Fréttablaðið - 03.01.2018, Blaðsíða 4
kjaramál „Ég tel ekki vænlegt til
árangurs að taka til beinna varna
fyrir frú Agnesi biskup af því að þar
með vöðum við inn í þá gildru sem
búið er að spenna upp,“ segir Krist-
ján Björnsson, formaður Presta-
félags Íslands, í bréfi til presta innan
þjóðkirkjunnar um áramótin.
Eins og kunnugt er hafa fréttir
verið sagðar af launamálum og
kjörum presta og biskupa í kjölfar
ákvörðunar kjararáðs fyrir jól um
breytingar á launum þessara hópa.
Þar hefur umfjöllun um mál Agnes-
ar M. Sigurðardóttur biskups verið
mest áberandi enda er hún launa-
hæsti starfsmaður þjóðkirkjunnar
og fékk 22 prósenta launahækkun
sem auk þess var afturvirk í eitt ár.
Fram kom á Vísi í gær að Presta-
félagið hafði lagt til við kjararáð að
biskupinn fengi um 170 þúsund
króna meiri hækkun en síðan varð
raunin. Ef farið hefði verið að vilja
félagsins hefðu mánaðarlaun bisk-
ups hækkað í um 1.720.000 krónur
í stað þeirra 1.553.000 króna sem
biskupi voru úrskurðaðar. Launa-
hækkunin hefði þá verið 34 prósent.
Ljóst er af fyrrnefndu bréfi for-
manns Prestafélagsins að hann
telur fréttaflutning af þessu mál-
efni skipulagðan til að koma höggi
á þjóna kirkjunnar. Ráðlegt sé að
prestar almennt stígi ekki inn í
umræðuna um kjaramál biskupsins.
„Við það mun umfjöllun um frú
Agnesi fá nýtt eldsneyti sem tryggir
áframhaldandi neikvæða umfjöllun
um hana á þennan persónulega hátt
sem verið er að reyna að leiða okkur
inn í,“ segir í bréfi Kristjáns.
Athygli vekur að Kristján sýnist
telja kynferði biskupsins ráða inni-
haldi frétta um kjaramálin. „Þetta
er örugglega kynbundin aðför. Það
mætti vel hugsa það í ljósi #metoo
eftir áramótin og bið ég ykkur að
hugsa það vel,“ skrifar Kristján í
bréfi sínu.
Í samtali við Fréttablaðið kveður
þó við annan tón hjá Kristjáni er
hann er spurður hvort fréttaflutn-
ingur af kjaramálum biskups mark-
ist af því að hún er kona.
„Það er búinn að vera alvarlegur
og góður þungi í #metoo-bylting-
unni og mér finnst vera svo mörg
alvarleg mál sem liggja þar að baki;
ofbeldi og brot gagnvart fólki að
mér finnst ekki vera hægt að nota
þá umræðu yfir þessa stöðu,“ segir
Kristján. Ekki þurfi að vorkenna
biskupi Íslands.
„Ég er líka mjög skeptískur á það
að nota hugtök eins og kynbundið
ofbeldi eða einelti um stöðu í
pólitík eða stöðu embættismanns
vegna þess að þau hugtök eru svo
dýr í mínum huga,“ heldur Kristján
áfram. Þessi hugtök eigi við um fólk
sem hafi raunverulega orðið fyrir
gríðarlegu ofbeldi og verulegum
skakkaföllum í lífinu. „Mér finnst
ekki réttlætanlegt að nota svoleiðis
hugtök um þessa stöðu sem er núna.
Við erum ekki í neinu einelti.“
gar@frettabladid.is
Fréttir sagðar kynbundin aðför
Agnes M. Sigurðardóttir biskup í ræðustóli á kirkjuþingi í desember. FréttAblAðið/Anton brink
Við það mun
umfjöllun um frú
Agnesi fá nýtt eldsneyti sem
tryggir áframhaldandi
neikvæða umfjöllun um
hana á þennan persónulega
hátt sem verið er að reyna að
leiða okkur inn í.
Kristján Björnsson,
formaður Presta-
félags Íslands
Formaður Prestafélags
Íslands hvetur presta til
að verja ekki Agnesi M.
Sigurðardóttur biskup
því þá séu þeir að ganga í
uppspennta gildru. Um-
fjöllun um biskupinn sé
örugglega „kynbundin
aðför“. Hann hvetur til
þess að málið sé hugsað í
ljósi #metoo.
Fyrir þig í Lyfju
Bólgueyðandi og verkjastillandi munnsogstafla
við særindum í hálsi
Öflug lausn við hálsbólgu!
HUNANGS
OG SÍTRÓNU-
BRAGÐI
APPELSÍNU-
BRAGÐ
SYKURLAUST
Strefen 8,75 mg munnsogstöur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöur. Innihalda urbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en
12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöu rólega og láta leysast upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyð lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli
fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyð á www.serlyaskra.is.
Strefen-5x10-Lyfja copy.pdf 1 01/02/17 12:18
Sjávarútvegur „Ef ekkert verður
að gert, þá blæðir okkur bara út.
Þetta er grafalvarlegt ástand,“ segir
Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri
Íslandssögu, um rekstur sjávarút-
vegsfyrirtækja.
Til stendur að breyta fyrirkomu-
lagi veiðileyfagjalda og afkomu-
tengja þau. Lilja Rafney Magnúsdótt-
ir, formaður atvinnuveganefndar
Alþingis, segir tilganginn að skoða
samsetningu veiðigjaldanna. Veiði-
gjöldin séu byggð á tveggja ára
gömlum upplýsingum. Það hafi
þýtt að 1. september síðastliðinn
hafi gjöldin hækkað mjög mikið. Sú
hækkun hafi ekki verið í takti við það
sem afkoman sýndi. „Í stjórnarsátt-
málanum segir að við ætlum að taka
mið af afkomu þegar veiðigjöldin eru
annars vegar,“ segir Lilja Rafney við
Fréttablaðið.„Þegar þú eykur skatt-
heimtu milli ára um 345 prósent, þá
heggur það í. Þegar þetta snýst um
það að 10 til 15 prósent af tekjunum
hjá útgerðinni fara í greiðslu veiði-
gjalda þá þarf að taka það einhvers
staðar,“ segir Óðinn. Hann hefur
tvenns konar athugasemdir við
kerfið eins og það er. Annars vegar að
miðað er við afkomu allt annars árs.
Hins vegar sé stærstur hluti gjaldsins
lagður á vegna bolfiskveiða.
„Það er nauðsynlegt að skoða
þetta í samhengi við mismunandi
útgerðarflokka og afkomu innan
greinarinnar,“ segir Lilja. Skipuð
verður þverpólitísk nefnd vegna
endurskoðunarinnar þegar þing
kemur saman. Lilja segir að reynt
verði að vinna eins hratt og mögulegt
er og útilokar ekki að gerðar verði
breytingar sem nái til yfirstandandi
fiskveiðiárs. – jhh
Segir 345 prósenta hækkun skapa alvarlegt ástand
Ef ekkert verður að
gert, þá blæðir
okkur bara út. Þetta er
graf alvarlegt ástand.
Óðinn Gestsson, framkvæmdastjóri
Íslandssögu
umHverFISmál Hæsta sólarhrings-
meðaltal svifryks frá upphafi mæl-
inga var mælt við Grensásveg fyrstu
klukkustundir nýs árs. Mengunin
var yfir mörkum á öllum mælistöðv-
um Reykjavíkurborgar.
Samkvæmt mælingum Reykja-
víkurborgar hélst styrkur svifryks
hár nær allan sólarhringinn en
venjulega fellur styrkurinn hratt
þegar líða fer á nóttina. Ástæðan er
samspil veðuraðstæðna og mikils
magns ryks í andrúmsloftinu.
Hæsta hálftímagildið mældist
klukkan 1.30 á nýársnótt við Gren-
sás, eða 2.506 míkrógrömm á rúm-
metra. Á sama stað mældist hæsta
sólarhringsmeðaltal frá upphafi
mælinga, hærra en þegar gaus í Eyja-
fjallajökli 2010.
Við Grensásveg fór styrkur svif-
ryks 17 sinnum yfir sólarhrings
heilsuverndarmörk árið 2017. – khn
Styrkur svifryks
óvenju hár lengi
veÐur Ríflega hundrað manns
höfðust við í fjöldahjálparstöð í Vík
í Mýrdal í gærkvöldi eftir að þjóð-
veginum frá Markarfljóti að Vík
var lokað. Fjöldahjálparstöðin var
opnuð á áttunda tímanum í gær-
kvöldi og komu þangað mun fleiri
en búist hafði verið við.
„Einhverjir munu gista í íþrótta-
húsinu í Vík en aðrir hafa í hyggju
að fara áfram þegar vegurinn verður
opnaður á ný,“ segir Sveinn Rúnar
Kristjánsson, yfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á Suðurlandi.
Vonast var til þess að unnt yrði
opna vegi á ný í kringum miðnætti
en veðurfar yrði að ráða því. Blint
var víða á Suðurlandi í gær, hvass-
viðri og hálka á vegum. Gul við-
vörun var í gildi yfir vegna þessa.
Beddar og teppi fyrir þrjátíu
manns voru í fjöldahjálparstöðinni
en starfsmenn Rauða krossins sögðu
ferðalanga vera því fegna að komast
undir þak. – jóe
Skutu skjólshúsi
yfir ferðalanga
3 . j a n ú a r 2 0 1 8 m I Ð v I k u D a g u r4 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a Ð I Ð
0
3
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:2
8
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
1
-A
5
9
8
1
E
A
1
-A
4
5
C
1
E
A
1
-A
3
2
0
1
E
A
1
-A
1
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
2
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K