkan átta um morguninn í fána og morgunleikfimi, svo að sjálfsögðu var skálaskoðun. Við áttum að klæða okkur fyrir dagskrána. Fyrst fómm við á fyrir- lestur hjá Gísla sem fjallaði um skipulag á fundum og endaði með leikjum. Við fórum í klessuleikinn þar sem allir áttu að festa sig saman við næsta mann og nokkrir áttu að reyna svo losa flækjuna.. Eftir hádegismatinn máttum við aðeins tala saman en svo fórum við í dagskrá. Við gerðum gifsmót laufblaði, löbb- uðum einhverja braut þar sem maður fór ofan í drullu og eitthvað ógeð, trjá- greiningu, poppa yfír opnum eldi, smakka allskonar dót sem við fundum í náttúrunni, og í ratleik fram að kaffi þar sem við fengum köku og kex. Eftir það fóru margir í vatnasafarí sem var mjög gaman að horfa á. Eftir að allir voru búnir að þurrka sig og klæða sig vel þá var skipt í tvo stóra hópa, einn hópurinn Svaka fjör á flokksforingjanámskeiðinu! labbaði upp á fjall til að horfa á kanó kappakstur þar sem græni báturinn vann. Þegar sumir voru búnir að jafna sig eftir að hafa tapað löbbuðum við lengra til að fá að fara með kanó til baka. Flottur matur beið okkar upp í skála, enda allir mjög svangir. Aftur var farið í vatnasafarí þar sem sumir fóru ofan í og aðrir horfðu á og hlógu og tóku myndir. Svo var haldið aftur inn og nokkrir tóku sig til við að mála strákana og svo var farið að sofa þar sem fólk var búið að vaka nokkuð lengi. Ræs var klukkan 8 í fáni og morgun- leikfimi. Svo fóru bara allir að taka til og þrífa herbergin fyrir skála skoðun því enginn vildi þnfa klósetið. Allir ógeðslega úldnir í morgunmat, haldin var fyrirlestur sem fáir hlustaðu á. Það var svo ákveðið að hætta við alla dagskrá svo að við gætum kvatt alla krakkana með því að krota á hendur hvort á örðu. í hádegismatnum var varla tími til að borða því það töluðu allir svo mikið. Að lokum voru teknar myndir, talað saman og farið í leiki, en það var mjög erfitt að kveðja krakkana. Enda skemmtileg- ur félagskapur alla helgina og mjög gaman. Kveðja Bakkabræður Vífilsbúð 27.-29. febrúar Fórum með Herjólfi upp á land á fös- tudegi og ætluðum okkur að fara í vinaútilegu til Kópana. Þegar við komum inn í skálann fórum við upp á loft að búa um okkur og spjölluðum dulítið. Síðan fórum við niður og fengum okkur að borða og svo var farið að sofa. Daginn eftir vöknuðum við og fengum morgunmat og þegar við vorum tilbúin fórum við út að kveikja eld og varð hann að risastóru báli og við lékum okkur að setja drasl á eldinn. Svo var farið í hring og punkt og var farið í felur sig á ýmsum stöðum, þar á meðal kam- rinum (sem var bara ógeðslegur) og einn strákanna læsti stelpur inni. Þær urðu alveg brjálaðar því lyktin var svo ógeðs- leg, en auðvitað hringdu þær bara í Leifu og báðu hana um að opna kamarinn. Svo fengum við okkur að éta og bara chillað, talað saman og svoleiðis. Svo vorum við reknar í föt og okkur sagt að fara út, í hellaferð, þar sem skoðaðir voru einhverjir hellar. Við máttum ráða hvort við vildum fara í annan og allir nema Margrét og Þóra nenntu því ekki og reyndu þær þá að komast aftur í Vífilsbúð sem var dálítið snúið því þær fundu ekki skálann. Þegar allir komu til baka var farið í leiki og talað saman. Daginn eftir var gengið frá og farið í okkar yndislega Herjólf. Geggjað skemmtileg ferð í alla staði takk fyrir útileguna Kveðja Bakkabræður 4 SKÁTABLAÐIÐ FAXI

x

Skátablaðið Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.