Fréttablaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 14
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um-
fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar-
efni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir,
heida@365.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@365.is, s. 512 5368 | Sigríður Inga
Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Þórdís
Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@365.is s. 512 5338
Útgefandi:
365 miðlar
Ábyrgðarmaður:
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429
| Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 | Ruth Bergsdóttir, ruth@365.is, s. 512 5095,
Daníel Óliver segir alla nema hann hafa vitað að hann væri samkynhneigður á uppvaxtarárunum. MYND/STEFÁN
Við erum ekki giftir. Ekki enn. Ég hef reynt að fá minn mann niður á skeljarnar því
þar verð ég ekki fyrri til. Daniel
hefur nefnilega þrívegis fengið
bónorð og ég ætla mér ekki að fá
fjórða nei-ið,“ segir Daníel Óliver
og brosir blítt í kampinn. „Það
hefur heldur enginn beðið mín svo
mér finnst ég eiga það skilið!“
Daníel Óliver er að tala um
sænskan nafna sinn og heittelsk-
aðan kærasta, Daniel Nyback. Þeir
Daníel og Daniel hafa verið saman
í sex ár.
„Það var Roger Lundgren,
talsmaður sænsku konungs-
fjölskyldunnar, sem kynnti mig
fyrir mínum manni þegar ég var
nýfluttur til Svíþjóðar 2012,“
útskýrir Daníel Óliver. „Roger
sagði þá við Daniel að ég væri
hrifinn af honum og við mig að
Daniel væri hrifinn af mér. Síðan
lét hann spilin falla til að sjá hvað
úr yrði og ég er ekki viss um að
hann hafi haldið að úr þessu yrði
ástarsaga. Þetta var þó ekki ást við
fyrstu sýn en vissulega gagnkvæm
hrifning og á þriðja degi hlógum
við báðir dátt þegar við komumst
að plottinu hans Rogers.“
Daniel Nyback starfar sem
innanhússhönnuður í Stokkhólmi,
með hönnun verslana að sérsviði,
og hefur Daníel Óliver viðrað þá
hugmynd við Daniel að þeir prófi
að búa á Íslandi í eitt ár.
„Daniel elskar Ísland og er
allur að koma til, en hefur hingað
til verið óheppinn með veður í
Íslandsferðum sínum og óttast
að verða hér veðurtepptur í heilt
ár,“ segir Daníel og hlær. „Ég vil
endilega sýna honum fleiri íslensk
veðrabrigði og sumarsól, en við
höfum verið svo lengi saman að
hann hefur skilning á því að ég
þurfi stundum og oft að fara heim.“
Saknar íslenskrar þjóðar
Daníel Óliver er heimsborgari og
sveitamaður í senn. Hann ólst upp
í Hafnarfirði en hefur frá barnæsku
verið með annan fótinn í Vík í
Mýrdal.
„Með árunum finn ég aukna
þörf á jafnvægi milli þess að lifa og
starfa í borgarys Stokkhólms og
því að vera úti í íslenskri náttúru,
með fjölskyldunni og Íslendingum.
Ég sakna oft Íslendinga þegar ég
er í Svíþjóð. Þeir eru alveg sér á
báti, sterkir karakterar sem segja
það sem þeim býr í brjósti og eru
miklum mun hugrakkari en Svíar.
Sænska þjóðin er þó þroskaðri og
þar hugsa menn áður en þeir tala.
Í Svíþjóð er lítið svigrúm fyrir mis-
tök og þar þurfa stjórnmálamenn
að taka afleiðingum gjörða sinna
og segja strax af sér þegar hneyksl-
ismál koma upp. Íslendingar eru
í þeim efnum tillitssamari, þeir
gefa meiri sénsa, hafa skilning á
mannlegum mistökum og velta
sér ekki of lengi upp úr hlutunum,
sem er líka fallegt, en ég reyni að
tileinka mér það besta frá báðum
heimum,“ segir Daníel Óliver.
Líf hans er að mestu í höfuðborg
Svíaríkis þar sem hann keypti sér
íbúð í miðbænum árið 2014.
„Ég er hamingjusamur í Stokk-
hólmi en hef mikla þörf fyrir að sjá
Esjuna, fara í sveitina til Víkur og
skreppa í Bláa lónið; hlutir sem við
Íslendingar tökum sem sjálfsögð-
um þegar við erum heima en verða
manni mjög mikilvægir þegar við
búum fjarri fósturjörðinni,“ segir
Daníel sem flaug til Stokkhólms
í gær eftir langt og gott jólafrí í
faðmi fjölskyldunnar.
„Þegar ég er heima fer ég á
uppáhalds veitingastaðina mína,
Noodle Station og KFC, sem fyrir-
finnst ekki í Svíþjóð, og fæ mér
salat á Fresco. Ég ver mestum tíma
með fjölskyldunni og við spilum
mikið, en mér finnst líka gaman
að fara í bíó því hér er hlé sem ekki
tíðkast hjá Svíum. Ég veit að margir
eru á móti hléum en mér finnst
þau frábær til að geta farið að pissa
og keypt mér meira í sjoppunni,“
segir Daníel og hlær.
Tútnar út yfir hátíðarnar
Daníel Óliver er næstelstur níu
systkina. Sum eru sammæðra og
önnur samfeðra en öll eru þau
miklir vinir og hittast eins oft og
færi gefst.
„Mamma er fædd og uppalin í
Vík, þar á ég stóran frændgarð og
hef unnið öll sumur síðan ég var
krakki,“ segir Daníel sem kann
einkar vel við sig í Mýrdalnum. Í
fyrrasumar opnaði hann súpueld-
hús í Vík í félagi við móður sína og
móðursystur.
„Þá var ég kominn með svolítinn
leiða á Svíþjóð og vildi koma heim
að fást við eitthvað annað. Við
urðum okkur úti um rússneskan
hergám hjá móðurbróður mínum
og breyttum honum í æðislegan
súpustað. Svo sáum við mamma
um eldamennskuna, kokkuðum
upp úrval súpa og bökuðum
dýrindis brauð alla daga, líka fyrir
grænkera. Viðtökurnar voru frá-
bærar, fullt út úr dyrum alla daga
og oftar en ekki seldist maturinn
upp,“ segir Daníel og vonast til að
geta endurtekið leikinn í sumar.
Hann segist mikill matmaður og
réði sig sextán ára sem kokkanemi
á Grillið á Hótel Sögu. „Eftir viku á
Grillinu ákvað ég að vinna aldrei
framar sem kokkur því mér líkaði
ekki hvað eldri kokkarnir sýndu
ungu kokkunum brútal framkomu.
Ég veit að þeir tímar eru liðnir í
kokkabransanum en vinnutíminn
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@365.is
þótti mér líka langur og strangur.
Ástríða fyrir matargerð fylgir mér
þó enn og ég get alltaf veitt henni
farveg sjálfur, eins og við gerðum í
súpueldhúsinu í Vík.“
Jólin séu matarhátíð og þá éti
hann allt sem tönn á festir.
„Ég á það til að tútna út á
jólunum og finn nú þegar mikinn
mun enda búinn að blása upp um
tvær fatastærðir yfir hátíðarnar,“
segir Daníel Óliver og skellir
upp úr. „Það er ekkert sérstak-
lega skemmtilegt en sleppur fyrir
horn ef maður veit hvernig líkami
manns virkar. Ég dregst svo aftur
saman í febrúar þegar ég verð
búinn að vera duglegur á hlaupa-
brettinu og missti reyndar tíu
kíló á hlaupum með badminton-
spaðann í fyrrasumar. Badminton
er frábært sport og mig langar að
stofna minn eigin badminton-
klúbb í Svíþjóð.“
Afneitaði því að vera hommi
Daníel Óliver er augnayndi.
„Takk!“ segir hann hláturmildur.
„Þetta liggur allt í hárinu, sjáðu til.
Það er mitt bjútítrix. Ég er duglegur
að klippa mig því með nýklipptan
kollinn lítur maður alltaf betur út.
Annars er ég nú orðinn 32 ára og á
mörkunum að verða kall.“
Það skynji hann á ýmsu.
„Ístran er fljótari að koma en
áður. Það er óneitanlega pínu
kallalegt. Ég hef líka orðið minni
nennu fyrir kjaftæði í dag og fúlsa
við öllu sem ekki er vert að leggja
tíma sinn í. Aukinn aldur og þroski
hefur kennt mér að tíminn er
ekki ótakmarkaður. Því ráðlegg
ég öðrum að hlusta vel á innsæi
sitt. Það hefur reynst mér vel og í
hvert sinn sem ég reyni að stjórna
hlutum og hunsa innri rödd er það
dæmt til að mistakast.“
Daníel gefur annað heilræði.
„Allt niður í grunnskóla vissu
allir á undan mér að ég væri
hommi. Sjálfur gekkst ég ekki
við því fyrr en ég varð átján ára.
Kannski vegna þess að allir aðrir
sögðu það og ég þrjóskaðist við í
afneitun. Því er ráð mitt til annarra
að þrýsta ekki á viðkomandi ef þeir
halda að einhver sé hinsegin né að
tala um fyrir fólki hvað eða hvert
það er, heldur leyfa því að komast
að því sjálft. Hitt getur nefnilega
skemmt helling,“ segir Daníel sem
tók því ekki alvarlega þótt honum
hafi verið strítt á uppvaxtarár-
unum.
„Margir reyndu að hafa mig að
háði og spotti en ég hafði bara
húmor fyrir því og tók mig ekki of
hátíðlega. Það gaf þeim ekki sama
færi á mér en ella.“
Kominn úr stórum systkina-
hópi segist Daníel mundu taka
því fagnandi að verða faðir. „Mig
langar að eignast börn en í mínu
tilfelli er það ekki gefið og ég skil
líka vel að maður getur ekki fengið
allt. Mig langar að vinna í tónlist en
það kallar á óreglulegan vinnutíma
með mismunandi fólki og vilji
maður eignast börn þarf maður
að geta boðið þeim það besta. Ég
tæki af skarið væri ég kominn á
þann stað en ég trúi á örlögin þegar
kemur að svona hlutum; ef það á
að verða, mun það verða.“
Ást, svik og sambandsslit
Daníel Óliver hefur nú verið
búsettur í Svíþjóð í sex ár.
„Ég flutti út því ég átti mér
draum um að geta unnið í tón-
list. Strax þegar þangað kom fékk
ég samning hjá mikils metnum
umboðsmanni, gaf út mitt fyrsta
lag og hélt tónleika í Bretlandi
ásamt því að fara í viðtöl á MTV
og við Independent. Allt fór á flug
en skjótt skipast veður í lofti og
klúbbatónlist, sem ég samdi aðal-
lega, var á undanhaldi. Eftir sat ég
með sárt ennið,“ útskýrir Daníel
sem í kjölfarið fór að vinna með
öðru tónlistarfólki til að finna sig
aftur sem tónlistarmann.
Afraksturinn hefur nú litið
dagsins ljós og fyrsta lag Daníels
í sex ár, „Got my number“, hefur
fengið góðar viðtökur í Svíþjóð,
Þýskalandi og á Spáni. Hægt er að
hlusta á nýju lögin á Spotify og
YouTube, en listamenn fá tækifæri
til að ná lengra og fá greitt fyrir efni
sitt þegar hlustað er á Spotify.
„Mér að yrkisefni er lífið og
mjög oft ástin, brostnar vonir og
svik. Lífsreynsla sem ristir djúpt
inn í hjartarætur þegar maður
er ungur og gengur í gegnum sín
fyrstu sambönd og sambandsslit;
þroskar mann og jafnvel breytir.
Ástin er endalaus uppspretta og
á henni eru mismunandi vinklar.
Þannig fjallar „Got my number“
um yfirborðskennt samband þar
sem manneskjan notar kynlíf sem
vopn. Næsta lag mitt, „Drunk“,
kemur út nú í janúar og fjallar um
að stundum þurfi að drekka í sig
kjark til að leika næsta leik í upp-
hafi ástarsambanda,“ segir Daníel
sem byggir lagasmíðarnar á eigin
reynslu og annarra.
„Í dag er ég hamingjusamur og
heppinn í ástum, en sú hamingja
hefur ekki enn skilað sér í laga-
smíðarnar. Ég á nokkur slæm
sambönd að baki, en flest góð, sem
betur fer. Að upplifa svik og ástar-
sorg er hluti af því að þroskast,
en það sem gerir mann að góðum
listamanni er þörfin til að tjá sig,
miðla reynslunni og koma tilfinn-
ingum í orð þannig að aðrir skilji
og kannski finni sig í texta eða
melódíu. Mér liggur margt á hjarta
og hef þörf fyrir að koma því frá
mér. Ég veit að tónlist er heilandi
og getur gert kraftaverk, og ég vil
vera hluti af því.“
Daníel stundar nú nám við laga-
smíðar og upptökustjórnun við
SAE-tónlistarskólann í Stokkhólmi
og í haust stofnaði hann plötufyrir-
tækið Rebel Heart Records ásamt
fleiri lagahöfundum og upptöku-
stjórum.
„Það veitir mun meira frelsi og
ég fæ að gefa út eigin lög að vild.
Mig dreymir um að gefa út plötu og
þótt plötusala sé ekki sniðugasta
markaðstólið í dag hef ég trú á að
maður geti vel hent í góða plötu ef
maður hefur gefið út nokkur lög
sem gengið hafa vel.“
Daníel Óliver tók þátt í undan-
keppni Eurovision með laginu
Fyrir alla árið 2015.
„Það var rosalega skemmtileg
upplifun og mig langar að taka þátt
aftur, en ekki fyrr en ég er með lag
sem ég er viss um að vinni. Ég er
keppnismaður að eðlisfari og vil
gjarnan vinna ef ég tek þátt í ein-
hverju. Ég verð því ekki með núna,
en hver veit með næsta ár?“
Framhald af forsíðu ➛
Nánari upplýsingar í síma 568-3868 eða esther@mfm.is
EINSTAKT TÆKIFÆRI
5 daga meðferðarnámskeið við matarfíkn og átröskunum verður
haldið 11-16/02/18. í Hlíðardalssetri, Ölfusi. Stjórnendur eru Philip
Werdell og Esther Helga.
GRUNNÞÆTTIR ÞJÓNUSTU MFM MIÐSTÖÐVARINNAR
• NÝTT LÍF 5 vikna grunnnámskeið hefst 12.janúar 2018
• Meðferðarhópar fyrir endurkomufólk og framhald • Ráðgjöf, viðtals-, úrvinnslu- og dáleiðslumeðferðir
VILT ÞÚ ÖÐLAST FRELSI FRÁ
STJÓRNLEYSI Í ÁTI OG ÞYNGD?
Mitt ráð til annarra
er að þrýsta ekki á
þá sem þeir halda að séu
hinsegin, né að tala um
fyrir fólki hvað það sé,
heldur leyfa því að kom-
ast að því sjálft.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . JA N ÚA R 2 0 1 8 M Á N U DAG U R
0
8
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
D
-9
2
3
4
1
E
A
D
-9
0
F
8
1
E
A
D
-8
F
B
C
1
E
A
D
-8
E
8
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K