Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Page 12

Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Page 12
Útlagar Skátaflokkurinn Utlagar var stof- naður 27.október árið 1942. Þama vom samankomnir 10 áhugasamir drengir úr Skátafélaginu Faxa. Þeir höfðu saknað sárt þess félagslífs og skátaanda sem þeir þekktu Ifá starfinu í Faxa. í flokknum voru brottfluttir skátar úr Faxa en vildu starfa áffam í raunhæfu skátastarfi og unnu skátamir þar náið með Skátafélaginu Faxa. Skátunum í Útlögum fjölgaði og þeir hafa haldið reglulega fundi til dagsins í dag. Nú á dögunum afhentu tveir af Útlö- gunum Berent Th Sveinsson og Oskar Þór Sigurðsson skjalasafn Útlaga, fundargerðarbækur myndir og bækur til Héraðsskjalasafns Vestmannaeyja til varðveislu. Jafnframt afhentu þeir Skáta- félaginu Faxa málverk og bók að gjöf. Besta helgi ever Fálkaskátaflokkurinn Svörtu slaufurnar fór í útilegu í skátastykkið á dögunum og skrifaði sjálfur um ferðina. Við fómm í skátastykkið i útilegu um helgina. Það var gaman. Við fómm í feluleik inni með slökkt ljósin og við notuðum vasaljós og svo fengum við grillaða sykurpúða í örbylgjuofni. Svo fómm við út að leika við Kollý og svor fómm við að háma og spjölluðum smá og fómm svo að sofa. Við vöknuðum kl: 10:00 og borðuðum morgun mat og tó- kum til og skúmðum og nokkrar stelpur fóm í sund og þá var besta helgi ever búin. í Svörtu slaufunum em Elísa Hallgríms- dóttir, Súsanna Sif Sigfúsdóttir, Þorg- erður Katrín Adólfsdóttir, Jóhanna Björg Bjamadóttir, Unnur Bima Hallgrímsdót- tir, Amelía Nótt Gunnarsdóttir og Fjóla Kristný Andersen. Hreinsa Strembu- helli Skátar i Skátafélaginu Faxa ákváðu að hreinsa Strembuhelli eftir að hafa farið þangað í gönguferð og komið að helli- num í miður góðu ásigkomulagi. Skátami í Faxa, bæði dreka-og fálkaskátar létu það sig ekki fá að taka hellinn í gegn og gera hann boðlegan gestum á ný eftir að msl hafi safnast þar fyrir í mörg ár. Næsta skref hjá skátunum er að eiga samstarf við fleiri aðila og koma mykju út úr hellinum sem hafði verið dælt í hann á ámm áður. Berenth Sveinsson úr Skátaflokknum Útlögum hafði samband við okkur í Faxa og fagnaði þessu framtaki skátanna mjög og sagði okkur að þeir hafi einmitt gert þetta sama um 1940 þegar þeir vom starfandi í Faxa á sínum tíma. Við afhendinguna vom ræddar minningar úr skátastarfinu fyrr og nú og rætt um hin miklu jákvæðu áhrif sem skátastarfið hefur haft á líf fjölmargra. Stórkostlegur vinskapur sem haldist hefúr í gegnum tugi ára og er skráður á skemmtilegan háttí fúndargerðarbækur og ljósmyndir og er nú gerður aðgengilegur fyrir alla skáta og alla Vestmannaeyinga. 12

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.