Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 14

Fréttablaðið - 03.01.2018, Side 14
handbolti Það er farið að styttast í Evrópumeistaramótið í Króatíu en lærisveinar Geirs Sveinssonar eiga aðeins eftir að spila þrjá vináttu- landsleiki áður en alvaran byrjar í Split. Í kvöld fær íslenska þjóðin tæki- færi til að kveðja strákana okkar áður en þeir fara úr landi. Síðasti heimaleikurinn er þá gegn Japan. Á morgun heldur liðið til Þýskalands og mun æfa þar og spila tvo leiki við Þjóðverja áður en það heldur til Króatíu þann 10. janúar. Fyrsti leikur liðsins á EM er svo gegn Sví- þjóð þann 12. janúar. Arnar lítur sérstaklega vel út „Ástandið á mannskapnum er mjög gott. Allir heilir og líta mjög vel út. Það koma allir flottir til leiks,“ segir Geir en einhverjir leikmenn höfðu verið að burðast með lítilsháttar meiðsli en það er greinilega ekk- ert til að hafa áhyggjur af í augna- blikinu. „Síðustu leikmennirnir voru að detta inn frá Svíþjóð, þegar Arnar Freyr Arnarsson og Ólafur Guð- mundsson komu til móts við liðið. Ég vissi ekki alveg standið á þeim en þeir litu mjög vel út á fyrstu æfingu með liðinu. Mér fannst Arnar líta sérstaklega vel út. Ekki síst í ljósi þess að ég var ekki alveg nógu ánægður með hann í leikj- unum í október. Mér sýnist hann hafa unnið ágætlega í sínum málum síðan.“ Íslenska liðið er mun sterkara en það japanska. Geir segist vera að einblína á leik síns liðs í kvöld en við hverju má fólk búast? „Það er þetta klassíska að fara í alla leiki til þess að vinna þá. Við viljum líka spila vel og fara sáttir af velli með það sem við erum að gera. Það er alveg ljóst að það verður ekki allt tilbúið í þessum leik. Við höfum svo góða sex daga í Þýskalandi til þess að æfa og spila. Vonandi náum við þeim ryþma sem við viljum finna þar,“ segir landsliðsþjálfarinn. „Fólk mun sjá sitt lítið af hverju í þessum leik. Við munum keyra á þeim leikmönnum sem hafa verið framar öðrum og munu bera þetta að mörgu leyti uppi í Króatíu. Ég er samt með sextán leikmenn og þeir eiga allir erindi. Þeir eru þarna því þeir hafa allir eitthvað fram að færa. Vonandi ná allir að sýna sitt besta.“ Allir með hlutverk í liðinu Geir kom svolítið á óvart með því að velja sextán manna hóp óvenju snemma og hann ítrekar að það séu engir farþegar í liðinu. „Ég vona að menn hafi þann fókus að þeir vilji spila sem mest. Auðvitað þarf það að vera með þeim hætti að menn taki því vel sama hvað þeir spila mikið. Það er hver einasti leikmaður með hlut- verk, sama hvort það er ein, tvær, tíu eða sextíu mínútur. Aðalatriðið er hvernig menn skila því hlutverki sem ætlast er til af þeim inn í hóp- inn,“ segir Geir en hann vill ekki tala andstæðinga kvöldsins niður þó svo þeir hafi steinlegið gegn Barein fyrir örfáum dögum. „Þeir spiluðu vel á móti Hvít-Rúss- um skömmu áður og töpuðu naum- lega gegn þeim. Svona er handbolt- inn. Það eru skin og skúrir. Það er alveg ljóst að Dagur tekur við liði sem er ekki alveg í fremstu röð en ég held að við munum sjá í þessum leik að liðið hefur tekið miklum fram- förum undir hans stjórn á hálfu ári.“ Japanska liðið kom hingað til lands rétt fyrir áramót og var svo í áramótaveislu hjá þjálfaranum þar sem meðal annars var boðið upp á hrátt hvalkjöt. Það líkaði Japön- unum. „Við töpuðum illa fyrir Barein á dögunum en við ætlum að standa i lappirnar allan tímann gegn Íslandi,“ segir Dagur. henry@frettabladid.is Það koma allir flottir til leiks Strákarnir okkar spila sinn síðasta leik á Íslandi fyrir EM í kvöld er Dagur Sigurðsson mætir með japanska landsliðið í heimsókn. Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að ástandið á leikmönnum íslenska liðsins sé mjög gott. Landsliðsþjálfarinn leggur mikla áherslu á að allir leikmenn liðsins hafi sitt hlutverk. Geir og Dagur spiluðu saman sem atvinnumenn í Þýskalandi. Þeir hafa mæst sem þjálfarar í Þýskalandi en aldrei í landsleik. fréttAblAðið/stefán City komst aftur á sigurbraut með fljótasta marki tímabilsins Er það Watford? Vitið þið að leikurinn er byrjaður? Raheem Sterling skoraði fljótasta mark tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og það þriðja fljót- asta í sögu Manchester City þegar hann kom liðinu yfir gegn Watford eftir 38 sekúndna leik í gærkvöld. Sjálfsmark Christian Kabasele 12 mínútum seinna tvöfaldaði forystu City sem fór að lokum með 3-1 sigur. City náði með sigrinum 15 stiga forystu á toppi deildarinnar. norDicphotos/Getty Ég er með sextán leikmenn og þeir eiga allir erindi. Þeir eru þarna af því að þeir hafa eitthvað fram að færa. Geir Sveinsson Í dag 19.30 Arsenal - chelsea Sport 21.45 Messan Sport Vináttulandsleikur 19.30 Ísland - Japan Enska úrvalsdeildin southampton - c. palace 1-2 1-0 Shane Long (17.), 1-1 James McArthur (69.), 1-2 Luka Milivojevic (80.) swansea - tottenham 0-2 0-1 Fernando Llorente (12.), 0-2 Dele Alli (89.). West ham - WbA 2-1 0-1 James McClean (30.), 1-1 Andy Carroll (59.), 2-1 Carroll (94.).. Man. city - Watford 3-1 1-0 Raheem Sterling (1.), 2-0 Christian Kaba- sele (sjálfsmark 13.), 3-0 Sergio Aguero (63.), 3-1 Andre Gray (82.). efst Man. City 62 Man. Utd 47 Chelsea 45 Liverpool 44 Tottenham 40 neðst West Ham 21 Southampton 20 Stoke 20 West Brom 16 Swansea 16 Nýjast KEflaVíK SKiptiR RobinSon út Karlalið Keflavíkur í körfubolta hefur skipt um bandarískan leikmann, í þriðja skiptið í vetur. Stanley Robin- son var með liðinu nú undir lok síðasta árs, en hann stóð ekki undir væntingum og hefur verið látinn taka pokann sinn. Nýi leikmaðurinn heitir Domin- ique Elliot og er 26 ára framherji eða miðherji. Elliot útskrifaðist frá Maryland Eastern Shore háskólanum árið 2016 og spilaði á síðasta tímabili með Krka í Slóvakíu. Fyrri hluta þessa tímabils var hann á mála hjá Lions de Geneve í Sviss. Domino’s deildin fer aftur í gang eftir jólafrí á morgun og mæta Kefl- víkingar nýliðum Vals í Valsheimil- inu klukkan 19.15. flanagan RéðSt á KæRuStuna Jon Flanagan, leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, játaði fyrir rétti að hafa ráðist á kærustu sína fyrir jól. Flanagan var kærður fyrir að ráðast á og sparka í Rachael Wall, sem er tveggja barna móðir, í miðborg Liver- pool aðfaranótt 22. desember. Wall og Flanagan hafa verið í sambandi í eitt og hálft ár. Hinn 25 ára Flanagan bíður niður- stöðu dómstóla, en hann játaði sök í gær. Hann hefur ekkert komið við sögu hjá Liverpool í úrvalsdeildinni í vetur, en á að baki 51 leik og einn MaRKaglaðiR íSlEndingaR Ísland er í 24. sæti lista yfir marka- hæstu þjóðir í ensku úrvalsdeildinni, en leikmenn frá 97 þjóðum hafa skorað mark í deildinni. Á þeim 25 árum sem enska úrvalsdeildin hefur verið spiluð hafa 17 íslenskir leikmenn komið við sögu og skorað samtals 171 mark. Efst á listanum er England, engum að óvörum, en 10.826 ensk mörk hafa litið dagsins ljós í úrvalsdeildinni. Frakkar eru í öðru sæti með 1.477. Efstir Norðurlandaþjóða eru Norð- menn með 510 mörk í 8. sæti. Næst fyrir ofan Ísland er Trínidad og Tóbagó með 178 mörk. Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru langatkvæða- mestir Íslendinga, Gylfi hefur skorað 45 mörk og Eiður Smári 55. Heiðar Helguson náði 27 mörkum og Her- mann Hreiðarsson 15, en fleiri komast ekki yfir 10 mörk. 3 . j a n ú a r 2 0 1 8 M i Ð V i K U d a G U r14 S p o r t ∙ F r É t t a b l a Ð i Ð sport 0 3 -0 1 -2 0 1 8 0 4 :2 8 F B 0 3 2 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E A 1 -A A 8 8 1 E A 1 -A 9 4 C 1 E A 1 -A 8 1 0 1 E A 1 -A 6 D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 3 2 s _ 2 _ 1 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.