Fréttablaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
VELDU GÆÐI!
PREN
TU
N
.IS
................................................
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
Fálkagata 18
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
PREN
TU
N
.IS
3 TEGUNDIR AF SÚRDEIGSBRAUÐUM
Á dögunum skipaði forsætisráðherra starfshóp hvers yfirlýsta markmið er að efla traust á stjórnmálum og stjórnsýslu. Verðugt verkefni
og þarft enda einungis um 22% Íslendinga sem treysta
Alþingi. Hins vegar má setja spurningarmerki við þá
nálgun að ætla sér að efla traust á stjórnmálum með
því að skipa vinnuhóp utan um innleiðingu á alþjóð-
legum tilmælum og stöðlum er varða gagnsæi og
góða stjórnsýslu. Það er góðra gjalda vert að lögfesta
alþjóðlegar skuldbindingar en það sendir röng skilaboð
að klæða það búningi eflingar trausts á stjórnmálum.
Innleiðing skuldbindinga er sjálfsagður hluti af starfi
framkvæmdar- og löggjafarvalds.
En, á meðan ríkisstjórnin og stjórnarþingmenn eru
ekki einu sinni reiðubúin að viðurkenna að það grafi
undan trausti almennings á stjórnmálum að dómsmála-
ráðherra, Sigríður Á. Andersen, sem braut lög við skipan
dómara, sitji í þeirra skjóli, er til lítils að breyta og bæta
þau lög sem ráðherrar geta brotið án afleiðinga. Á meðan
forsætisráðherra gerir engar athugasemdir við að starfa
með fjármálaráðherranum Bjarna Benediktssyni, sem
geymir eignir í skattaskjóli, felur óþægilegar skýrslur
fram yfir kosningar og hefur bein afskipti af rannsókn
skattrannsóknarstjóra á skattaskjólabraski fjölskyldu
sinnar, er hræsni að ætlast til þess að almenningur finni
fyrir trausti í garð stjórnmálamanna.
Í öllum ofangreindum tilfellum voru reglur, lög og
siðareglur til staðar, sem hefðu átt að standa í vegi fyrir
pólitískum skipunum dómsmálaráðherra í dómara-
stöður og fjármálapukri fjármálaráðherra. Gleymum ekki
upplýsingalögum, sem dómsmálaráðherra braut vegna
persónulegra hagsmuna Bjarna Benediktssonar og felldi
síðustu ríkisstjórn.
Traust er áunnið. Stjórnmálamenn eiga ekki að vænta
þess að vinna traust almennings með því að lögfesta
almenna og sjálfsagða staðla alþjóðasamfélagsins um
gagnsæja og vandaða stjórnsýslu. Því þegar stjórnvöld
eru ekki reiðubúin að fylgja boðorðunum tíu er til lítils
að setja boðorðin tuttugu.
Fleiri lög sem brjóta
má án afleiðinga
Stjórnmála-
menn eiga
ekki að vænta
þess að vinna
traust al-
mennings
með því að
lögfesta
almenna og
sjálfsagða
staðla
Mörg þeirra
slysa sem hér
verða á
ferðamönn-
um eru á
ábyrgð okkar
gestgjafanna
hvort sem
okkur líkar
það betur eða
verr.
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
þingflokksfor-
maður Pírata
Það þarf ekki að ferðast víða um Ísland til þess að sjá fegurð landsins. Til þess að sjá og skynja óendanlega frumkrafta nátt-úrunnar gagnvart manns eigin smæð og dauðleika. Þessi tilfinning er engu lík en samt eigum við til að taka þeim forrétt-
indum sem sjálfsögðum. En ef við hugsum um alla þá
ferðamenn sem hingað streyma til þess að upplifa þetta
þó ekki sé nema einu sinni á ævinni þá er það okkur
verðmæt áminning um þessi forréttindi.
Þetta ágæta fólk sem hingað kemur, vegna þess að við
hvetjum það til þess, skilur eftir sig mikil verðmæti sem
hafa gríðarlega jákvæð áhrif á þjóðarbúskapinn. En nú
er líka orðið löngu tímabært að við sem samfélag förum
að skoða hvernig við tökum á móti og búum að þessum
ágætu gestum, því gestgjafar bera ábyrgð.
Það efast enginn um að fyrirtæki í ferðamannaiðn-
aði bera slíka ábyrgð en það gerir hið opinbera einnig.
Samgönguöryggi, aðgengi að heilbrigðisþjónustu, lög-
gæsla og fleira er á ábyrgð hins opinbera, okkar allra
sem búum í þessu samfélagi, og því miður höfum við
dregið lappirnar í þessum efnum allt of lengi. Þó svo
hrörlegt ástand áðurnefndra samfélagslegra innviða
sé kannski í hugum okkar flestra eitthvað sem kemur
öðrum þjóðum ekki við þá er það auðvitað fjarri lagi.
Hið opinbera og einkaaðilar fjárfesta í því að kynna
landið sem ákjósanlegan áningarstað fyrir ferðamenn
vegna þeirrar einstöku náttúru sem hér er að finna,
ásamt forvitnilegri menningu og skemmtilegu mann-
lífi, en líka á þeirri forsendu að hér sé öruggt og gott
að vera.
En er það satt og rétt? Nýverið kom fram í frétt á Vísi
að þrettán létust af slysförum í umdæmi lögreglunnar á
Suðurlandi á síðasta ári. Þar af voru átta erlendir ríkis-
borgarar. Dauðsföll þessara einstaklinga bar að með
ýmsum hætti en þó oftar en ekki í tengslum við ferða-
mennsku, þar sem gæsla er oft takmörkuð og fræðslu
um aðstæður virðist víða vera ábótavant. Síðasta bana-
slysið átti sér stað á veginum í gegnum Eldhraun þann
27. desember þegar rúta og fólksbíll skullu saman með
skelfilegum afleiðingum sem hefðu að líkindum orðið
enn alvarlegri ef ekki hefði verið fyrir sjálfboðaliða á
svæðinu. En þrátt fyrir gríðarlega aukningu á umferð
um svæðið hafa litlar sem engar endurbætur átt sér
stað á vegakerfinu, fjöldi löggæslumanna staðið í stað
rétt eins og fjármögnunin og hið sama má segja um
aðstæður heilbrigðiskerfisins og viðbragðsaðila þess.
Mörg þeirra slysa sem hér verða á ferðamönnum
eru á ábyrgð okkar gestgjafanna hvort sem okkur líkar
það betur eða verr. Þó að hver og einn einstaklingur
beri að sjálfsögðu ábyrgð á sinni hegðun, lífi sínu og
limum, þá verða að vera hér til staðar innviðir í sam-
ræmi við það sem ásættanlegt getur talist í vestrænu
velferðarríki. Við sjálf væntum þess á ferðum okkar
um t.d. nágrannalöndin að þar sé leitast við að tryggja
öryggi okkar og við verðum þar af leiðandi að gera sam-
bærilega kröfu til okkar sjálfra ef við viljum teljast góðir
gestgjafar.
Gestgjafar
Óstaðfest frétt
Hringbraut birti í gær frétt þess
efnis að fyrrverandi forseti
Alþingis, Unnur Brá Konráðs-
dóttir, hefði bakkað úr borginni
eftir að hún sá niðurstöður
óformlegrar könnunar um stöðu
mála fyrir kosningar. Unnur
tók til varna og sagði miðilinn
vera að birta hreina og klára
lygi. Mörgum er eflaust í fersku
minni þegar Hringbraut birti
„óstaðfesta frétt“ um að ríkis-
stjórnarviðræðum núverandi
stjórnarflokka yrði slitið
skömmu áður en sættir tókust.
Útlit er fyrir að Hringbraut þurfi
að velja betri heimildarmenn.
Endurkoma ársins
Allir aðdáendur pabbabrandara
og háfleygra yfirlýsinga fögnuðu
ákaft í gær þegar það var kunn-
gjört að stofnandi fýlupúka-
félags þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins stefndi á endurkomu á
Facebook. Brynjar Níelsson fór í
samskiptamiðlabindindi tveim-
ur vikum eftir kosningarnar
síðasta haust og hafði þá á orði
að miðlarnir væru farnir „að
hafa alvarleg áhrif á geðheilsu
þjóðarinnar“. Fólk skiptist í tvo
hópa, ýmsir fögnuðu brotthvarfi
Brynjars meðan aðrir sátu sárir
eftir. Óháð því hvaða skoðun
fólk hefur á skoðunum Brynjars
ættu allir að geta sammælst um
það að hann hefur fyrir löngu
áttað sig á því að fótbolti er ekk-
ert skemmtilegur ef það er bara
eitt lið á vellinum. joli@365.is
8 . j a n ú a r 2 0 1 8 M Á n U D a G U r8 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
0
8
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
D
-9
7
2
4
1
E
A
D
-9
5
E
8
1
E
A
D
-9
4
A
C
1
E
A
D
-9
3
7
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K