Fréttablaðið - 08.01.2018, Blaðsíða 12
Brottrekstrarhrina í ensku úrvalsdeildinni
Þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað hafa sjö knattspyrnustjórar í ensku úrvalsdeildinni verið látnir taka pokann sinn. Sá fyrsti, Frank de Boer, var rekinn eftir aðeins
fjóra deildarleiki við stjórnvölinn hjá Crystal Palace og í fyrradag bættist Mark Hughes í hóp brottrekinna stjóra. Banabiti hans var tap Stoke fyrir D-deildarliði Coventry.
fótbolti Mark Hughes var rekinn
sem knattspyrnustjóri Stoke City
á laugardagskvöldið. Kornið sem
fyllti mælinn hjá annars þolin-
móðum stjórnarmönnum Stoke var
neyðarlegt 2-1 tap fyrir D-deildar-
liði Coventry City í 3. umferð ensku
bikarkeppninnar. Það var 200. og
síðasti leikur Hughes við stjórn-
völinn hjá Stoke. Hann er sjöundi
stjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem
missir starfið sitt í vetur. Þeir ágætu
menn sem starfa þar búa ekki við
mikið starfsöryggi.
Eftir að hafa stýrt Stoke til 9.
sætis ensku úrvalsdeildarinnar á
fyrstu þremur tímabilum sínum
við stjórnvölinn hjá liðinu féll það
niður í 13. sæti í fyrra. Í vetur hefur
svo sigið enn frekar á ógæfuhliðina.
Stoke skorar lítið og ekkert lið í
ensku úrvalsdeildinni hefur fengið
á sig fleiri mörk, eða 47 talsins.
Hughes var gagnrýndur fyrir að
tefla fram veiku liði í 5-0 tapi fyrir
Englandsmeisturum Chelsea 30.
desember. Walesverjinn réttlætti
þá ákvörðun með því að Stoke
ætlaði að einbeita sér að leiknum
gegn Newcastle United á nýársdag.
En hann tapaðist og það þrengdi
enn frekar að Hughes sem skilur
við Stoke í 18. sæti ensku úrvals-
deildarinnar.
Martin O’Neill, landsliðsþjálfari
Írlands, er efstur á lista veðbanka
yfir líklegustu eftirmenn Hughes
hjá Stoke.
Eins og áður sagði hafa hæstráð-
endur liðanna í ensku úrvalsdeild-
inni ekki sýnt neina miskunn þegar
kemur að því að skipta um stjóra í
vetur. Sjö stjórar hafa fengið að taka
pokann sinn þegar tímabilið er rétt
rúmlega hálfnað.
Leikmaður helgarinnar
Eric Lichaj skoraði tvívegis þegar Nottingham Forest
gerði sér lítið fyrir og sló ríkjandi bikarmeistara
Arsenal úr leik, 4-2, í 3. umferð ensku bikarkeppn-
innar í gær. Bæði mörk Lichajs komu í fyrri hálf-
leik. Í þeim seinni fékk Forest tvær vítaspyrnur en
Bandaríkjamaðurinn fékk ekki tækifæri til að ná
þrennunni.
„Þetta var gott. Konan mín var búin
að lofa mér að fá hund ef ég skoraði
þrennu á þessu ári, svo ég reyndi að
fá að taka vítin,“ sagði Lichaj léttur í
lund eftir sigurinn frækna í gær.
Stuðningsmenn Forest gátu
loksins glaðst í gær en liðinu
hefur gengið illa í vetur og
knattspyrnustjórinn Mark War-
burton var rekinn á gamlárs-
dag. Gary Brazil tók tíma-
bundið við og stýrði liðinu í
leiknum gegn Arsenal. - iþs
Stóru málin
eftir helgina í enska boltanum
Stærstu úrslitin
Manchester City
lenti undir gegn
Burnley en tvö
mörk frá Sergio
Agüero á þremur
mínútum komu
liðinu í bílstjórasætið. City vann á
endanum 4-1 sigur og hefur ekki
enn tapað fyrir enskum and-
stæðingi á tímabilinu. Liðið á enn
möguleika á að vinna alla þá titla
sem í boði eru á þessu tímabili.
Hvað kom á óvart?
Coventry leikur í D-
deildinni í dag og má svo
sannarlega muna fífil
sinn fegurri. Þrátt fyrir
það vann liðið frábæran
2-1 sigur á úrvalsdeildarliði Stoke
City á heimavelli á laugardaginn.
Coventry varð bikarmeistari árið
1987 og það er spurning hvort
annað bikarævintýri sé í upp-
siglingu hjá hinum himinbláu.
Mestu vonbrigðin
Arsenal varð bikar-
meistari í þriðja sinn
á fjórum árum í fyrra.
Það er hins vegar ljóst
að Skytturnar verja
ekki titilinn í ár því þær
töpuðu óvænt, 4-2, fyrir Notting-
ham Forest í gær. Þetta er í fyrsta
sinn síðan Arsene Wenger tók við
Arsenal (1996) sem liðið fellur
úr leik í 3. umferð ensku bikar-
keppninnar.
Það voru bara fjórar umferðir
búnar þegar Steve Parish, stjórnar-
formaður Crystal Palace, gafst upp
á Hollendingnum Frank de Boer.
Palace tapaði öllum fjórum deild-
arleikjunum undir hans stjórn og
skoraði ekki mark. De Boer var
aðeins 77 daga við stjórnvölinn hjá
Palace.
Við starfi De Boers tók Roy Hodg-
son og sá gamli hefur heldur betur
gert góða hluti hjá uppeldisfélaginu.
Palace hefur safnað 22 stigum síðan
Hodgson tók við og er komið upp í
14. sæti deildarinnar.
Þann 17. október var punkturinn
settur aftan við veru Craigs Shake-
speare hjá Leicester City. Maðurinn
með skáldlega nafnið tók við Ref-
unum af Claudio Ranieri í febrúar
2017 og þeir byrjuðu frábærlega
undir hans stjórn. Leicester fékk
hins vegar afar erfiða leiki í byrjun
þessa tímabils og fá stig komu í
hús. Shakespeare var því rekinn
og Frakkinn Claude Puel tók við.
Leicester hefur klifið töfluna undir
hans stjórn og er búið að koma sér
þægilega fyrir í 8. sætinu.
Aðeins sex dögum eftir að Shake-
speare var rekinn fór Ronald Koem-
an sömu leið. Hollendingurinn
stýrði Everton í síðasta sinn í 2-5
tapi fyrir Arsenal. Koeman keypti
leikmenn fyrir rúmar 150 milljónir
punda í sumar en mistókst að fylla
skarðið sem Romelu Lukaku skildi
eftir sig.
Enska bikarkeppnin
Úrslit 3. umferðar 2017-18
Man. City - Burnley 4-1
0-1 Ashley Barnes (25.), 1-1 Sergio Agüero
(56.), 2-1 Agüero (58.), 3-1 Leroy Sané (71.),
4-1 Bernardo Silva (82.).
Coventry - Stoke 2-1
1-0 Jordan Willis (24.), 1-1 Charlie Adam, víti
(54.), 2-1 Jack Grimmer (68.).
Fulham - Southampton 0-1
0-1 James Ward-Prowse (29.).
Newcastle - Luton 3-1
1-0 Ayoze Pérez (30.), 2-0 Pérez (36.), 3-0
Jonjo Shelvey (39.), 3-1 Danny Hylton (49.).
Norwich - Chelsea 0-0
Watford - Bristol City 3-0
1-0 André Carrillo (37.), 2-0 Troy Deeney
(57.), 3-0 Étienne Capoue (85.).
B’mouth - Wigan 2-2
0-1 Will Grigg (4.), 0-2 Emerson Hyndman,
sjálfsmark (29.), 1-2 Lys Mousset (55.), 2-2
Steve Cook (90+2.).
Exeter - West Brom 0-2
0-1 Salomón Rondón (2.), 0-2 Jay Rodriguez
(25.).
Bolton - Huddersfield 1-2
0-1 Rajiv van La Parra (51.), 0-2 Danny
Williams (52.), 1-2 Derik Osede (64.).
Tottenham - Wimbledon 3-0
1-0 Harry Kane (63.), 2-0 Kane (65.), 3-0 Jan
Vertonghen (71.).
N. Forest - Arsenal 4-2
1-0 Eric Lichaj (20.), 1-1 Per Mertesacker
(23.), 2-1 Lichaj (44.), 3-1 Ben Brereton, víti
(64.), 3-2 Danny Welbeck (79.), 4-2 Kieran
Dowell, víti (85.).
Okkar menn
Íslendingar í efstu tveimur
deildunum í Englandi
Everton
Gylfi Þór Sigurðsson
Skoraði mark Everton í
2-1 tapi fyrir Liverpool í
grannaslag á föstudagskvöldið. Lék
allan leikinn.
Cardiff City
Aron Einar Gunnarsson
Er meiddur og lék ekki
með Cardiff sem gerði
markalaust jafntefli við Mansfield.
Reading
Jón Daði Böðvarsson
Lék ekki með Reading
sem gerði markalaust
jafntefli við Stevenage.
Aston Villa
Birkir Bjarnason
Byrjaði inn á og lék fyrstu
80 mínúturnar í 1-3 tapi
fyrir Peterborough.
Bristol City
Hörður B. Magnússon
Lék allan leikinn fyrir
Brist ol City sem tapaði 3-0
fyrir Watford á útivelli.
Burnley
Jóhann Berg Guðm.
Var í byrjunarliði Burnley
sem tapaði 4-1 fyrir Manc-
hester City. Jóhanni Berg
var skipt af velli á 75. mínútu.
Önnur helstu úrslit
Boro 2 – 0 Sunderland
Aston Villa 1 – 3 Peterborough
Birmingham 1 – 0 Burton
Blackburn 0 – 1 Hull
Fleetwood 0 – 0 Leicester
Wolves 0 – 0 Swansea
Brentford 0 – 1 Notts County
Cardiff 0 – 0 Mansfield
Carlisle 0 – 0 Sheff. Wed.
Doncaster 0 – 1 Rochdale
Ipswich 0 – 1 Sheff. Utd.
Millwall 4 – 1 Barnsley
QPR 0 – 1 MK Dons
Stevenage 0 – 0 Reading
Wycombe 1 – 5 Preston
Shrewsbury 0 – 0 West Ham
Yeovil 2 – 0 Bradford
Newport 2 – 1 Leeds
Crystal Palace
frank
de boer
11. september 2017
Leicester
Craig
ShakeSpeare
17. október 2017
Everton
ronald
koeman
23. október 2017
West Ham
Slaven
biliC
6. nóvember 2017
West Brom
tony
puliS
20. nóvember 2017
8 . j a n ú a r 2 0 1 8 m Á n u d a g u r12 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
0
8
-0
1
-2
0
1
8
0
4
:3
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
A
D
-7
E
7
4
1
E
A
D
-7
D
3
8
1
E
A
D
-7
B
F
C
1
E
A
D
-7
A
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
7
_
1
_
2
0
1
8
C
M
Y
K