Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.2003, Qupperneq 2

Víkurfréttir - 03.01.2003, Qupperneq 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Íraun má segja að Valde-mar Gestur Valdemars-son og Jórunn Díana Ol- sen hafi bjargað Fiskmark- aði Suðurnesja sl. sunnu- dagskvöld þegar þau urðu vitni að bruna við húsnæði fiskmarkaðarins en þá voru þau á ferð um Sand- gerði.Valdemar sagði í samtali við Víkurfréttir að þeim hafi brugðið þegar þau sáu eldglæringarnar í fiskikörunum fyrir utan fiskmarkaðinn: „Þetta var heilmikið sjokk og ég hringdi strax í 112. Slökkviliðið var tæpar 10 mínútur á staðinn og að mínu mati hefði ekki mátt tæpara standa, því eldtungurnar voru farnar að læsa sig í þak- skeggið.“ Þórður M. Kjartansson skrif- stofustjóri Fiskmarkaðar Suðurnesja vildi sýna bjarg- vættunum smá þakklætisvott og bauð skötuhjúunum út að borða á veitingastaðinn Soho í Reykjanesbæ. Þórður sagði að með snarræði sínu hefðu þau forðað Fiskmarkaði Suð- urnesja frá stórtjóni. Lesendur vf.is velja Suð-urnesjamann ársins2002. Sá sem hlýtur út- nefninguna fær henni til staðfestingar viðurkenningu frá Víkurfréttum. Kosningin stendur til 21. janúar 2003 og verða úrslitin birt á vf.is og í Víkurfréttum að aflokinni kosningu.Til að kjósa þarf að smella á rauða borðann á forsíðu Víkurfrétta á Netinu. Hnappurinn er merktur Suð- urnesjamaður ársins 2002 - smellið hér! Um valið og þátttöku í því er nauðsynlegt að hafa nokkrar skýrar reglur. Nota verður formið sem er að finna á vef- síðu Víkurfrétta. Skilyrði er að þeir sem taka þátt í valinu gefi upp nafn sitt, kennitölu, net- fang og símanúmer. Ekki er tekið við nema einni tilnefn- ingu frá hverjum einstaklingi. Tilnefna má hvern þann sem með réttu getur talist Suður- nesjamaður, jafnvel þótt hann sé nú til heimilis utan Suður- nesja. Valið skal rökstutt með nokkrum orðum eða nokkrum setningum. Með val hvers og eins verður farið sem trúnaðar- mál. Réttur er áskilinn til að birta glefsur úr rökstuðningi án þess að sendanda sé getið. Takið þátt í kosningunni! Ritstjórn Víkurfrétta á Netinu Hringlandaháttur ríkir íSandgerði með fund-artíma bæjarráðs og hefur bæjarráðsmaðurinn Heiðar Ásgeirsson séð á- stæðu til að senda inn skrif- leg mótmæli vegna ástands- ins sem hann segir óásættan- legt. Þannig hafa eingöngu fjórir af 15 bæjarráðsfund- um á þessu ári verið haldnir á samþykktum fundartíma. Í fundargerð frá Sandgerðisbæ segir: „Undirritaður mótmælir þeim hringlandahætti sem orðinn er á fundartíma bæjarráðs. Í „Samþykkt um stjórn og fund- arsköp Sandgerðisbæjar“ er kveðið á um að bæjarráð skuli halda fundi tvisvar í mánuði, annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar. Það sem af er þessu ári hafa verið haldnir 15 fundir í bæjarráði einungis 4 af þeim voru haldnir á sam- þykktum fundartíma bæjar- ráðs. Slík stjórnsýsla er óá- sættanleg.“ Heiðar Ásgeirsson, sign. Tilkynntu um bruna og var boðið út að borða Á réttum stað á réttum tíma: Kallinn á kassanum Lionsbíllinn í Njarðvíkurnar Vilmundur Magnússon í Njarðvík hlaut fyrsta vinning í happdrætti Lions- klúbbs Njarðvíkur og varð Peugeot 206 ríkari. Vinningurinn var formlega af- hentur milli hátíða en hann kom á miða númer 960. Ingólfur Bárðarson hjá Lionsklúbbnum sagði í samtali við Víkurfréttir að þátttaka hafi verið mjög góð í happdrættinu og allir miðarnir selst og í raun hafi verið eftirspurn eftir fleiri miðum. Aukavinningar voru einnig dregnir út. Vinningsnúmerin má nálgast á sím- svara með því að hringja í númerið 878 1898 Planta í blóma um áramót! Móðir náttúra veit greini-lega ekki hvað klukkanslær þessa dagana. Kannski ekki nema von, þegar hitamælar hafa komist nálægt því að sýna tveggja stafa hita- tölu nær allan desember. Minni- háttar frost síðustu daga hefur ekki komið í veg fyrir að plöntur hafa blómstrað eins og t.a.m. plantan á meðfylgjandi mynd. Ekki vitum við hvað þessi planta heitir en hún var í fullum blóma inn á milli steina í blómakeri við Flug Hótel í Keflavík 28. desem- ber. Þegar blómakerið var skoð- að betur, mátti sjá meira plöntu- líf, þó svo engin þeirra hafi blómstrað jafn fallega og sú sem myndin er af. Óásættanlegur hringlandaháttur í Sandgerði LESENDUR VF.IS KJÓSA MANN ÁRSINS GLEÐILEGT ÁR og takk fyrir það liðna kæru Suðurnesjamenn. Nú er nýtt ár hafið, ár sem verður án efa spennandi á margan hátt. Það eru nefnilega að koma kosn- ingar. Nú farið þið að sjá þingmenn á þönum um Suðurnes sem lofa öllu fögru, taka í hönd allra og smjaðrandi fyrir þeim sem þeir ná ekki að snerta. Skemmtilegur tími ekki satt? HRINGIÐA stjórnmálanna snertir alla. Alþing- ismenn, jafn misjafnir og þeir eru margir, setja lögin sem við lifum eftir í þessu landi. Það skipt- ir því máli að þeir menn sem VIÐ veljum til for- ystu í þessu landi séu þess verðir og endurspegli þær skoðanir sem VIÐ höfum. Þess vegna skul- um VIÐ kjósa rétt, eftir eigin sannfæringu, án þess að láta smjaður og fögur loforð hafa áhrif á okkur. VIÐ skulum meta verk þeirra manna sem bjóða sig fram og kjósa eftir því. Á fjögurra ára fresti fáum við völd sem við skulum nota. DAVÍÐ ODDSSON sýndi það í hinni árlegu Kryddsíld á Stöð 2 á gamlársdag að hann er bú- inn að sitja of lengi sem forsætisráðherra. Með handapati og pirringi skammaði hann Össur litla fyrir það að Ingibjörg Sólrún hætti sem borgar- stjóri. Þó að Davíð hafi leikið Bubba Kóng í Herranótt fyrir mörgum árum og staðið sig vel, þá sáu sjónvarpsáhorfendur að hann hefur misst sjarmann sem leikari, jafnvel þó hann sé búinn að leika á hinu stóra pólitíska leiksviði sl. 20 og eitthvað ár. Við skulum gera hlé á hans leik og leyfa honum aðeins að hvíla sig. ÁRIÐ 2002 var fyrir margra hluta sakir merki- legt ár. Við fengum góðan bæjarstjóra sem reyndar á eftir að sanna sig, en hefur komið sterkur inn sem stjórnandi í bæjarfélaginu. Við sáum Sjálfstæðismenn ýta Kristjáni Pálssyni út af þingi og Guð einn veit hvað Kristján gerir í kjölfarið, en eitt er víst að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Við sáum bæjarfulltrúa Sandgerðis brosa út í annað, reynandi að bjarga bæjarfélaginu og smjaðrandi um það við íbúa Sandgerðis að allt væri í stakasta lagi. Við upp- lifðum einstaka Ljósanótt. Við héldum áfram að sjá kvótann fara af Suðurnesjum og sjávarút- vegsráðherra brosa og segja að ekkert væri að. Já við sáum margt og lærðum mikið. LÆKNADEILAN fylgir okkur inn í nýja árið - draugur fortíðar. Nú verða þingmenn, sveitarstjórnarmenn, Verkalýðsfélög, stofnanir og íbúar Suðurnesja að leggjast á eitt um að þrýsta á lausn deilunnar. Ef verkföll þarf til, þá förum við í verkföll. Ef undirskriftalista þarf til, þá skrifum við undir. Það verður að gera eitth- vað því ekki ætla hin reykvíska framkvæm- dastýra HSS eða heilbrigðisráðherra að leysa vandann. Sýnum hvers við erum megnug og hættum að láta hafa okkur að fíflum. Í BYRJUN nýs spennandi árs vill Kallinn á kassanum hvetja íbúa Suðurnesja til að senda póst á netfangið kallinn@vf.is og hvetja Kallinn til að taka á skemmtilegum málum. Það marg- borgar sig. Kveðja, Kallinn Kallinn á kassanum er ekki starfsmaður Víkurfrétta, heldur sjálfstæður pistlahöfundur. Þær skoðanir sem fram koma hjá Kallinum á kassanum þurfa ekki að endurspegla skoðanir ritstjórnar Víkurfrétta. 1. tbl. 2003 - 16 sidur 2.1.2003 15:54 Page 2

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.