Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Page 14

Skátablaðið Faxi - 01.12.2014, Page 14
Manstu okkar fyrsta fund Óskar Þór Sigurðsson Þetta er hending úr kvæðinu „í Eyjum“ eftir Öm Amarsson. Skátahópurinn svo kallaði fór í sína fyrstu ferð í Þjórsárdal fyrir mörgum ámm. Síðan þá hefur þessi hópur sem saman stendur af 30 eldri skát- um úr skátafélaginu Faxa hist einu sinni á ári þ.e. í október og dvalið á mismun- andi stöðum eina helgi. Þó svo að allir í hópnum hafi ekki verið skátar þá tengjast þeir hópnum í gegnum Eyjar. Hópnum er skipt í þrjár grúppur þ.e. böm Ola Odd- geirs, Halldór Ingi og co og síðan Eyja- hópurinn. Hver grúppa skipuleggur hverja samvem í það skipið. I okkar árlegu ferð í október s.l. haust var farið um Suður- land og sögustaðir skoðaði, þessa sam- veru skipulagði Eyjahópurinn !. Gist var í veiðihúsum við Eystri - Rangá. I upphafi dags var farið að Gunnarsholti þar sem Landgræðslan er með aðstöðu, þar tók á móti okkur Sveinn Runólfsson og leiddi okkur í allan sannleikann um landgræðslu og störf Landgræðslu íslands hófs leið- angurinn í Sagnagarði sem er veglegt og einstaklega vel skipulagt fræðasetur þar er sögu gróður- og jarðvegseyðingar á Is- landi gerð skil í máli og myndum. Sagt er frá baráttu við afleiðingar eldgosa og Hópur eldri skáta sem koma reglulega saman. Hér eru þeir i veiðihúsinu við Eystri-Rangá. óblíð náttúruöfl. Saga frumherjanna í landgræðslu er rakin og barátta þeirra við vantrú almennings. Greint er frá 100 ára sögu landgræðslustarfs á Islandi og lýst helstu verkefnum í endurheimt landgæða og vistkerfa, gróðurvemd og alþjóðlegu samstarfi. Þegar innliti í Sagnagarð lauk og Sveinn kvaddur, var haldið að Hellu þar sem áð var að Veitingastaðnum Arhús. Þar skyldi snædd súpa, þegar þangað kom vom þar fyrir tveir fyrrverandi félagsfor- ingjar Skátafélagsins Faxa þeir Óskar Þór Sigurðsson Utlagi og Jón Ögmundsson frá Litlalandi. Þriðji félagsforinginn var í hópnum Halldór Ingi Guðmundsson kenndur við verslunina Kjama . Eftir að hafa heils- ast að skáta sið var sest að borðum og súpan snædd kvaddi Óskar sér hljóðs og þakkaði gott boð og minntist ferða skáta frá Eyjum til Hellu fyrr á tímum. Þá var flogið frá Eyjum og lent við Hellu, eða siglt til Stokkseyrar síðan farið með rútu til Reykjavíkur, þaðan lá leiðin á skátamót á Akureyri eða til annarra staða. Alltaf legið í tjöldum, á túnum eða gist á heimilum á leið til hinna framandi staða. Þá minntist Óskar Þór á nýafstaðna ferð hans og Berents Th. Sigurðssonar til Eyja þar sem þeir afhentu Skjalasafhinu hér ýmis gögn frá Skátaflokknum Útlögum sem var stofnaður i Reykjavík 23.októ- ber 1942. Margir Útlagar em nú „famir heim“en skátaflokkurinn hefúr starfað óslitið í meria en 60 ár og haldið 700 yfir 700 skátafúndi. Útlagar em því elsti skátafiokkur í heiminum í dag. Þegar Óskar Þór lauk máli sínu stóðu allir upp frá borðum og sunginn Bræðralagssöng- urinn, að hætti skáta farið með skátahróp Tikka likka tikk !!. Þeir félagar Jón Ö og Óskar Þór þökkuðu fyrir sig og þeir kvaddir. „Örlögin á önnur sund okkar stýrðu fleyjum“. Haldið að Sögusetrinu á Hvolsvelli, Njáluslóð könnuð og Refillinn stunginn, þar fræddi Sigurður Hróarsson forstöðumaður okkur um Njál og Berg- þóm lífsbaráttu þeirra og örlög. Þama áttum við ógleymanlega stund og menn og konur algjörlega hugfangin af þessari sögu eins og Sigurður sagði ffá. Þá var komin tími á að halda til náttstaðar því enn var talsverð dagskrá eftir. Þegar í hús var komið tók við föndrið mikla þar sem vináttan átti hug og hjörtu hópsins „sama von og sama þrá sveinum hjá og meyjum“ sagði skáldið. Síðan var snæddur hátíðarkvöldverður og lauk honum með kvöldvöku þar sungnir voru skátasöngvar langt inn í nóttina. Það var glaður og endumærður hópur sem þakkaði samvemna og hver hélt til sýns heima, fúllur tilhlökkunar um endurfúndi að ári . „Manstu okkar fyrsta fúnd ? Fagurt var í Eyjum“. Með skáta kveðju Ólafur Lárusson 14

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.