Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Page 5
Þakkir til sjálfDoðalíða Faxa,
samstarisaðila og velunnara
Skátafélagið Faxi þakkar öllum sjálboðaliðum félagsins
kærlega fyrir vel unnin störf. Sjálfboðaliðar félagins
hafa tekið þátt í fjáröflunum, unnið að uppbyggingu á
húsnæði félagsins, hjálpað til á skátamótum, í útilegum,
skátafundum, kvöldvökum og í öðru starfi.
Kærar þakkir fyrir ykkar ómelanlega starf.
Félagið er þakklátt fyrir alla þá hjálp sem það hefur
fengið á undanfömum árum í formi vinnu, aðstoðar,
velvildar,afslátta, kaupa á þjónustu eða hvers konar styrkja
og er öllum færðar kærar þakkir fyrir. Margs er að minnast
og margt er hér að þakka.
Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur stutt við starfsemi
skátanna með hvers kyns aðstoð og liðleg heitum alla tið
enda gera byggir félagið á grunni Hjálparsveitar Skáta. Stór
hluti skáta starfar síðar meir með Björgunarfélaginu og
erum við þakklát fyrir einstaklega gott og ljúft samstarf.
Vestmannaeyjabær hefur styrkt félagið á undanfömum
árum með rekstrarstyrk og hefur stutt félagið vegna
viðhaldframkvæmda félagsins á Skátaheimilinu við
Faxastíg og er bænum færðar kærar þakkir fyrir.
Isfélag Vestmannaeyja færði Skátafélaginu Faxa nú á
dögunum myndarlegan styrk til uppbyggingar í félaginu og
er Isfélaginu færðar kærar þakkir fyrir.
Endurbætur á skátabústað í Skátastykkí
Síðastliðið vor og sumar unnu sjálfboðaliðar að
endurbótum á Skátabústaðnum í Skátastykki, máluðu
allt húsið að utan og lökkuðu glugga, löguðu bekki og
unnu að fleiri endurbótum í húsnæði skátastykkisins.
Húsnæðið lítur mun betur út og búið er að laga klæðningu
og þakkassa en næsta verkefni snýr að lagfæringum á þaki
hússins.
Fleiri byggingar í Skátastykki
Síðastliðið vor fengum við að gjöf tvö hús frá Eimskip
til þess að koma fyrir á svæði félagsins í Skátastykki.
Húsin munu nýtast vel skátastarfinu á svæðinu og verða
m.a. notuð sem þjónustuhús á World Scoul Moot sem
haldið verður í júlí 2017. Skátafélagið Faxi þakkar fyrir
höfðinglega gjöf til félagsins.
Skátafélagið Faxi fékk húsin að gjöf með því skilyrði
að fiytja þau og til verksins voru fengnir helstu
sérfræðingar landsins á því sviði JáVerk. Þeir komu til
Eyja með sérhæfð tæki og tól til þess að flytja húsin upp
í skátastykki og flutningurinn gekk vonum framar og var
verkið sérlega faglega unnið af þeim JáVerksmönnum.
Sjálfboðaliðar Faxa undirbjuggu húsin fyrir flutninginn
og aðstoðuðu við að koma húsunum á réttan stað. JáVerk
og sjálfboðaliðunum eru færðar kærar þakkir fyrir þeirra
framlag.