Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 10

Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Þannig virðast íslenskir ráðamenn t.d. vera langtum óheppnari í störfum sínum en starfsbræður þeirra og -systur á Norðurlönd- unum og það jafnvel svo að ástæða gæti verið til að kanna með vísindalegum hætti hvað veldur. Árið 2015 bjuggu um 5% Íslendinga, eða rúm-lega sextán þúsund manns, við skort á efnis-legum gæðum. Rauði þráðurinn hjá þeim sem bjuggu við fátækt er erfið staða á húsnæðismarkaði, slæmt heilsufar og að búa einn eða einn með börnum. Hver dagur er barátta fyrir fæði, klæðum og húsnæði. EAPN á Íslandi eru regnhlífarsamtök félaga sem berjast gegn fátækt og félagslegri einangrun á Íslandi og voru stofnuð í upphafi árs 2011. Samtökin eiga aðild að EAPN (European Anti Poverty Network) sem voru stofnuð árið 1990. Lykilatriði í baráttu EAPN er virk þátttaka fólks með reynslu af fátækt. Í þeim tilgangi starfa innan samtakanna grasrótarsamtökin Pepp á Íslandi sem samanstanda af fólki sem hefur sjálft upplifað fátækt og félagslega einangrun. Aðildarfélögin eru Félag einstæðra foreldra, Hags- munasamtök heimilanna, Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Kærleiksþjónusta kirkjunnar, Samhjálp, Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra, Velferðarsjóður Suðurnesja og Öryrkjabandalag Íslands. Í nýjum stjórnarsáttmála kemur fram að ætlunin sé að vinna úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna, leggja fram tillögur til úrbóta og fylgja þeim eftir. Börn sem búa við fátækt eru nefnd sérstaklega sem einn af við- kvæmustu hópum samfélagsins. EAPN á Íslandi hefur óskað eftir að koma að vinnu við gerð úttektarinnar og tillagnanna þar sem mikil reynsla býr innan raða samtakanna. Við viljum líka hvetja til þess að á meðan beðið er eftir tillögunum verði gripið til þeirra ráða sem þegar liggja fyrir. Má þar nefna samræmdar reglur um lágmarksframfærslu eða fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna, fjölgun félags- legra leiguíbúða, lækkun á greiðsluþaki sjúklinga, að grunnskólinn verði gjaldfrjáls í öllum sveitarfélögum og eflingu frjálsra félagasamtaka til að veita fátækum aukinn félagslegan stuðning. Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Vinnum gegn fátækt Hugum að þeim sem búa við fátækt og félagslega einangrun því saman getum við tryggt öllum líf með reisn. Laufey Ólafsdóttir varaformaður EAPN á Íslandi og samhæfingar- stjóri Pepp á Íslandi Langur tími í pólitík Jóna Sólveig Elínardóttir ætlar að hætta sem varaformaður Viðreisnar. Í samtali við Vísi sagði hún ákvörðunina erfiða eftir að hafa gefið sig „af lífi og sál í þetta í svona langan tíma“. Vika ku vera langur tími í póli­ tík en þrjú ár líða, eins og Stein­ grímur J. Sigfússon veit, sem eitt augnablik. Undirbúningur að stofnun Viðreisnar hófst 2014 og flokkurinn bauð fyrst fram 2016. Vikurnar í þessum þremur árum Jónu Sólveigar hljóta því að hafa verið í lengra lagi fyrst hana þrýtur örendið á svo skömmum tíma. Atkvæðum kastað með jólaruslinu Venju samkvæmt fellur til meira heimilissorp og pappír milli jóla og nýárs. Þessi stað­ reynd virðist hafa farið fram hjá stjórnum Reykjavíkur og einhverra nágrannasveitar­ félaga þar sem kjaftfullar rusla­ tunnur hafa verið áberandi. Í Kópavogi sást til dæmis til vaskrar húsmóður hoppa ofan á sorptunnum til þess að búa til pláss fyrir næsta skammt af rusli. Heldur þykir þetta snautlegt á kosningaári og víða heyrast raddir um að borgar­ og bæjaryfirvöldum hefði verið í lófa lagið að bæta við einni umferð öskubíla og sýna þann­ ig umhyggju sína fyrir kjós­ endum í verki. thorarinn@frettabladid.is Nýr Landsréttur tók til starfa í gær í skugga þess að Sigríður Á. Andersen dómsmála-ráðherra braut lög við skipan dómara við réttinn samkvæmt niðurstöðu Hæsta-réttar. Sigríður er reyndar ekki sammála dómi Hæstaréttar en ætlar að bregðast við niður- stöðunni með því að setja reglur innan dómsmála- ráðuneytisins sem taka á málum sem þessum. Það er reyndar umhugsunarefni hvort ráðherrar séu almennt best til þess fallnir að setja sér og ráðuneyti sínu starfs- reglur fremur en slíkt sé unnið af óháðum aðilum. Árið 2010 var reyndar þrengt að valdi ráðherra til að skipa dómara, gagngert til þess að koma í veg fyrir að ráð- herra láti sér- eða flokkshagsmuni ráða för á kostnað almannaheilla, en eitthvað virðist það hafa farið fram hjá dómsmálaráðherra. Vinnubrögð á borð við þessi eru oftar en ekki kölluð „óheppileg“ í íslenskum stjórnmálum. Ef að er gáð er fjöldi óheppilegra vinnubragða eða atvika í íslenskri stjórnsýslu, sem á stundum kosta samfélagið stórfé, reyndar með ólíkindum. Þannig virðast íslenskir ráða- menn t.d. vera langtum óheppnari í störfum sínum en starfsbræður þeirra og -systur á Norðurlöndunum og það jafnvel svo að ástæða gæti verið til að kanna með vísindalegum hætti hvað veldur. En svo við höldum okkur við heimahagana og til- vikið sem hér um ræðir þá er óheppilegt að ríkið þurfi að greiða tveimur umsækjenda um dómarastöður við Landsrétt miskabætur vegna málsins. Það er líka óheppilegt fyrir hinn nýja Landsrétt að vera settur með þessi óheppilegu vinnubrögð ráðherra í farteskinu. Það fólk sem þar starfar og þá ekki síst dómararnir við réttinn er eflaust prýðisfólk og þeim mun fremur þarf það ekki á því að halda að efasemdafræjum sé sáð með svo óheppilegum hætti. Því ef það er eitthvað sem slík stofnun þarf á að halda í veganesti er það að njóta trausts og virðingar almennings. Viðbrögðin við þessari óheppilegu ákvörðun Sigríð- ar Á. Andersen hafa verið á ýmsa vegu. Sumir hafa lagt áherslu á hversu óheppilegt þetta sé fyrir Sigríði, ríkis- stjórnina og Landsrétt. Aðrir, eins og til að mynda Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, eru svo á þeirri skoðun að Sigríður eigi að segja af sér þar sem hún hafi meðvitað tekið þá ákvörðun að fara á svig við lög við meðferð málsins. En það er þó rétt að halda því til haga að innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis er einhugur um að fara betur ofan í saumana á málinu og vissulega gæti afrakstur þess orðið forvitnilegur. Hvort niðurstaðan verður heppileg eða óheppileg verður tíminn að leiða í ljós. Því það sem er rauna- legast, og oftar en ekki ástæðan fyrir óheppni íslenskra ráðamanna, er auðvitað ekkert annað en þaulsetan. Til þess að endurheimta traust og virðingu landsmanna þurfa viðkomandi nefnilega að finna það hjá sér að stíga til hliðar í kjölfar óheppilegra og ólögmætra ákvarðana. Í framhaldinu getur svo viðkomandi átt greiða endurkomuleið með hreint borð og notið þess trausts sem íslenskt samfélag þarf svo sárlega á að halda. Óheppilegt 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 M I Ð V I K U D a G U r10 s K o Ð U n ∙ F r É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 0 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 1 -9 B B 8 1 E A 1 -9 A 7 C 1 E A 1 -9 9 4 0 1 E A 1 -9 8 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.