Skátablaðið Faxi - 01.12.2016, Page 13
Skátalíf er útilíí
Skátarnir fara í gönguferðir um fjöll
og firnindi.
A skátafundum í september fóru
drekaskátar í göngu í gömlu
efnistökunámuna við Hástein og bjuggu
til lítil listaverk úr því sem þar er. Síðan
var farið í leiki.
Skáti er náttúruvinur og því tökum við
alltaf með okkur poka og týnum rusl sem
verður á vegi okkar.
Við förurn líka oft úl í spröngu og
viðhöldum þeirri aldagömlu hefð
Vestmannaeyjinga að spranga. Skátamir
koma líka oft við í Sýslumannskór og
virða fyrir sér bæinn og þær breytingar
sem eru á honum frá degi til dags.
Fálkaskátar fóru í fjallgöngu á
Heimaklett og fóru að sjálfsögðu alla
leiðina á toppinn. Þegar á toppinn var
komið var að sjálfsögðu dabbað. Það
dabb vakti athygli út fyrir Eyjamar og
Morgunblaðið birti myndir úr ferðinni af
dabbinu.
Skátastarf er skapandi
od skáti er traustur íéladi oá vinur
í skátaslarfi er lögð áhersla á vináttuna
og samvinnu við úrlausn verkefna.
I skátastarfinu vinna krakkamir að
skapandi verkefnum og þurfa að leysa
mismunandi úrlausnarefni saman. A
nokkrum skátafundum hjá drekaskátum
hafa krakkamir fengið bylgjupappa og
frelsi til að búa til eitthvað úr honum.
Margir skátamir bjuggu til hús en
aðrir fóru að gera hluti í húsin. Margar
frumlegar hugmyndir komu frá skátunum
og skemmtilegt að sjá hvað margt er hægt
að gera úr bylgjupappa.
A skátafundum hjá dreka-og fálkaskátum
í september æfðum við okkur í
hópavinnu. Við unnum saman að úrlausn
verkefnis, um hvemig við gætum látið
egg falla úr 5 metra hæð á jörðina án þess
að skuminn myndi brotna.
Skátamir nýttu sér aðstöðuna í Fab Lab
smiðjunni í Eyjum og skemmtu sér vel
við krefjandi verkefnið. Gleðin leyndi sér
ekki hjá þeim skátum sem tókst að láta
eggið falla án þess að brjóta skumina.
Skátamir höfðu allir gaman að verkefninu
og miklar umræður urðu út frá þvi..
Markmið skátastarfs er að þroska böm og
ungt fólk til að verða sjálfslæðir, virkir og
ábyrgir einstaklingar í samfélaginu. Þetta
er dæmi urn hvernig við nýtum okkur
leiki í skátastarfi til þess að efla fæmi á
mismunandi sviðum.
©