Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.01.2003, Side 6

Víkurfréttir - 03.01.2003, Side 6
6 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! S íðustu daga hefur hóp-ur Suðurnesjamannakomið í veg fyrir til- raun til svokallaðrar fjand- samlegrar yfirtöku Fisk- markaðar Íslands á Fisk- markaði Suðurnesja. Í til- kynningu sem Fiskmarkaður Íslands sendi Kauphöllinni í morgun segir að félagið hafi eignast 31.3% í Fiskmarkaði Suðurnesja og að kaupin hafi verið fjármögnuð með 50 milljón króna láni. Ragnar Kristjánsson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Suður- nesja sagði í samtali við Vík- urfréttir að hópi einstaklinga og fyrirtækja á Suðurnesjum hefði tekist að verja yfirtök- una og væri nú með um 62% eignarhlut í Fiskmarkaði Suðurnesja: „Fjandsamleg yfirtaka Fisk- markaðar Íslands hefur ekki tekist og um sameiningu félag- anna er ekki að ræða meðan þessir aðilar halda um stjórn- völinn. Sá hópur sem síðustu daga hefur staðið í því að verja félagið hefur ekki áhuga á sam- einingu við Fiskmarkað Ís- lands,“ sagði Ragnar. Hann segir að ef yfirtakan hefði tek- ist þá væri gríðarlegir hags- munir Suðurnesjamanna fyrir borð bornir: „Það segir sig sjálft að störf hefðu horfið og starfseminni hefði verið breytt töluvert. Íslandsmarkaður er hluti af okkar starfsemi, en markaðurinn veltir um 16 til 17 milljörðum sem fer í gegnum Sparisjóðinn í Keflavík, en sú velta hefði hugsanlega getað horfið af svæðinu.“ Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa forsvarsmenn Fiskmarkaðar Ís- lands gengið á hluthafa Fisk- markaðar Suðurnesja síðustu daga og reynt að kaupa þeirra hlut, en einn þeirra Suðurnesja- manna sem seldi sinn hlut var Sigurjón Jónsson úr Sandgerði, en hann seldi 17% hlut. Ragnar segir að Suðurnesjahópurinn muni verja fyrirtækið áfram og byggja það upp á Suðurnesj- um. Tilraun til fjandsamlegrar yfirtöku á Fiskmarkaði Suðurnesja mistókst Fiskmarkaður Íslands hf.: Örn Arnarson, sundkappi úr ÍRB, varútnefndur íþróttamaður Reykja-nesbæjar fyrir árið 2002 en kjörið fór fram í íþróttahúsinu í Njarðvík á gamlársdag. Örn gekk til liðs við ÍRB í haust og hefur staðið sig frábærlega í lauginni síðan en hæst ber að nefna er hann varð Evrópumeistari í 200 m. baksundi í Þýskalandi í desember ásamt því að hreppa bronsið í 400 m. bak- sundi. Örn hafði milli jóla og nýárs verið valinn íþróttamaður Keflavíkur og var því vel að þessum heiðri kominn. Jóhann Rúnar Kristjánsson í íþróttafélaginu NES varð í 2. sæti í kjörinu og Logi Gunnarsson, körfuknattleikskappi úr Njarðvík og núverandi leikmaður Ulm í Þýskalandi varð í 3. sæti. Örn Arnarson íþrótta- maður Reykjanesbæjar 1. tbl. 2003 - 16 sidur 2.1.2003 15:57 Page 6

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.