Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Blaðsíða 6
Drekaskatar
Drekaskátar eru skátar á aldrinum 7-9 ára
og aðaláherslan í starfi er að að drekas-
kátinn læri að sýna hjálpsemi og sýni vilja
til að gera sitt besta. Drekaskátar kynnast
náttúru og stunda útivist í nærumhverfi
Eyjanna.
I drekaskátastarfi er lögð áhersla á
reynslunám, að læra af því að vinna verk-
efni en ekki af bókum eða útskýringum
annarra. Margt er hægt að læra með leikj-
um og verkefnum í nærumhverfi okkar.
Því fara drekaskátar mikið í fjölbreytta og
skemmtilega leiki, jafnt úti sem inni.
Skátastarfið hjá Drekaskátum hefúr geng-
ið vel og höfum við gert ýmsa skemmti-
lega hluti.
A hverjum skátafundi er farið í leiki
og unnið að ýmsum skemmtilegum verk-
efnum. Við höfum mikið verið að vinna
með íyrstu ljórar greinar skátalaganna,
sem eru að skáti er hjálpsamur, glaðvær,
traustur og náttúruvinur.
En jafnframt höfum við verið að æfa
okkur í að vinna saman í hópum. Við
höfum farið í gönguferðir, í hellaferðir og
ijallgöngur og út í spröngu að sjálfsögðu.
Eitt það skemmtilegasta við skátalífið er
útilífið. Því höfum við farið t.d. í Sýslu-
mannskór, Strembuhelli og bakað brauð
yfir opnum eldi og alls konar svoleiðis.
Við fórum og heilsuðum upp á lundapysj-
umar á fiskasafninu og fórum svo á vigt-
artorgið til að gefa
fiskunum að borða.
Eitt af þeim verk-
efhum sem við emm
stoltust af er hreins-
unin á Strembuhelli
fyrr á árinu.
Við höfum líka
nokkrum sinnum
farið í Fab Lab og
búið til einhverja
skemmtilega hluti.
Þá höfúm við einnig
verið að búa til
nokkuð stór hús úr pappa í salnum í skáta-
heimilinu
Við leiðum skrúðgönguna áffam á
sumardaginn fyrsta og 17.júní með okkar
frábæru Lúðrasveit Vestmannaeyja og
það finnst okkur gaman.
Fyrir skátamót þá undirbúum við okkur
með því að æfa okkur að tjalda og gera
hnúta og svoleiðis.
Drekaskátamótið á Úlfljótsvatni
Einn af hápunktunum í starfinu okkar á
þessu ári var ferðin okkar á drekaskáta-
mót í byrjun júní. Þá fórum við með Herj-
ólfi og keyrðum á Ulfljótsvatn. Þar hittum
við um 300 aðra drekaskáta og gistum við
öll í tjöldum í eina nótt. Dagskráin gekk
mjög vel og var sérlega skemmtileg fyrir
alla drekaskáta. Drekaskátarnir byrjuðu
á að tjalda og koma tjaldbúðunum í lag.
6