Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.2003, Side 4

Víkurfréttir - 03.01.2003, Side 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! VÍKUR FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir ehf. kt. 710183-0319, Grundarvegi 23, 260 Njarðvík Sími 421 0000 (15 línur) Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hbb@vf.is Sölu- og markaðsstjóri: Jónas Franz Sigurjónsson, sími 421 0001, franz@vf.is Auglýsingar: Kristín Njálsdóttir, kristin@vf.is, Jófríður Leifsdóttir, jofridur@vf.is Blaðamenn: Jóhannes Kr. Kristjánsson sími 421 0004 johannes@vf.is Sævar Sævarsson, sími 421 0003 saevar@vf.is Hönnunarstjóri: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is Hönnun/umbrot: Kolbrún Pétursdóttir, kolla@vf.is, Stefan Swales, stefan@vf.is Skrifstofa: Stefanía Jónsdóttir, Aldís Jónsdóttir Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dreifing: Íslandspóstur Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og vikurfrettir.is Aðrir fjölmiðlar Víkurfrétta ehf. eru: VF - Vikulega í Firðinum Tímarit Víkurfrétta, The White Falcon, Kapalsjónvarp Víkurfrétta. MUNDI A fmæli Verkalýðs- og sjó-mannafélags Keflavík-ur og nágrennis var fagnað milli hátíða og vegleg afmælishátíð félagsins haldin í Stapa. Dagskrá afmælishá- tíðarinnar var fjölbreytt og stóð á þriðju klukkustund með ávörpum, ræðum og skemmtiatriðum. Undir dag- skránni voru svo sýndar myndir úr starfsemi VSFK og af starfssvæði félagsins sem Viðar Oddgeirsson hefur tekið saman. Kristján Gunnarsson formaður félagsins flutti ávarp, auk þess sem gestir ávörpuðu samkom- una og færðu félaginu gjafir. Þannig varð listaverkasafn fé- lagsins mun stærra eftir daginn í dag. Sigrún Eva Ármanns- dóttir söng nokkur hugljúf lög, Jóhannes Kristjánsson flutti gamanmál og með honum í för voru margar þjóðkunnar per- sónur, auk þess sem Kristján verkalýðsformaður fékk það ó- þvegið í gríni og glensi. Rúnar Júlíusson sló svo botninn í dag- skrána með rokki og róli eins og honum einum er lagið. Boð- ið var upp á glæsilegar kaffi- veitingar og undirleik Guð- mundar Hermannssonar. Í tilefni 70 ára afmælis VSFK var Guðrún E. Ólafsdóttir gerð að heiðursfélaga í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Fékk hún skraut- ritað skjal þess efnis og mynd- arlega blómaskreytingu. Þá lék Guðmundur Hermannsson Maístjörnuna fyrir Guðrúnu sem sérstakt óskalag. Gestir stóðu allir upp úr sætum sínum og klöppuðu Guðrúnu lof í lófa. Meðfylgjandi mynd er af Guðrúnu þegar henni var til- kynnt um ákvörðun stjórnar VSFK. Skólaslit haustannar ogbrautskráning Fjöl-brautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 21. desember. Að þessu sinni út- skrifuðust 46 nemendur; 39 stúdentar, 6 iðnnemar og einn meistari í rafvirkjun. Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Ólafía Sigurjónsdóttir fékk við- urkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í dönsku, ensku, þýsku og fyrir árangur sinn í líffræði og efnafræði. Auk þess fékk Ólafía viðurkenningu frá Eddu - miðlun og útgáfu fyrir góðan árangur í íslensku. Sig- urður Guðjón Gíslason fékk viðurkenningar fyrir góðan ár- angur í spænsku og í stærð- fræði nemanda sem ekki er á náttúrufræðibraut. Ellen Ósk Kristjánsdóttir fékk viðurkenn- ingu fyrir góðan námsárangur í þýsku og Júlía Jónsdóttir fyrir spænsku. Ingibjörg Ragnars- dóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan árangur í myndmennt, Sigrún Jónatans- dóttir fyrir sálfræði og Valdís Ösp Árnadóttir fyrir félags- fræði. Arnþór Sigurðsson hlaut viðurkenningu frá Olíusamlagi Keflavíkur og nágrennis fyrir bestan árangur til fyrsta stigs vélstjóra og Húsasmiðjan veitti Maríu Svavarsdóttur viður- kenningu fyrir góðan árangur í húsasmíði. Þá fékk Oddný J.B. Mattadóttir viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda öldunga- deildar. Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og afhenti Geir- mundur Kristinsson sparisjóðs- stjóri verðlaunin. Að þessu sinni hlaut Ólafía Sigurjóns- dóttir viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og hún fékk auk þess viður- kenningar fyrir góðan árangur í íslensku, erlendum tungumál- um og í stærðfræði og raun- greinum. Valdís Ösp Árnadóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum og María Svavarsdóttir fyrir góðan árangur í tæknigreinum. Að lokum veitti Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari tignarmerki skólans en þau eru veitt þeim sem hafa unnið skól- anum verulegt gagn og stuðlað að framgangi hans. Að þessu sinni hlutu kennararnir Magnús Óskar Ingvarsson, Sturlaugur Ólafsson og Ægir Sigurðsson gullmerki FS en þeir hafa allir kennt við skólann í yfir 25 ár. Þá kvaddi skólameistari Corn- elíu Ingólfsdóttur bókavörð fyrir hönd skólans en hún lét af störfum á önninni eftir að hafa starfað við skólann um árabil. Myndarlegur hópur útskrifaður frá FS Guðrún Ólafsdóttir heiðursfélagi VSFK Gleðilegt nýtt kosningaár! Vonandi verð ég ekki settur út í kuldann í ár. Kveðja Krist... Mundi! 1. tbl. 2003 - 16 sidur 2.1.2003 15:56 Page 4

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.