Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Qupperneq 10

Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Qupperneq 10
Landsmót skáta 2016 Landsmót skáta er haldið annað hvert ár og var haldið í 29. skiptið dagana 17.-24 júlí 2016 . Mótið fór fram á Úlfljótsvatni en þar er Útlífsmiðstöð skáta staðsett. Mótið var fyrir skáta á aldrinum 10 - 22 ára. A mótinu var einnig boðið upp á fjölskyldubúðir sem stóðu öllum opnar. Fjölskyldur frá Eyjum tóku þátt í fjölskyldubúðum og þeirri dagskrá sem þar var boðið uppá. Góður og samheldinn hópur fálka- og dróttskáta frá Faxa tók þátt í Landsmótinu. Farið var með Herjólfi og fengum við lánaðan bíl Björgunarfélagsins í Eyjum yfir mólið til þess að flytja skáta og búnað á staðinn. Fararstjórar voru Frosti Gíslason og Armann Höskuldsson. Skátafélagið Faxi var saman í tjaldbúðum með vinafélagi okkar Mosverjum og er þeim þakkað frábæra samveru og samvinnu á mótinu sjálfu og eftir það. Dagskrá mótsins var allt í senn, fjölbrcytt, vönduð, spennandi og gefandi. Hún krafðist virkrar þátttöku skátanna og skapaði skilyrði fyrir sköpunargleði þeirra. Yfir daginn störfuðu þátttakendur í skátaflokkum við fjölbreytt viðfangsefni. Viðfangsefhin völdu flokkamir sjálfir. Hluti dagskrárinnar fór frarn á mótssvæðinu sjálfu en einnig er nýtt falleg náttúra Úlfljótsvams og umhverfi þess. A hverjum morgni var blásið til fótaferðar kl. 08:00. Þá drifu allir sig á fætur til að sinna hefðbundnum morgunverkum og snæða morgunverð. Að sjálfsögðu voru Faxaskátar með stærstu fánastöngina á mótinu. A hverjum morgni var fánahylling og að henni lokinni fóru skátaflokkamir í opna dagskrá sem hófst kl. 10:00. Hádegisverð snæddu flokkamir í tjaldbúðinni eða höfðu með sér nesti ef þeir voru í ævintýraferð í nágrenni mótssvæðisins. Eftir hádegisverðin fóru skátaflokkamir í valdagskrá sem þeir höfðu valið sér. Flokkadagskrá lauk kl. 16:30 og þá tóku við fjölbreytt verkefni og var af nógu að taka. Stundum þurfti að sinna ýmsum verkefnum vegna undirbúnings kvölddagskrár svo sem að undirbúa skemmtiatriði eða þátttöku í stórleik. Að lokinni kvölddagskrá var komið í tjaldbúðir þar sem í boði var heitt kakó og kex að skátasið. Kyrrð var á mótssvæðinu frá kl. 23:00. Skátamir frá Eyjum vom virkir í valdagskránni. I ferðaveröld fórum við m.a. i göngu að Ljósafossstöð þar sem við skoðuðum frábært orkusafn og fengum kakó. Að því loknu fórum við svo á skátasafnið, en það er staðsett í húsnæði rétt hjá Ljósafossstöð. Dagurinn var svo fullkomnaður með því að fara í sund í

x

Skátablaðið Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið Faxi
https://timarit.is/publication/1269

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.