Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Qupperneq 5
íslandssögunnar sem vildu bæði nema
ný lönd og kanna ókunn svið í hópi fé-
laga og vina.
Fálkaskátar starfa í 5-7 manna flokkum
jafnaldra sem funda vikulega. Flokk-
arnir velja sér spennandi verkefni að
fást við og njóta leiðsagnar fullorðinna
foringja þegar á þarf að halda.
Nokkrir flokkar mynda skátasveit sem
vinnur saman að margskonar verk-
efnum og fer saman í ferðir og útilegur,
jafnt sumar sem vetur.
Verkefnin og ferðirnar hafa tilgang, því
þó þau séu spennandi og skemmtileg,
eru þau einnig leið skáta til að auka
þekkingu og færni og búa skátana und-
ir lífið sem virka, ábyrga og sjálfstæða
einstaklinga sem bera virðingu fyrir
landi sínu og náttúru.
Almennar upplýsingar um skátastarfið
má finna á skatarnir.is
Skátafélagið Faxi vill færa öllum styrkt-
araðilum og velunnurum sem hafa
styrkt starfið á einn eða annan hátt í
gegnum tíðina kærar þakkir.
Ykkar stuðningur er okkur dýrmætur
og mikilvægur til þess að við getum
haldið áfram að hlúa að öflugum hætti
að æskulýðsstarfi Eyjanna.
Frosti Gíslason
félagsforingi Faxa.
Gaman í útilegum
Fálkaskátaflokkurinn Tækniskátar fór í útilegu í skátastykkið á dögunum og skri-
faði sjálfúr um ferðina.
Við byrjuðum að hittast eftir kvöldmat og undirbjuggum þá fyrir alla helgina. Við
vöknuðum kl.8:00 á laugardaginn og fórum í morgunleikfimi. Síðan vorum við
að spila og fara í leiki og hafa gaman Þegar það byrjaði að dimma fórum við í
feluleik úti með vasaljósum sem var mjög gaman. Síðan grilluðum við pylsur yfir
varðeldi. Morguninn eftir vorum við með amerískar pönnukökur, egg og bacon.
Eftir það vorum við bara að taka til eftir okkur og fórum síðan heim.
Þetta var allt mjög skemmtilegt og við hlökkum til að fara aftur í útilegu.
Kveðja Bjami, Andri, Leifúr Rafn, Trausti, Þráinn og Snorri
Útgefið í desember 2014
Útgefandi: Skátafélagið Faxi
Abyrgðarmaður: Marinó Sigursteinsson
Ritstjórar: Frosti Gíslason og Flóvent Máni
Prentun: Prentsmiðjan Eyrún
hVtLA0/<0
'X’nna^
5